Aðgengismál í fyrirrúmi hjá RÚV Margrét Magnúsdóttir og Anna Sigríður Þráinsdóttir skrifar 20. október 2014 00:00 Aðgengi heyrnarskertra að fréttum og dagskrárefni í sjónvarpi var nýlega til umfjöllunar í innsendum greinum í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Við færum greinahöfundum þakkir fyrir að efna til umræðu um þetta mikilvæga málefni. Í opnu bréfi í Fréttablaðinu, um aðgengi heyrnarskertra að íslenskri menningu og þátttöku í samfélagsumræðu, spyr Rannveig Magnúsdóttir hvort RÚV uppfylli lagalegar skyldur sínar við heyrnarskerta. Í grein um textun frétta og fréttatengds efnis í Morgunblaðinu fullyrðir Daniel G. Björnsson að eftir kosningaumfjöllun 2013 hafi dregið verulega úr textun í sjónvarpi. Því er til að svara að í 6. gr. laga um Ríkisútvarpið, nr. 23/2013, er stuðlað að því að heyrnar- og sjónskertir fái upplýsingar og geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Ríkisútvarpið tekur það hlutverk sitt alvarlega að veita heyrnar- og sjónskertum víðtæka þjónustu jafnt við miðlun menningar og upplýsinga er varða allan almenning. Okkar metnaðarmál er að sinna öllum landsmönnum eins vel og kostur er. Allt fyrirfram unnið dagskrárefni Ríkisútvarpsins, íslenskt sem erlent, er sent út með texta. Texti með innlendu efni er birtur á síðu 888 í textavarpinu. Kvöldfréttir kl. 19 og íþróttir að þeim loknum eru sendar út með skjátexta. Þess má geta að í nýliðnum ágústmánuði voru sendir út 102 dagskrárliðir af innlendu efni með texta, samtals 61 klst. Allt erlent efni, jafnt fréttir sem fróðleikur og afþreying, er þýtt og sent út með íslenskum texta, nema í fáeinum tilvikum þegar erlent efni er sýnt í beinni útsendingu. Markmiðið er að auka þessa þjónustu enn frekar og sem dæmi má nefna að frá ágúst 2012 til júlí 2013 jókst textun á síðu 888 í textavarpinu um 35%, úr 303 klst. í 408 klst. Sem fyrr flytur RÚV daglega fréttir á táknmáli og þær eru jafnframt aðgengilegar í Sarpinum á rúv.is. Ríkisútvarpið er eina íslenska fréttaveitan sem býður upp á sjónvarpsfréttir ætlaðar heyrnarlausum. Þegar flytja þarf fréttir af náttúruhamförum sem snerta alla landsmenn er kallaður til rittúlkur sem og þegar túlka þarf lengri viðtöl og annað efni í beinni útsendingu. Í aðdraganda kosninga er rittúlkur nýttur eftir föngum.Rittúlka vantar Sárafáir sinna rittúlkun og aðeins einn túlkur er tiltækur fyrir RÚV. Ein manneskja getur ekki túlkað heila kosninganótt eða í löngum útsendingum vegna náttúruhamfara. Kastljós og aðrir fréttatengdir þættir, sem eru að mestu í beinni útsendingu og ekki lesnir upp eftir handriti, eru ekki textaðir. Til að svo geti orðið þarf fleiri rittúlka. Sem fyrr segir er ekki völ á þeim. Fjárráð Ríkisútvarpsins eru takmörkuð en fæð rittúlka er meiri hindrun í þjónustu RÚV. Nauðsynlegt er að mennta fleiri rittúlka og það er nokkuð sem stjórnvöld þurfa að hlúa að og styðja samhliða lagasetningu í þágu heyrnarskertra þar sem um er að ræða brýnt jafnréttismál. RÚV flytur daglega fréttir á táknmáli sem eru jafnframt aðgengilegar á rúv.is. Endurbættur vefurinn lítur dagsins ljós á næstu vikum og þar verður meðal annars áhersla á að greina frá efni þátta í öllum miðlum RÚV svo aðgengi heyrnarskertra að útvarpsþáttum eykst. Þar er líka gott aðgengi að fréttum og fréttavakt allan sólarhringinn. Við erum því sammála Rannveigu sem segir að tæknin standi ekki lengur í vegi fyrir aðgengi heyrnarskertra að dagskrá Ríkisútvarpsins. Því má vera ljóst að Ríkisútvarpið fer að lögum um aðgengi að dagskrárefni. Okkur er mikið í mun að þjónusta RÚV sé öllum aðgengileg og leitum sífellt nýrra og betri leiða til að tryggja það. Nú stendur yfir stefnumótun um aðgengismál og unnið er að nýjum þjónustusamningi við mennta- og menningarmálaráðherra, því þótt þjónustan hafi tekið framförum, þá hefur starfsfólk RÚV metnað til að gera enn betur í náinni framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Aðgengi heyrnarskertra að fréttum og dagskrárefni í sjónvarpi var nýlega til umfjöllunar í innsendum greinum í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Við færum greinahöfundum þakkir fyrir að efna til umræðu um þetta mikilvæga málefni. Í opnu bréfi í Fréttablaðinu, um aðgengi heyrnarskertra að íslenskri menningu og þátttöku í samfélagsumræðu, spyr Rannveig Magnúsdóttir hvort RÚV uppfylli lagalegar skyldur sínar við heyrnarskerta. Í grein um textun frétta og fréttatengds efnis í Morgunblaðinu fullyrðir Daniel G. Björnsson að eftir kosningaumfjöllun 2013 hafi dregið verulega úr textun í sjónvarpi. Því er til að svara að í 6. gr. laga um Ríkisútvarpið, nr. 23/2013, er stuðlað að því að heyrnar- og sjónskertir fái upplýsingar og geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Ríkisútvarpið tekur það hlutverk sitt alvarlega að veita heyrnar- og sjónskertum víðtæka þjónustu jafnt við miðlun menningar og upplýsinga er varða allan almenning. Okkar metnaðarmál er að sinna öllum landsmönnum eins vel og kostur er. Allt fyrirfram unnið dagskrárefni Ríkisútvarpsins, íslenskt sem erlent, er sent út með texta. Texti með innlendu efni er birtur á síðu 888 í textavarpinu. Kvöldfréttir kl. 19 og íþróttir að þeim loknum eru sendar út með skjátexta. Þess má geta að í nýliðnum ágústmánuði voru sendir út 102 dagskrárliðir af innlendu efni með texta, samtals 61 klst. Allt erlent efni, jafnt fréttir sem fróðleikur og afþreying, er þýtt og sent út með íslenskum texta, nema í fáeinum tilvikum þegar erlent efni er sýnt í beinni útsendingu. Markmiðið er að auka þessa þjónustu enn frekar og sem dæmi má nefna að frá ágúst 2012 til júlí 2013 jókst textun á síðu 888 í textavarpinu um 35%, úr 303 klst. í 408 klst. Sem fyrr flytur RÚV daglega fréttir á táknmáli og þær eru jafnframt aðgengilegar í Sarpinum á rúv.is. Ríkisútvarpið er eina íslenska fréttaveitan sem býður upp á sjónvarpsfréttir ætlaðar heyrnarlausum. Þegar flytja þarf fréttir af náttúruhamförum sem snerta alla landsmenn er kallaður til rittúlkur sem og þegar túlka þarf lengri viðtöl og annað efni í beinni útsendingu. Í aðdraganda kosninga er rittúlkur nýttur eftir föngum.Rittúlka vantar Sárafáir sinna rittúlkun og aðeins einn túlkur er tiltækur fyrir RÚV. Ein manneskja getur ekki túlkað heila kosninganótt eða í löngum útsendingum vegna náttúruhamfara. Kastljós og aðrir fréttatengdir þættir, sem eru að mestu í beinni útsendingu og ekki lesnir upp eftir handriti, eru ekki textaðir. Til að svo geti orðið þarf fleiri rittúlka. Sem fyrr segir er ekki völ á þeim. Fjárráð Ríkisútvarpsins eru takmörkuð en fæð rittúlka er meiri hindrun í þjónustu RÚV. Nauðsynlegt er að mennta fleiri rittúlka og það er nokkuð sem stjórnvöld þurfa að hlúa að og styðja samhliða lagasetningu í þágu heyrnarskertra þar sem um er að ræða brýnt jafnréttismál. RÚV flytur daglega fréttir á táknmáli sem eru jafnframt aðgengilegar á rúv.is. Endurbættur vefurinn lítur dagsins ljós á næstu vikum og þar verður meðal annars áhersla á að greina frá efni þátta í öllum miðlum RÚV svo aðgengi heyrnarskertra að útvarpsþáttum eykst. Þar er líka gott aðgengi að fréttum og fréttavakt allan sólarhringinn. Við erum því sammála Rannveigu sem segir að tæknin standi ekki lengur í vegi fyrir aðgengi heyrnarskertra að dagskrá Ríkisútvarpsins. Því má vera ljóst að Ríkisútvarpið fer að lögum um aðgengi að dagskrárefni. Okkur er mikið í mun að þjónusta RÚV sé öllum aðgengileg og leitum sífellt nýrra og betri leiða til að tryggja það. Nú stendur yfir stefnumótun um aðgengismál og unnið er að nýjum þjónustusamningi við mennta- og menningarmálaráðherra, því þótt þjónustan hafi tekið framförum, þá hefur starfsfólk RÚV metnað til að gera enn betur í náinni framtíð.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun