Veigar Páll: Hef heyrt að það sé sniðugt að byrja sem spilandi aðstoðarþjálfari Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. október 2014 07:00 Veigar Páll Gunnarson fagnar hér einu af sex mörkum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. Vísir/Andri Marinó „Það er tóm vitleysa að ég sé að fara að hætta í fótbolta,“ segir Íslandsmeistarinn Veigar Páll Gunnarsson um þann orðróm að hann ætli sér að leggja skóna á hilluna eftir ævintýratímabil Stjörnunnar í sumar. „Mér finnst ég eiga að minnsta kosti eitt gott ár inni og ég á tvö ár eftir af samningi mínum við Stjörnuna. Ég er nógu sprækur enn þá til þess að spila á næsta ári. Hungrið er enn til staðar og það gefur líka mikið hvað það er gaman og spennandi að vera í Stjörnunni þessa dagana. Ég vil vera hluti af þessu umhverfi áfram.“ Veigar segir að planið sé að klára þessi tvö ár sem hann á eftir og síðan fari skórnir væntanlega inn í bílskúr. Hann er að þjálfa 5. flokk karla hjá Stjörnunni og þjálfun er einmitt það sem Veigar ætlar að einbeita sér að í framtíðinni. „Ég kann mjög vel við að þjálfa guttana og planið er að gerast þjálfari þegar ferlinum lýkur,“ segir Veigar Páll sem er með B-þjálfaragráðu og er á leiðinni í fimmta stigið í næsta mánuði. „Planið er að vera kominn með full réttindi þegar knattspyrnuferlinum lýkur. Maður veit samt aldrei hvort maður verði spilandi aðstoðarþjálfari einhvers staðar. Ég hef heyrt að það sé sniðugt að byrja þannig. Þá lærir maður mikið og kemst almennilega inn í starfið. Vera til staðar. Smá svona Dean Martin-dæmi. Ég ætla nú ekki að spila jafn lengi og hann samt. Maðurinn er náttúrulega gerður úr einhverju efni sem kemur ekki frá þessari plánetu.“Veigar Páll Gunnarsson í leik á móti FH í sumar.Vísir/DaníelVeigar Páll segist alls ekki vera mettur þó svo hann sé búinn að vinna Íslandsmeistaratitilinn með uppeldisfélaginu. „Ég er alls ekki saddur og þetta ár er heldur betur til að byggja á. Svo er endalaust af frábærum, ungum mönnum hérna til þess að styðja við gamla manninn,“ segir Veigar léttur. „Það er eiginlega erfitt að lýsa því hvað það var gaman í sumar. Þegar ég kom heim var ég að vonast eftir því að það gæti orðið eitthvað í þessa átt. Að vera fyrirliði í æskufélaginu og lyfta Íslandsbikarnum var draumur fyrir mig," sagði Veigar Páll. „Þetta var magnað og verður seint toppað hjá hvaða félagi sem er. Við erum taplausir og alltaf vorum við litla liðið og enginn hafði þannig séð trú á okkur. Fórum líka langt í Evrópukeppni. Við töpuðum engum leik í venjulegum leiktíma. Þróttur vann okkur í framlengingu og það þurfti Inter til þess að vinna okkur í venjulegum leiktíma. Þetta er magnað.“ Stjörnumenn ætla að fylgja þessu frábæra sumri eftir og halda áfram að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. „Við búumst við styrkingu og það er stefnan. Ég veit ekki hvað við erum að spá í en auðvitað er talað um að Halldór Orri sé að koma heim. Ég ætla þá rétt að vona að hann komi til okkar. Ég held að hann vilji það líka.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
„Það er tóm vitleysa að ég sé að fara að hætta í fótbolta,“ segir Íslandsmeistarinn Veigar Páll Gunnarsson um þann orðróm að hann ætli sér að leggja skóna á hilluna eftir ævintýratímabil Stjörnunnar í sumar. „Mér finnst ég eiga að minnsta kosti eitt gott ár inni og ég á tvö ár eftir af samningi mínum við Stjörnuna. Ég er nógu sprækur enn þá til þess að spila á næsta ári. Hungrið er enn til staðar og það gefur líka mikið hvað það er gaman og spennandi að vera í Stjörnunni þessa dagana. Ég vil vera hluti af þessu umhverfi áfram.“ Veigar segir að planið sé að klára þessi tvö ár sem hann á eftir og síðan fari skórnir væntanlega inn í bílskúr. Hann er að þjálfa 5. flokk karla hjá Stjörnunni og þjálfun er einmitt það sem Veigar ætlar að einbeita sér að í framtíðinni. „Ég kann mjög vel við að þjálfa guttana og planið er að gerast þjálfari þegar ferlinum lýkur,“ segir Veigar Páll sem er með B-þjálfaragráðu og er á leiðinni í fimmta stigið í næsta mánuði. „Planið er að vera kominn með full réttindi þegar knattspyrnuferlinum lýkur. Maður veit samt aldrei hvort maður verði spilandi aðstoðarþjálfari einhvers staðar. Ég hef heyrt að það sé sniðugt að byrja þannig. Þá lærir maður mikið og kemst almennilega inn í starfið. Vera til staðar. Smá svona Dean Martin-dæmi. Ég ætla nú ekki að spila jafn lengi og hann samt. Maðurinn er náttúrulega gerður úr einhverju efni sem kemur ekki frá þessari plánetu.“Veigar Páll Gunnarsson í leik á móti FH í sumar.Vísir/DaníelVeigar Páll segist alls ekki vera mettur þó svo hann sé búinn að vinna Íslandsmeistaratitilinn með uppeldisfélaginu. „Ég er alls ekki saddur og þetta ár er heldur betur til að byggja á. Svo er endalaust af frábærum, ungum mönnum hérna til þess að styðja við gamla manninn,“ segir Veigar léttur. „Það er eiginlega erfitt að lýsa því hvað það var gaman í sumar. Þegar ég kom heim var ég að vonast eftir því að það gæti orðið eitthvað í þessa átt. Að vera fyrirliði í æskufélaginu og lyfta Íslandsbikarnum var draumur fyrir mig," sagði Veigar Páll. „Þetta var magnað og verður seint toppað hjá hvaða félagi sem er. Við erum taplausir og alltaf vorum við litla liðið og enginn hafði þannig séð trú á okkur. Fórum líka langt í Evrópukeppni. Við töpuðum engum leik í venjulegum leiktíma. Þróttur vann okkur í framlengingu og það þurfti Inter til þess að vinna okkur í venjulegum leiktíma. Þetta er magnað.“ Stjörnumenn ætla að fylgja þessu frábæra sumri eftir og halda áfram að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. „Við búumst við styrkingu og það er stefnan. Ég veit ekki hvað við erum að spá í en auðvitað er talað um að Halldór Orri sé að koma heim. Ég ætla þá rétt að vona að hann komi til okkar. Ég held að hann vilji það líka.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira