Hraunavinir dæmdir fyrir friðsamleg mótmæli Gunnsteinn Ólafsson skrifar 18. október 2014 07:00 Fyrir ári síðan voru Hraunavinir handteknir þegar þeir mótmæltu með friðsamlegum hætti framkvæmdum við lagningu Álftanesvegar. Þeir voru tíndir upp einn af öðrum og settir í fangaklefa, sumir einu sinni, aðrir tvisvar. Á dögunum féll dómur í héraðsdómi vegna mótmælanna. Einn var dæmdur fyrir að taka límband verktakans, annar fyrir að liggja afvelta í mosa, sá þriðji slapp við handtöku því að armur laganna megnaði ekki að bera hann á brott sökum þyngsla. Samtals voru níu Hraunavinir sakfelldir. Hverju skilaði þá barátta Hraunavina í Gálgahrauni? Framkvæmdinni við Álftanesveg var gjörbreytt. Vegurinn verður aðeins tveggja akreina í stað fjögurra. Í stað mislægra gatnamóta koma hringtorg og undirgöng fyrir gangandi vegfarendur. Vegur frá norðri til suðurs þvert á Álftanesveg verður felldur úr skipulagi. Fyrir þjóðarbúið þýðir þetta sparnað upp á þrjá milljarða. Stjórnsýslan virðist einnig betur á verði. Skipulagsstofnun sýnir meira viðnám en áður og skipulagsnefndir sveitarfélaga eru meðvitaðri um hlutverk sitt. Nýlega hafnaði t.d. skipulagsnefnd Garðabæjar beiðni um stækkun golfvallar út í Búrfellshraun. Við handtökurnar fyrir ári síðan kom í ljós hversu frjálslegt starf lögreglunnar er í krafti 19. greinar lögreglulaga. Lögreglunni virðist í sjálfs vald sett hvern hún handtekur, hvenær og hvar og hvort mótmælendur séu handjárnaðir eða mjó plastbönd hert að úlnliðum þeirra. Satt að segja kom það á óvart hversu harkalegum aðferðum lögreglan beitti við handtökur í Gálgahrauni. Að minnsta kosti virti lögreglan ekki stjórnarskrárvarinn rétt þjóðarinnar til friðsamlegra mótmæla.Sáttmáli gagnlaust plagg Þáttur saksóknarans er einnig kapítuli út af fyrir sig. Hann skipulagði aðgerðir gegn Hraunavinum á vettvangi, tók á móti þeim á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, lét loka þá inni, valdi þá úr sem átti að lögsækja og mætti sjálfur í réttarsal til að stýra málflutningi. Margir furða sig á þeirri heift og langrækni sem saksóknarinn sýnir friðsömum borgurum, svo ekki sé minnst á hvað öll þessi aðgerð hefur kostað. Baráttan í Gálgahrauni leiddi í ljós að Árósasáttmálinn er, þegar á reynir, gagnslaust plagg á Íslandi. Alþingi Íslendinga samþykkti breytingar á EES-samningnum og fullgilti Árósasáttmálann á árinu 2012 svo aðild náttúruverndarsamtaka að umhverfismálum væri tryggð. Réttaráhrifin reyndust engin. Alls staðar var Hraunavinum vísað frá innan stjórnsýslunnar í Gálgahraunsmálinu á þeim forsendum að þeim væri málið óskylt. Þegar dómstólaleiðin var reynd tók ekki betra við. Hæstiréttur benti Hraunavinum vinsamlegast á að snúa sér til stjórnsýslunnar. Þar væri vel tekið á móti fólki. Þögn Alþingis bendir til þess að þingmönnum sé ekki ljóst að fullgilding Árósasáttmálans mistókst á Íslandi. Sáttmálinn átti að vera mesta réttarbót síðari tíma í sögu náttúruverndar hér á landi. Málsmeðferðin gegn Hraunavinum sýnir að réttarbótin náði aldrei fram að ganga. Náttúruvernd á Íslandi er lagalega séð aftur komin á byrjunarreit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir ári síðan voru Hraunavinir handteknir þegar þeir mótmæltu með friðsamlegum hætti framkvæmdum við lagningu Álftanesvegar. Þeir voru tíndir upp einn af öðrum og settir í fangaklefa, sumir einu sinni, aðrir tvisvar. Á dögunum féll dómur í héraðsdómi vegna mótmælanna. Einn var dæmdur fyrir að taka límband verktakans, annar fyrir að liggja afvelta í mosa, sá þriðji slapp við handtöku því að armur laganna megnaði ekki að bera hann á brott sökum þyngsla. Samtals voru níu Hraunavinir sakfelldir. Hverju skilaði þá barátta Hraunavina í Gálgahrauni? Framkvæmdinni við Álftanesveg var gjörbreytt. Vegurinn verður aðeins tveggja akreina í stað fjögurra. Í stað mislægra gatnamóta koma hringtorg og undirgöng fyrir gangandi vegfarendur. Vegur frá norðri til suðurs þvert á Álftanesveg verður felldur úr skipulagi. Fyrir þjóðarbúið þýðir þetta sparnað upp á þrjá milljarða. Stjórnsýslan virðist einnig betur á verði. Skipulagsstofnun sýnir meira viðnám en áður og skipulagsnefndir sveitarfélaga eru meðvitaðri um hlutverk sitt. Nýlega hafnaði t.d. skipulagsnefnd Garðabæjar beiðni um stækkun golfvallar út í Búrfellshraun. Við handtökurnar fyrir ári síðan kom í ljós hversu frjálslegt starf lögreglunnar er í krafti 19. greinar lögreglulaga. Lögreglunni virðist í sjálfs vald sett hvern hún handtekur, hvenær og hvar og hvort mótmælendur séu handjárnaðir eða mjó plastbönd hert að úlnliðum þeirra. Satt að segja kom það á óvart hversu harkalegum aðferðum lögreglan beitti við handtökur í Gálgahrauni. Að minnsta kosti virti lögreglan ekki stjórnarskrárvarinn rétt þjóðarinnar til friðsamlegra mótmæla.Sáttmáli gagnlaust plagg Þáttur saksóknarans er einnig kapítuli út af fyrir sig. Hann skipulagði aðgerðir gegn Hraunavinum á vettvangi, tók á móti þeim á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, lét loka þá inni, valdi þá úr sem átti að lögsækja og mætti sjálfur í réttarsal til að stýra málflutningi. Margir furða sig á þeirri heift og langrækni sem saksóknarinn sýnir friðsömum borgurum, svo ekki sé minnst á hvað öll þessi aðgerð hefur kostað. Baráttan í Gálgahrauni leiddi í ljós að Árósasáttmálinn er, þegar á reynir, gagnslaust plagg á Íslandi. Alþingi Íslendinga samþykkti breytingar á EES-samningnum og fullgilti Árósasáttmálann á árinu 2012 svo aðild náttúruverndarsamtaka að umhverfismálum væri tryggð. Réttaráhrifin reyndust engin. Alls staðar var Hraunavinum vísað frá innan stjórnsýslunnar í Gálgahraunsmálinu á þeim forsendum að þeim væri málið óskylt. Þegar dómstólaleiðin var reynd tók ekki betra við. Hæstiréttur benti Hraunavinum vinsamlegast á að snúa sér til stjórnsýslunnar. Þar væri vel tekið á móti fólki. Þögn Alþingis bendir til þess að þingmönnum sé ekki ljóst að fullgilding Árósasáttmálans mistókst á Íslandi. Sáttmálinn átti að vera mesta réttarbót síðari tíma í sögu náttúruverndar hér á landi. Málsmeðferðin gegn Hraunavinum sýnir að réttarbótin náði aldrei fram að ganga. Náttúruvernd á Íslandi er lagalega séð aftur komin á byrjunarreit.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun