Hyggst fá verðlaun fyrir fegurstu lóðina Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. október 2014 09:00 Svona var umhorfs við Fiskikónginn í sumar en nú hefur draslið verið fjarlægt og eigandinn stefnir að því að lóðin verði valin fegursta fyrirtækjalóð borgarinnar. Vísir/Arnþór „Að okkar mati eru engin haldbær rök fyrir því að neita þessum framkvæmdum,“ segir Kristján Berg í Fiskikónginum, sem borgin hefur í annað sinn neitað um leyfi fyrir þaki yfir port við verslunina á Sogavegi 3. Ofangreind tilvitnun er úr greinargerð Kristjáns til borgarinnar. Þar rekur hann að miklar breytingar hafi orðið við Sogaveg 3 frá því húsið var byggt árið 1983; húsið hafi verið stækkað til austurs og vesturs, undir nýbyggingu sé kjallari og stórt port fyrir vörumóttöku sé nú við húsið. Það er einmitt yfir þetta port sem Kristján vill byggja. Ósk hans þar að lútandi var fyrst synjað af borgaryfirvöldum fyrir þremur mánuðum, meðal annars með vísan til nágranna sem höfðu áhyggjur af auknum umsvifum á staðnum. „Að sjálfsögðu er mikið rask þegar verið er að byggja hús og þá sérstaklega þegar versluninni hefur ekki verið lokað í eina einustu mínútu á meðan á öllu þessu stóð,“ rekur Kristján í nýju umsókninni og undirstrikar þar eftirfarandi: „Á meðan allt þjóðfélagið var á „hold“ þá var verið að stækka, byggja, breyta og bæta húsnæðið frá a til ö.“Kristján Berg.Við þetta bætir Kristján að peningar vaxi ekki á trjánum. Allur kraftur og peningar eigandans hafi farið í að láta húsnæðið standast kröfur. „Skiljum við gremju einhvers ef það hefur verið sjónrænt drasl á lóð Sogavegar 3 út af byggingarframkvæmdum,“ segir Kristján í greinargerðinni og tekur fram að allt sé nú komið í 100 prósent lag. Þá ítrekar Kristján að ekki standi til að auka umfang verslunarinnar. „Fyrst og fremst er þessi umsókn um bygginguna yfir portið til þess fallin að gera þetta að fallegu húsi sem getur sómt sér vel fyrir borgarbúa og íbúa hverfisins ásamt eiganda fyrirtækisins,“ segir Kristján sem kveður fiskverslunina eiga að vera til fyrirmyndar. Þá minnir Kristján á að fyrir um þremur áratugum hafi Sogavegur fengið verðlaun fyrir fallegustu fyrirtækjalóðina. Stefnan nú sé að fá slík verðlaun á næstu tveimur til þremur árum. Embætti skipulagsfulltrúa segist lýsa ánægju með bættan frágang lóðar Fiskikóngsins og umgengni um hana en synjar ósk Kristjáns. „Ekki er fallist á að framkomin séu rök fyrir breyttri afstöðu til umsóknarinnar enda hafa, eins og fram kemur í greinargerðinni, verið veitt nokkur leyfi fyrir þróun hússins á lóðinni undanfarin ár,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúans. Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
„Að okkar mati eru engin haldbær rök fyrir því að neita þessum framkvæmdum,“ segir Kristján Berg í Fiskikónginum, sem borgin hefur í annað sinn neitað um leyfi fyrir þaki yfir port við verslunina á Sogavegi 3. Ofangreind tilvitnun er úr greinargerð Kristjáns til borgarinnar. Þar rekur hann að miklar breytingar hafi orðið við Sogaveg 3 frá því húsið var byggt árið 1983; húsið hafi verið stækkað til austurs og vesturs, undir nýbyggingu sé kjallari og stórt port fyrir vörumóttöku sé nú við húsið. Það er einmitt yfir þetta port sem Kristján vill byggja. Ósk hans þar að lútandi var fyrst synjað af borgaryfirvöldum fyrir þremur mánuðum, meðal annars með vísan til nágranna sem höfðu áhyggjur af auknum umsvifum á staðnum. „Að sjálfsögðu er mikið rask þegar verið er að byggja hús og þá sérstaklega þegar versluninni hefur ekki verið lokað í eina einustu mínútu á meðan á öllu þessu stóð,“ rekur Kristján í nýju umsókninni og undirstrikar þar eftirfarandi: „Á meðan allt þjóðfélagið var á „hold“ þá var verið að stækka, byggja, breyta og bæta húsnæðið frá a til ö.“Kristján Berg.Við þetta bætir Kristján að peningar vaxi ekki á trjánum. Allur kraftur og peningar eigandans hafi farið í að láta húsnæðið standast kröfur. „Skiljum við gremju einhvers ef það hefur verið sjónrænt drasl á lóð Sogavegar 3 út af byggingarframkvæmdum,“ segir Kristján í greinargerðinni og tekur fram að allt sé nú komið í 100 prósent lag. Þá ítrekar Kristján að ekki standi til að auka umfang verslunarinnar. „Fyrst og fremst er þessi umsókn um bygginguna yfir portið til þess fallin að gera þetta að fallegu húsi sem getur sómt sér vel fyrir borgarbúa og íbúa hverfisins ásamt eiganda fyrirtækisins,“ segir Kristján sem kveður fiskverslunina eiga að vera til fyrirmyndar. Þá minnir Kristján á að fyrir um þremur áratugum hafi Sogavegur fengið verðlaun fyrir fallegustu fyrirtækjalóðina. Stefnan nú sé að fá slík verðlaun á næstu tveimur til þremur árum. Embætti skipulagsfulltrúa segist lýsa ánægju með bættan frágang lóðar Fiskikóngsins og umgengni um hana en synjar ósk Kristjáns. „Ekki er fallist á að framkomin séu rök fyrir breyttri afstöðu til umsóknarinnar enda hafa, eins og fram kemur í greinargerðinni, verið veitt nokkur leyfi fyrir þróun hússins á lóðinni undanfarin ár,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúans.
Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira