
Björgum því sem bjargað verður
Fyrirlestur Dr. Roberts Faulkner á málþingi Tónskóla Sigursveins í fyrri viku verður mér minnisstæður. Hann stýrir tónlistarskóla fyrir á annað þúsund nemendur í Ástralíu en er öllum hnútum kunnugur hér eftir áratuga störf í Hafralækjarskóla í Þingeyjarsveit. Skilaboð hans voru að tónlistarnám efli námsgetu og almenna samfélagslega virkni og vitund ungs fólks. Tónlistariðkun bæti fólk og færi þeim eiginleikann til að njóta vel mikilvægra lífsgæða, tónlistarinnar.
Verðmæt var framtíðarsýn Gylfa Þ. Gíslasonar sem í embætti menntamálaráðherra skapaði grunninn með lagasetningu að uppbyggingu núverandi kerfis um miðja síðustu öld. Tónlistarskólarnir hafa fært Íslendingum tónlistarlíf sem hefur gert mörgum lífið á þessari harðbýlu eyju þess virði að lifa því. Svo einfalt er málið í mínum huga.
Tónleikar íslenskra hljómsveita erlendis eru taldir í hundruðum og hafa tónlistarskólarnir sjálfir brotið múrana milli sígildrar tónlistar og hryntónlistar. Tvær sinfóníuhljómsveitir æskufólks starfa í Reykjavík og nýjustu landvinningar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Proms í haust sýna okkur hvert tónlistarlífið hér á landi er í raun komið. Árangurinn er frábær.
Rekstrarvandamál
Stórgallað samkomulag um fjármögnun framhaldsstigs í tónlistarnámi og framhalds- og miðstigsnámi í söng frá árinu 2011 hefur enn ekki verið endurskoðað frekar en gengið hafi verið frá nauðsynlegri lagasetningu varðandi starfsemi skólanna. Framlög ríkisins nægja ekki til að fjármagna kennsluna á þessum stigum og því hafa flest sveitarfélög á landinu brúað bilið; öll nema Reykjavík raunar. Ekki dugir að fækka nemendum því að þá lækkar framlag svokallaðs Jöfnunarsjóðs til skólanna og þar með eiga skólarnir ekki neitt frekar fyrir þeirri kennslu sem þeir veita. Fyrir vikið hefur fjárhagsleg staða tónlistarskólanna versnað til muna og glíma þeir allir við rekstrarvandamál. Sumir eru upp á lán komnir og með hliðsjón af árferðinu má í raun segja að þeir séu þegar gjaldþrota.
Útlit er fyrir að verkfall hefjist hjá Félagi tónlistarkennara í dag. Þótt fyrir að það hafi verið samkomulag um að laun tónlistarkennara fylgdu launaþróun annarra kennara í landinu eru tilboð samninganefnda langt undir samningum við aðra félaga í KÍ. Bregðist foreldrar tónlistarnemenda við með því að láta þá hætta í námi fer illa fyrir skólunum sem þegar eru í slæmri stöðu vegna gallaðs samkomulags um fjármögnun.
Það er ekki tónlistarkennslan sem er að hruni komin heldur er það bakhjarlinn að hinu öfluga kerfi sem bregst. Á sama tíma keppast stjórnmálamenn við að hæla því á uppskeruhátíð tónlistarskólanna „Nótunni“ í Hörpu, hinu glæsilega húsi tónlistarinnar. Hressileg var því áminning Faulkners og ekki síst hvatning, þar sem hann sagði: Það má aldrei leyfa stjórnmálamönnum að komast upp með að hlaða starfsemi lofsorði öðruvísi en fylgi gerðir í samræmi.
Ég krefst því þess af borgarstjóra og menntamálaráðherra að þeir leysi deiluna um fjármögnum skólanna. Ég krefst þess af sveitarfélögunum að samið verði við tónlistarkennara um sömu laun og kennarar fengu í Kennarasambandi Íslands. Ég krefst þess að bjargað verði kerfi sem skilar árangri.
Skoðun

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar