„Í hverjum þætti er einn eltihrellir og ég leik einn slíkan“ Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 18. október 2014 08:00 Darri Ingólfsson Visir/Julia Sandberg Hansson „Jú, vá mér fannst alveg rosalega leiðinlegt að komast ekki. Þetta er búið að vera svo skemmtilegt ferðalag saman og það er leiðinlegt að geta ekki endað það saman,“ segir Darri Ingólfsson, sem fer með aðalhlutverk í Borgríki 2. Hann gat ekki komið á viðhafnarfrumsýninguna í Háskólabíói á miðvikudag þar sem hann var að leika í þáttunum Stalker með Dylan McDermott í aðalhlutverki. „Þessir þættir minna svolítið á NCIS eða CSI. Þeir gerast í deild innan lögreglunnar sem sérhæfir sig í að aðstoða fólk sem hefur verið setið um. Í hverjum þætti er einn eltihrellir og ég leik einn slíkan.“ Það var mikill heiður fyrir Darra að leika í Borgríki 2 og vinna með íslensku leikurunum. „Ég er búinn að fylgjast með þeim frá því ég var yngri, Ingvar E, Siggi Sigurjóns og þessir snillingar. Ég horfði endalaust á kvikmyndir sem barn, á Djöflaeyjuna, Engla alheimsins og allar þær myndir. Einhverja af þeim sá ég líka í leikhúsi og varð gjörsamlega heillaður. Það var því mikill heiður að fá að leika á móti þessum meisturum,“ segir hann.Vísir/Julia Sandberg HanssonSex ár eru síðan hann flutti til Los Angeles sem hann hefur verið að reyna fyrir sér sem leikari. Hann segir að það séu tvö ár síðan hann gat farið að lifa alfarið af þessu, en þetta hafi verið mikið hark. Þá segir hann mikilvægt að halda í drauminn. Í fyrra fékk Darri svo óvænt hlutverk í þáttunum um Dexter. „Ég átti ekki von á því, það gerðist svo hratt og var engin formleg prufa þannig, ég fór bara og las senu og spjallaði við þá. Svo hringdi umboðsmaðurinn minn í mig tveim dögum síðar og þá var búið að bóka mig í sjö þætti,“ segir Darri, en hann var staddur á sjúkrahúsi að skoða fæðingardeildina fyrir komu sonar síns þegar hann fékk fréttirnar. „Ég þurfti alveg að halda í mér spenningnum, þetta var ekki alveg staðurinn til þess að fagna og vera með læti.“ En Baltasar hefur ekkert haft samband við hann og boðið honum hlutverk í víkingamyndinni? „Ég þekki hann nú ekki mikið, en mig hefur oft langað að vinna með honum. Maður þarf auðvitað að vera réttur maður í verkefnið og ætli ég sé ekki of lítill fyrir hana,“ segir Darri. „Ég myndi aldrei segja nei samt, ég gæti allavega safnað skeggi.“ Tengdar fréttir Skyggnst á bak við tjöldin við gerð Borgríkis 2 Kvikmyndin verður frumsýnd næsta föstudag. 15. október 2014 12:00 Mikill áhugi á Borgríki 2 erlendis Myndin er frumsýnd hér á landi í haust og hefur verið seld til nokkurra landa. 20. ágúst 2014 10:30 Darri Ingólfs laminn í klessu Fer með eitt af aðalhlutverkunum í Borgríki 2: Blóð hraustra manna. 15. október 2014 13:00 Betri en sú fyrri en ekki gallalaus Borgríki 2 er framför að mínu mati. Ágætlega heppnuð framhaldsmynd að vissu leyti sem heldur manni þokkalega vel þó hún sé langt frá því að vera gallalaus. 17. október 2014 10:30 Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Sjá meira
„Jú, vá mér fannst alveg rosalega leiðinlegt að komast ekki. Þetta er búið að vera svo skemmtilegt ferðalag saman og það er leiðinlegt að geta ekki endað það saman,“ segir Darri Ingólfsson, sem fer með aðalhlutverk í Borgríki 2. Hann gat ekki komið á viðhafnarfrumsýninguna í Háskólabíói á miðvikudag þar sem hann var að leika í þáttunum Stalker með Dylan McDermott í aðalhlutverki. „Þessir þættir minna svolítið á NCIS eða CSI. Þeir gerast í deild innan lögreglunnar sem sérhæfir sig í að aðstoða fólk sem hefur verið setið um. Í hverjum þætti er einn eltihrellir og ég leik einn slíkan.“ Það var mikill heiður fyrir Darra að leika í Borgríki 2 og vinna með íslensku leikurunum. „Ég er búinn að fylgjast með þeim frá því ég var yngri, Ingvar E, Siggi Sigurjóns og þessir snillingar. Ég horfði endalaust á kvikmyndir sem barn, á Djöflaeyjuna, Engla alheimsins og allar þær myndir. Einhverja af þeim sá ég líka í leikhúsi og varð gjörsamlega heillaður. Það var því mikill heiður að fá að leika á móti þessum meisturum,“ segir hann.Vísir/Julia Sandberg HanssonSex ár eru síðan hann flutti til Los Angeles sem hann hefur verið að reyna fyrir sér sem leikari. Hann segir að það séu tvö ár síðan hann gat farið að lifa alfarið af þessu, en þetta hafi verið mikið hark. Þá segir hann mikilvægt að halda í drauminn. Í fyrra fékk Darri svo óvænt hlutverk í þáttunum um Dexter. „Ég átti ekki von á því, það gerðist svo hratt og var engin formleg prufa þannig, ég fór bara og las senu og spjallaði við þá. Svo hringdi umboðsmaðurinn minn í mig tveim dögum síðar og þá var búið að bóka mig í sjö þætti,“ segir Darri, en hann var staddur á sjúkrahúsi að skoða fæðingardeildina fyrir komu sonar síns þegar hann fékk fréttirnar. „Ég þurfti alveg að halda í mér spenningnum, þetta var ekki alveg staðurinn til þess að fagna og vera með læti.“ En Baltasar hefur ekkert haft samband við hann og boðið honum hlutverk í víkingamyndinni? „Ég þekki hann nú ekki mikið, en mig hefur oft langað að vinna með honum. Maður þarf auðvitað að vera réttur maður í verkefnið og ætli ég sé ekki of lítill fyrir hana,“ segir Darri. „Ég myndi aldrei segja nei samt, ég gæti allavega safnað skeggi.“
Tengdar fréttir Skyggnst á bak við tjöldin við gerð Borgríkis 2 Kvikmyndin verður frumsýnd næsta föstudag. 15. október 2014 12:00 Mikill áhugi á Borgríki 2 erlendis Myndin er frumsýnd hér á landi í haust og hefur verið seld til nokkurra landa. 20. ágúst 2014 10:30 Darri Ingólfs laminn í klessu Fer með eitt af aðalhlutverkunum í Borgríki 2: Blóð hraustra manna. 15. október 2014 13:00 Betri en sú fyrri en ekki gallalaus Borgríki 2 er framför að mínu mati. Ágætlega heppnuð framhaldsmynd að vissu leyti sem heldur manni þokkalega vel þó hún sé langt frá því að vera gallalaus. 17. október 2014 10:30 Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Sjá meira
Skyggnst á bak við tjöldin við gerð Borgríkis 2 Kvikmyndin verður frumsýnd næsta föstudag. 15. október 2014 12:00
Mikill áhugi á Borgríki 2 erlendis Myndin er frumsýnd hér á landi í haust og hefur verið seld til nokkurra landa. 20. ágúst 2014 10:30
Darri Ingólfs laminn í klessu Fer með eitt af aðalhlutverkunum í Borgríki 2: Blóð hraustra manna. 15. október 2014 13:00
Betri en sú fyrri en ekki gallalaus Borgríki 2 er framför að mínu mati. Ágætlega heppnuð framhaldsmynd að vissu leyti sem heldur manni þokkalega vel þó hún sé langt frá því að vera gallalaus. 17. október 2014 10:30