Hraunavinir dæmdir fyrir friðsamleg mótmæli Gunnsteinn Ólafsson skrifar 18. október 2014 07:00 Fyrir ári síðan voru Hraunavinir handteknir þegar þeir mótmæltu með friðsamlegum hætti framkvæmdum við lagningu Álftanesvegar. Þeir voru tíndir upp einn af öðrum og settir í fangaklefa, sumir einu sinni, aðrir tvisvar. Á dögunum féll dómur í héraðsdómi vegna mótmælanna. Einn var dæmdur fyrir að taka límband verktakans, annar fyrir að liggja afvelta í mosa, sá þriðji slapp við handtöku því að armur laganna megnaði ekki að bera hann á brott sökum þyngsla. Samtals voru níu Hraunavinir sakfelldir. Hverju skilaði þá barátta Hraunavina í Gálgahrauni? Framkvæmdinni við Álftanesveg var gjörbreytt. Vegurinn verður aðeins tveggja akreina í stað fjögurra. Í stað mislægra gatnamóta koma hringtorg og undirgöng fyrir gangandi vegfarendur. Vegur frá norðri til suðurs þvert á Álftanesveg verður felldur úr skipulagi. Fyrir þjóðarbúið þýðir þetta sparnað upp á þrjá milljarða. Stjórnsýslan virðist einnig betur á verði. Skipulagsstofnun sýnir meira viðnám en áður og skipulagsnefndir sveitarfélaga eru meðvitaðri um hlutverk sitt. Nýlega hafnaði t.d. skipulagsnefnd Garðabæjar beiðni um stækkun golfvallar út í Búrfellshraun. Við handtökurnar fyrir ári síðan kom í ljós hversu frjálslegt starf lögreglunnar er í krafti 19. greinar lögreglulaga. Lögreglunni virðist í sjálfs vald sett hvern hún handtekur, hvenær og hvar og hvort mótmælendur séu handjárnaðir eða mjó plastbönd hert að úlnliðum þeirra. Satt að segja kom það á óvart hversu harkalegum aðferðum lögreglan beitti við handtökur í Gálgahrauni. Að minnsta kosti virti lögreglan ekki stjórnarskrárvarinn rétt þjóðarinnar til friðsamlegra mótmæla.Sáttmáli gagnlaust plagg Þáttur saksóknarans er einnig kapítuli út af fyrir sig. Hann skipulagði aðgerðir gegn Hraunavinum á vettvangi, tók á móti þeim á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, lét loka þá inni, valdi þá úr sem átti að lögsækja og mætti sjálfur í réttarsal til að stýra málflutningi. Margir furða sig á þeirri heift og langrækni sem saksóknarinn sýnir friðsömum borgurum, svo ekki sé minnst á hvað öll þessi aðgerð hefur kostað. Baráttan í Gálgahrauni leiddi í ljós að Árósasáttmálinn er, þegar á reynir, gagnslaust plagg á Íslandi. Alþingi Íslendinga samþykkti breytingar á EES-samningnum og fullgilti Árósasáttmálann á árinu 2012 svo aðild náttúruverndarsamtaka að umhverfismálum væri tryggð. Réttaráhrifin reyndust engin. Alls staðar var Hraunavinum vísað frá innan stjórnsýslunnar í Gálgahraunsmálinu á þeim forsendum að þeim væri málið óskylt. Þegar dómstólaleiðin var reynd tók ekki betra við. Hæstiréttur benti Hraunavinum vinsamlegast á að snúa sér til stjórnsýslunnar. Þar væri vel tekið á móti fólki. Þögn Alþingis bendir til þess að þingmönnum sé ekki ljóst að fullgilding Árósasáttmálans mistókst á Íslandi. Sáttmálinn átti að vera mesta réttarbót síðari tíma í sögu náttúruverndar hér á landi. Málsmeðferðin gegn Hraunavinum sýnir að réttarbótin náði aldrei fram að ganga. Náttúruvernd á Íslandi er lagalega séð aftur komin á byrjunarreit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Fyrir ári síðan voru Hraunavinir handteknir þegar þeir mótmæltu með friðsamlegum hætti framkvæmdum við lagningu Álftanesvegar. Þeir voru tíndir upp einn af öðrum og settir í fangaklefa, sumir einu sinni, aðrir tvisvar. Á dögunum féll dómur í héraðsdómi vegna mótmælanna. Einn var dæmdur fyrir að taka límband verktakans, annar fyrir að liggja afvelta í mosa, sá þriðji slapp við handtöku því að armur laganna megnaði ekki að bera hann á brott sökum þyngsla. Samtals voru níu Hraunavinir sakfelldir. Hverju skilaði þá barátta Hraunavina í Gálgahrauni? Framkvæmdinni við Álftanesveg var gjörbreytt. Vegurinn verður aðeins tveggja akreina í stað fjögurra. Í stað mislægra gatnamóta koma hringtorg og undirgöng fyrir gangandi vegfarendur. Vegur frá norðri til suðurs þvert á Álftanesveg verður felldur úr skipulagi. Fyrir þjóðarbúið þýðir þetta sparnað upp á þrjá milljarða. Stjórnsýslan virðist einnig betur á verði. Skipulagsstofnun sýnir meira viðnám en áður og skipulagsnefndir sveitarfélaga eru meðvitaðri um hlutverk sitt. Nýlega hafnaði t.d. skipulagsnefnd Garðabæjar beiðni um stækkun golfvallar út í Búrfellshraun. Við handtökurnar fyrir ári síðan kom í ljós hversu frjálslegt starf lögreglunnar er í krafti 19. greinar lögreglulaga. Lögreglunni virðist í sjálfs vald sett hvern hún handtekur, hvenær og hvar og hvort mótmælendur séu handjárnaðir eða mjó plastbönd hert að úlnliðum þeirra. Satt að segja kom það á óvart hversu harkalegum aðferðum lögreglan beitti við handtökur í Gálgahrauni. Að minnsta kosti virti lögreglan ekki stjórnarskrárvarinn rétt þjóðarinnar til friðsamlegra mótmæla.Sáttmáli gagnlaust plagg Þáttur saksóknarans er einnig kapítuli út af fyrir sig. Hann skipulagði aðgerðir gegn Hraunavinum á vettvangi, tók á móti þeim á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, lét loka þá inni, valdi þá úr sem átti að lögsækja og mætti sjálfur í réttarsal til að stýra málflutningi. Margir furða sig á þeirri heift og langrækni sem saksóknarinn sýnir friðsömum borgurum, svo ekki sé minnst á hvað öll þessi aðgerð hefur kostað. Baráttan í Gálgahrauni leiddi í ljós að Árósasáttmálinn er, þegar á reynir, gagnslaust plagg á Íslandi. Alþingi Íslendinga samþykkti breytingar á EES-samningnum og fullgilti Árósasáttmálann á árinu 2012 svo aðild náttúruverndarsamtaka að umhverfismálum væri tryggð. Réttaráhrifin reyndust engin. Alls staðar var Hraunavinum vísað frá innan stjórnsýslunnar í Gálgahraunsmálinu á þeim forsendum að þeim væri málið óskylt. Þegar dómstólaleiðin var reynd tók ekki betra við. Hæstiréttur benti Hraunavinum vinsamlegast á að snúa sér til stjórnsýslunnar. Þar væri vel tekið á móti fólki. Þögn Alþingis bendir til þess að þingmönnum sé ekki ljóst að fullgilding Árósasáttmálans mistókst á Íslandi. Sáttmálinn átti að vera mesta réttarbót síðari tíma í sögu náttúruverndar hér á landi. Málsmeðferðin gegn Hraunavinum sýnir að réttarbótin náði aldrei fram að ganga. Náttúruvernd á Íslandi er lagalega séð aftur komin á byrjunarreit.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun