Að gefnu tilefni Hreiðar Már Sigurðsson skrifar 17. október 2014 06:45 Í framhaldi af viðtali við Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag og umfjöllun fleiri aðila um 500 milljóna evra lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008 langar mig til að koma eftirfarandi atriðum á framfæri. Helgina 4.-5. október 2008 lá fyrir að evrópski seðlabankinn hugðist stöðva fyrirgreiðslu við Glitni og Landsbanka Íslands, en tæpri viku fyrr hafði verið tilkynnt um fyrirhugaða yfirtöku íslenska ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni þar sem bankinn stóð frammi fyrir greiðsluvandræðum. Ástæða þess að evrópski seðlabankinn ætlaði að skrúfa fyrir fyrirgreiðslu til Glitnis og Landsbankans var m.a. sú að bankarnir höfðu notað skuldabréf hvor annars til að sækja fjármagn til evrópska seðlabankans og ekki leyst þau aftur til sín eins og seðlabankinn hafði krafist mánuðina á undan. Málum var öðru vísi háttað með Kaupþing sem var í fullum skilum og átti í eðlilegu sambandi og viðskiptum við evrópska seðlabankann. Mánudaginn 6. október var ljóst orðið að ekki yrði hægt að bjarga Landsbanka Íslands og Glitni. Þann dag veitti Seðlabanki Íslands Kaupþingi lán að fjárhæð 500 milljónir evra. Til tryggingar þessu láni var rætt um að setja að veði allt hlutafé danska bankans FIH, sem var að fullu í eigu Kaupþings. Þegar þessi lánveiting átti sér stað var ekki talið að íslenska ríkið væri að taka mikla áhættu þar sem eigið fé FIH var ríflega einn milljarður evra og rekstur bankans hafði gengið vel. Það voru óvenjulegir tímar í byrjun október 2008. Frágangur lánsins til Kaupþings var einnig óvenjulegur þar sem Seðlabanki Íslands millifærði einfaldlega 500 milljónir evra til Kaupþings mánudaginn 6. október eftir samtal um lánveitinguna milli mín og Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans. Engin lánaskjöl voru undirrituð og Seðlabankinn gekk ekki frá veðsetningu FIH bankans til sín.Starfað af heiðarleika Það var svo ekki fyrr en á næstu dögum á eftir að Seðlabankinn fór fram á það við okkur að við gengum frá lánaskjölum og veðsetningu FIH bankans vegna lánveitingarinnar. Það gerðum við stjórnendur Kaupþings að sjálfsögðu eins og um hafði verið rætt en þá var búið að millifæra lánsfjárhæðina í heild sinni til Kaupþings. Ekkert af fjármagninu sem Kaupþing fékk frá Seðlabanka Íslands var notað til kaupa á eigin skuldabréfum Kaupþings eins og haldið hefur verið fram. Allt fjármagnið var nýtt til að tryggja aðgang viðskiptavina bankans í fjölmörgum löndum Evrópu að bankainnistæðum sínum, tryggja aðgang dótturbanka Kaupþings í Evrópu að lausafé og mæta veðköllum bankans vegna fjármögnunar hans og viðskiptavina hans á verðbréfum hjá alþjóðlegum bönkum í Evrópu. Með öðrum orðum þá var allt féð notað til að tryggja sem frekast var kostur rekstur og hag Kaupþings og viðskiptavina bankans. Enginn eigandi, viðskiptavinur, stjórnandi eða starfsmaður bankans hagnaðist um svo mikið sem um eina evru vegna láns Seðlabanka Íslands. Engar óeðlilegar fjármagnshreyfingar áttu sér stað með andvirði lánsins og starfsmenn Kaupþings sem komu að ráðstöfun lánsins gengu til sinna starfa af heiðarleika. Þegar Seðlabankinn tilkynnti okkur um ákvörðun sína að lána okkur 500 milljónir evra og millifærði fjárhæðina til Kaupþings mánudaginn 6. október 2008 töldum við, stjórnendur Kaupþings, að það yrði nægilega stór fyrirgreiðsla til að gera okkur kleift að standa af okkur þann storm sem geisaði á fjármálamörkuðum á þeim tíma. Það sem við vissum ekki þá var að ríkisstjórn Íslands myndi síðar þann dag beita sér fyrir samþykkt neyðarlaga á Alþingi Íslendinga. Neyðarlögin, sem settu innistæðueigendur fram fyrir aðra kröfuhafa, kipptu fótunum endanlega undan rekstri alþjóðlegra banka á Íslandi og eftir að þau voru samþykkt seint um kvöldið er óumdeilt að mínu viti að ekki var lengur raunhæft að reka alþjóðlegan banka, sem sótti fjármögnun sína til alþjóðlegra markaða, frá Íslandi. Ég held að við öll getum verið sammála um að slíkur banki á ekki raunhæfa möguleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í framhaldi af viðtali við Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag og umfjöllun fleiri aðila um 500 milljóna evra lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008 langar mig til að koma eftirfarandi atriðum á framfæri. Helgina 4.-5. október 2008 lá fyrir að evrópski seðlabankinn hugðist stöðva fyrirgreiðslu við Glitni og Landsbanka Íslands, en tæpri viku fyrr hafði verið tilkynnt um fyrirhugaða yfirtöku íslenska ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni þar sem bankinn stóð frammi fyrir greiðsluvandræðum. Ástæða þess að evrópski seðlabankinn ætlaði að skrúfa fyrir fyrirgreiðslu til Glitnis og Landsbankans var m.a. sú að bankarnir höfðu notað skuldabréf hvor annars til að sækja fjármagn til evrópska seðlabankans og ekki leyst þau aftur til sín eins og seðlabankinn hafði krafist mánuðina á undan. Málum var öðru vísi háttað með Kaupþing sem var í fullum skilum og átti í eðlilegu sambandi og viðskiptum við evrópska seðlabankann. Mánudaginn 6. október var ljóst orðið að ekki yrði hægt að bjarga Landsbanka Íslands og Glitni. Þann dag veitti Seðlabanki Íslands Kaupþingi lán að fjárhæð 500 milljónir evra. Til tryggingar þessu láni var rætt um að setja að veði allt hlutafé danska bankans FIH, sem var að fullu í eigu Kaupþings. Þegar þessi lánveiting átti sér stað var ekki talið að íslenska ríkið væri að taka mikla áhættu þar sem eigið fé FIH var ríflega einn milljarður evra og rekstur bankans hafði gengið vel. Það voru óvenjulegir tímar í byrjun október 2008. Frágangur lánsins til Kaupþings var einnig óvenjulegur þar sem Seðlabanki Íslands millifærði einfaldlega 500 milljónir evra til Kaupþings mánudaginn 6. október eftir samtal um lánveitinguna milli mín og Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans. Engin lánaskjöl voru undirrituð og Seðlabankinn gekk ekki frá veðsetningu FIH bankans til sín.Starfað af heiðarleika Það var svo ekki fyrr en á næstu dögum á eftir að Seðlabankinn fór fram á það við okkur að við gengum frá lánaskjölum og veðsetningu FIH bankans vegna lánveitingarinnar. Það gerðum við stjórnendur Kaupþings að sjálfsögðu eins og um hafði verið rætt en þá var búið að millifæra lánsfjárhæðina í heild sinni til Kaupþings. Ekkert af fjármagninu sem Kaupþing fékk frá Seðlabanka Íslands var notað til kaupa á eigin skuldabréfum Kaupþings eins og haldið hefur verið fram. Allt fjármagnið var nýtt til að tryggja aðgang viðskiptavina bankans í fjölmörgum löndum Evrópu að bankainnistæðum sínum, tryggja aðgang dótturbanka Kaupþings í Evrópu að lausafé og mæta veðköllum bankans vegna fjármögnunar hans og viðskiptavina hans á verðbréfum hjá alþjóðlegum bönkum í Evrópu. Með öðrum orðum þá var allt féð notað til að tryggja sem frekast var kostur rekstur og hag Kaupþings og viðskiptavina bankans. Enginn eigandi, viðskiptavinur, stjórnandi eða starfsmaður bankans hagnaðist um svo mikið sem um eina evru vegna láns Seðlabanka Íslands. Engar óeðlilegar fjármagnshreyfingar áttu sér stað með andvirði lánsins og starfsmenn Kaupþings sem komu að ráðstöfun lánsins gengu til sinna starfa af heiðarleika. Þegar Seðlabankinn tilkynnti okkur um ákvörðun sína að lána okkur 500 milljónir evra og millifærði fjárhæðina til Kaupþings mánudaginn 6. október 2008 töldum við, stjórnendur Kaupþings, að það yrði nægilega stór fyrirgreiðsla til að gera okkur kleift að standa af okkur þann storm sem geisaði á fjármálamörkuðum á þeim tíma. Það sem við vissum ekki þá var að ríkisstjórn Íslands myndi síðar þann dag beita sér fyrir samþykkt neyðarlaga á Alþingi Íslendinga. Neyðarlögin, sem settu innistæðueigendur fram fyrir aðra kröfuhafa, kipptu fótunum endanlega undan rekstri alþjóðlegra banka á Íslandi og eftir að þau voru samþykkt seint um kvöldið er óumdeilt að mínu viti að ekki var lengur raunhæft að reka alþjóðlegan banka, sem sótti fjármögnun sína til alþjóðlegra markaða, frá Íslandi. Ég held að við öll getum verið sammála um að slíkur banki á ekki raunhæfa möguleika.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun