MP5 sögð öruggari en skammbyssa Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 23. október 2014 07:00 Lögreglumenn landsins hafa verið sendir á námskeið til að læra að fara með MP5-byssur. Fréttablaðið/Pjetur Öll lögregluembættin á landinu hafa sent lögregluþjóna sína á námskeið í notkun MP5-hríðskotabyssa. Námskeiðin hófust á æfingasvæði lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli í september og þeim lauk um miðjan október. Hvert námskeið stóð í tvo daga. Eins og komið hefur fram í fréttum gáfu Norðmenn lögreglunni 150 MP5-hríðskotabyssur sem eru enn sem komið er í umsjá Embættis ríkislögreglustjóra. Í framtíðinni er ætlunin að dreifa þeim til lögregluembætta landsins. Ekkert lögregluembættanna hefur þó enn sem komið er fengið byssurnar til afnota.Ásdís ármannsdóttir„Það hefur ekki verið tekin formleg ákvörðun um að fá MP5-hríðskotabyssur en í ljósi þess að MP5 er mun öruggara og betra vopn, komi til þess að beita þurfi skotvopnum, en Glock-skammbyssur þá er líkleg niðurstaða að embættið fari fram á að fá þær til afnota,“ segir Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Siglufirði, en hún er jafnframt æðsti yfirmaður lögreglunnar á Akureyri og Dalvík. Lögreglan í umdæmi lögreglustjórans á Akureyri er ekki með vopn í bílum sínum og Ásdís segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um að breyta því. „Nýir lögreglubílar munu þó verða útbúnir til slíks eftir því sem þeir verða endurnýjaðir,“ segir hún. Yfirmenn í lögreglunni sem Fréttablaðið hefur rætt við í Reykjavík, Húnavatnssýslum, Suðurnesjum, Árnessýslu og Borgarfirði segja að engin vopn sé að finna í lögreglubílum á vegum embætta þeirra. Ný umdæmaskipan lögreglustjóra og sýslumanna tekur gildi um áramót. Þá stækka lögregluembættin og þeim fækkar. „Þá er líklegt að menn setji ákveðnar reglur í hverju umdæmi um búnað bílanna og hvort vopn verði hluti af búnaðinum. Mér finnst líka líklegt að þegar nýir lögreglustjórar verða komnir til starfa verði tekin ákvörðun um hvort fengnar verði MP5-hríðskotabyssur eða ekki,“ segir Theodór Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi. Úlfar Lúðvíksson, sýslumaður á Vestfjörðum, hefur upplýst að lögreglan sé með vopn í bílum sínum en þar hefur ekki verið ákveðið hvort MP5 verði bætt í vopnasafnið. Á Austurlandi er lögreglan stundum með vopn í bílunum og stundum ekki, að sögn Jónasar Vilhelmssonar, yfirlögregluþjóns á Eskifirði.MP5 Byssurnar eru sagðar léttar og þægilegar í notkun.„Við eigum eftir að sjá hvort við höfum not fyrir MP5-byssur. Ákvörðun um það hefur ekki verið tekin,“ segir Jónas. „Því er haldið leyndu að lögreglan hafi eignast 150 nýjar byssur. Lögregla, utanríkisráðherra og innanríkisráðherra hefðu átt að senda frá sér tilkynningu og greina frá því að Norðmenn vilji gefa okkur vopn,“ segir Páll Valur Björnsson, starfandi formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Allsherjarnefnd kom saman á aukafundi í gær til að ræða vopnamál lögreglunnar. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn komu á fund nefndarinnar. Páll Björgvin segir að hefðu upplýsingarnar legið á borðinu frá upphafi hefðu menn getað rætt málið. „Hvers vegna þessi leyndarhyggja?“ spyr Páll Valur. Hann segir að það eina nýja sem hafi komið fram hafi verið aðkoma ráðherranna að málinu án þess að það kæmi fram í hverju hún væri fólgin. Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og vildi fá að vita hvenær ráðherra hefði vitað af tilboði Norðmanna, og jafnframt vildi blaðið fá að vita hver aðkoma hennar hefði verið að málinu. Hanna Birna neitaði viðtali eins og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Lögreglan upplýsti að Landhelgisgæslan hefði haft milligöngu í málinu. Þar fást heldur ekki svör. „Landhelgisgæslan hafði að beiðni lögreglunnar, milligöngu um að útvega lögreglunni búnað frá Norðmönnum og var það gert í samráði við þar til bær norsk og íslensk yfirvöld,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.13 til 14 skot á sekúndu Heckler & Koch MP5 er þýsk hríðskotabyssa sem fyrst var tekin í notkun hjá þýska hernum árið 1966. Til eru um 30 tegundir af MP5-byssum, til dæmis MP5 A5, MP5 K, MP5 SD3 og MP5 A4, en upprunalega tegundin er MP5 A1. MP5 sem íslenska lögreglan hefur fengið að gjöf er lýst sem lítilli og léttri byssu sem hafi lítinn slagkraft. Lengdin á MP-byssum er frá 48 upp í 60 sentímetra, misjafnt eftir gerðum. Skotin sem oftast eru notuð í byssuna eru 9×19 mm og komast yfirleitt 15-30 slík í magasínin. Skothraðinn er 400 metrar á sekúndu, eða 13 til 14 skot á sekúndu. Óhlaðin vegur MP-byssa um 2,5 kíló. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Öll lögregluembættin á landinu hafa sent lögregluþjóna sína á námskeið í notkun MP5-hríðskotabyssa. Námskeiðin hófust á æfingasvæði lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli í september og þeim lauk um miðjan október. Hvert námskeið stóð í tvo daga. Eins og komið hefur fram í fréttum gáfu Norðmenn lögreglunni 150 MP5-hríðskotabyssur sem eru enn sem komið er í umsjá Embættis ríkislögreglustjóra. Í framtíðinni er ætlunin að dreifa þeim til lögregluembætta landsins. Ekkert lögregluembættanna hefur þó enn sem komið er fengið byssurnar til afnota.Ásdís ármannsdóttir„Það hefur ekki verið tekin formleg ákvörðun um að fá MP5-hríðskotabyssur en í ljósi þess að MP5 er mun öruggara og betra vopn, komi til þess að beita þurfi skotvopnum, en Glock-skammbyssur þá er líkleg niðurstaða að embættið fari fram á að fá þær til afnota,“ segir Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Siglufirði, en hún er jafnframt æðsti yfirmaður lögreglunnar á Akureyri og Dalvík. Lögreglan í umdæmi lögreglustjórans á Akureyri er ekki með vopn í bílum sínum og Ásdís segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um að breyta því. „Nýir lögreglubílar munu þó verða útbúnir til slíks eftir því sem þeir verða endurnýjaðir,“ segir hún. Yfirmenn í lögreglunni sem Fréttablaðið hefur rætt við í Reykjavík, Húnavatnssýslum, Suðurnesjum, Árnessýslu og Borgarfirði segja að engin vopn sé að finna í lögreglubílum á vegum embætta þeirra. Ný umdæmaskipan lögreglustjóra og sýslumanna tekur gildi um áramót. Þá stækka lögregluembættin og þeim fækkar. „Þá er líklegt að menn setji ákveðnar reglur í hverju umdæmi um búnað bílanna og hvort vopn verði hluti af búnaðinum. Mér finnst líka líklegt að þegar nýir lögreglustjórar verða komnir til starfa verði tekin ákvörðun um hvort fengnar verði MP5-hríðskotabyssur eða ekki,“ segir Theodór Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi. Úlfar Lúðvíksson, sýslumaður á Vestfjörðum, hefur upplýst að lögreglan sé með vopn í bílum sínum en þar hefur ekki verið ákveðið hvort MP5 verði bætt í vopnasafnið. Á Austurlandi er lögreglan stundum með vopn í bílunum og stundum ekki, að sögn Jónasar Vilhelmssonar, yfirlögregluþjóns á Eskifirði.MP5 Byssurnar eru sagðar léttar og þægilegar í notkun.„Við eigum eftir að sjá hvort við höfum not fyrir MP5-byssur. Ákvörðun um það hefur ekki verið tekin,“ segir Jónas. „Því er haldið leyndu að lögreglan hafi eignast 150 nýjar byssur. Lögregla, utanríkisráðherra og innanríkisráðherra hefðu átt að senda frá sér tilkynningu og greina frá því að Norðmenn vilji gefa okkur vopn,“ segir Páll Valur Björnsson, starfandi formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Allsherjarnefnd kom saman á aukafundi í gær til að ræða vopnamál lögreglunnar. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn komu á fund nefndarinnar. Páll Björgvin segir að hefðu upplýsingarnar legið á borðinu frá upphafi hefðu menn getað rætt málið. „Hvers vegna þessi leyndarhyggja?“ spyr Páll Valur. Hann segir að það eina nýja sem hafi komið fram hafi verið aðkoma ráðherranna að málinu án þess að það kæmi fram í hverju hún væri fólgin. Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og vildi fá að vita hvenær ráðherra hefði vitað af tilboði Norðmanna, og jafnframt vildi blaðið fá að vita hver aðkoma hennar hefði verið að málinu. Hanna Birna neitaði viðtali eins og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Lögreglan upplýsti að Landhelgisgæslan hefði haft milligöngu í málinu. Þar fást heldur ekki svör. „Landhelgisgæslan hafði að beiðni lögreglunnar, milligöngu um að útvega lögreglunni búnað frá Norðmönnum og var það gert í samráði við þar til bær norsk og íslensk yfirvöld,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.13 til 14 skot á sekúndu Heckler & Koch MP5 er þýsk hríðskotabyssa sem fyrst var tekin í notkun hjá þýska hernum árið 1966. Til eru um 30 tegundir af MP5-byssum, til dæmis MP5 A5, MP5 K, MP5 SD3 og MP5 A4, en upprunalega tegundin er MP5 A1. MP5 sem íslenska lögreglan hefur fengið að gjöf er lýst sem lítilli og léttri byssu sem hafi lítinn slagkraft. Lengdin á MP-byssum er frá 48 upp í 60 sentímetra, misjafnt eftir gerðum. Skotin sem oftast eru notuð í byssuna eru 9×19 mm og komast yfirleitt 15-30 slík í magasínin. Skothraðinn er 400 metrar á sekúndu, eða 13 til 14 skot á sekúndu. Óhlaðin vegur MP-byssa um 2,5 kíló.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira