Lífið

Stjörnur MST3K snúa aftur

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Í MST3K er gert stólpagrín að B-myndum.
Í MST3K er gert stólpagrín að B-myndum.
Stjörnur költsjónvarpsþáttanna Mystery Science Theater 3000, Joel Hodgson og Trace Beaulieu, koma aftur saman fyrir grínþættina Other Space, sem sýndir verða á sjónvarpsstöðinni Yahoo.

„Ég er gríðarlega spenntur fyrir því að leika aftur með gamla vini mínum Trace Beaulieu í nýju vísindaskáldskapar- og grínþáttunum Other Space,“ segir Hodgson í fréttatilkynningu. „Ég held líka að aðdáendur MST3K verði mjög áhugasamir.“

MST3K voru vinsælir á tíunda áratugnum en þeir fjölluðu um geimfara, leikinn af Hodgson, og tvo vélmennavini hans, sem Beaulieu léði rödd sína. Í hverjum þætti horfðu þeir á ódýrar B-myndir og gerðu grín að þeim.

Other Space fjallar um „ferðalag um himingeiminn sem gerist snemma á 22. öld, þegar mannkynið hefur kortlag mestallan alheiminn án þess að finna líf í geimnum, og er orðið ansi þreytt á þessu öllu saman“.

Hér er hægt að streyma öllum gömlu MST3K þáttunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×