Lögreglan ætlar ekki að borga fyrir vopnin Haraldur Guðmundsson skrifar 24. október 2014 07:00 Samningur um kaupin var undirritaður 17. desember í fyrra. Vísir/GVA Landhelgisgæslan segist ekki hafa greitt fyrir þær 250 hríðskotabyssur sem norski herinn seldi stofnuninni í desember í fyrra og gerir ekki ráð fyrir að svo verði. Embættis- og ráðamenn hafa fullyrt að byssurnar hafi verið gjöf til Embættis ríkislögreglustjóra þrátt fyrir að Landhelgisgæslan hafi undirritað kaupsamning um að kaupa byssurnar fyrir jafnvirði 11,5 milljóna króna. „Ekki hafa farið fram greiðslur vegna umrædds búnaðar né hefur verið eftir þeim leitað og hefur Landhelgisgæslan ekki haft ástæðu til að ætla að öðruvísi verði farið með þetta mál en önnur samstarfsmál á þessum vettvangi,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Í tilkynningu Embættis ríkislögreglustjóra um málið segir að starfsmenn þess hafi fyrst heyrt af umræddum samningi síðastliðinn miðvikudag. Aldrei hafi staðið til að kaupa vopnin og að ekki standi til að taka við þeim fari svo að lögreglan þurfi að bera af því kostnað. Dag Rist Aamoth, upplýsingafulltrúi norska hersins, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að kaupsamningur hefði verið gerður. Aamoth segir byssurnar hafa verið fluttar með tómum skothylkjum hingað til lands stuttu eftir áramót. „Hið eina sem ég get staðfest er að þetta er upphæðin sem talað var um í samningnum,“ segir Aamoth. Landhelgisgæslan greiddi 625 þúsund norskar krónur, jafnvirði 11,5 milljóna íslenskra króna, fyrir byssurnar. Hver byssa kostaði því 46 þúsund krónur sem er samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins nálægt meðalverði fyrir notaðar MP5-byssur. Í tilkynningu ríkislögreglustjóra kemur fram að embættið búist við að fá 150 byssur. Samningurinn hljóðar, eins og áður segir, upp á 250 byssur. „Vopnin eru hjá Landhelgisgæslunni og hefur ríkislögreglustjóri hvorki tekið við þeim né samþykkt kaup á þeim.“ Dag Rist Aamoth sagðist ekki hafa upplýsingar um hversu gamlar byssurnar eru eða hvernig þær voru fluttar hingað til lands. Hann sagði skotvopn ekki hafa fylgt með í kaupunum en vildi ekki gefa upp hver hefði skrifað undir samninginn fyrir hönd Landhelgisgæslunnar. Ekki náðist í Jón F. Bjartmarz eða Georg Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Landhelgisgæslan segist ekki hafa greitt fyrir þær 250 hríðskotabyssur sem norski herinn seldi stofnuninni í desember í fyrra og gerir ekki ráð fyrir að svo verði. Embættis- og ráðamenn hafa fullyrt að byssurnar hafi verið gjöf til Embættis ríkislögreglustjóra þrátt fyrir að Landhelgisgæslan hafi undirritað kaupsamning um að kaupa byssurnar fyrir jafnvirði 11,5 milljóna króna. „Ekki hafa farið fram greiðslur vegna umrædds búnaðar né hefur verið eftir þeim leitað og hefur Landhelgisgæslan ekki haft ástæðu til að ætla að öðruvísi verði farið með þetta mál en önnur samstarfsmál á þessum vettvangi,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Í tilkynningu Embættis ríkislögreglustjóra um málið segir að starfsmenn þess hafi fyrst heyrt af umræddum samningi síðastliðinn miðvikudag. Aldrei hafi staðið til að kaupa vopnin og að ekki standi til að taka við þeim fari svo að lögreglan þurfi að bera af því kostnað. Dag Rist Aamoth, upplýsingafulltrúi norska hersins, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að kaupsamningur hefði verið gerður. Aamoth segir byssurnar hafa verið fluttar með tómum skothylkjum hingað til lands stuttu eftir áramót. „Hið eina sem ég get staðfest er að þetta er upphæðin sem talað var um í samningnum,“ segir Aamoth. Landhelgisgæslan greiddi 625 þúsund norskar krónur, jafnvirði 11,5 milljóna íslenskra króna, fyrir byssurnar. Hver byssa kostaði því 46 þúsund krónur sem er samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins nálægt meðalverði fyrir notaðar MP5-byssur. Í tilkynningu ríkislögreglustjóra kemur fram að embættið búist við að fá 150 byssur. Samningurinn hljóðar, eins og áður segir, upp á 250 byssur. „Vopnin eru hjá Landhelgisgæslunni og hefur ríkislögreglustjóri hvorki tekið við þeim né samþykkt kaup á þeim.“ Dag Rist Aamoth sagðist ekki hafa upplýsingar um hversu gamlar byssurnar eru eða hvernig þær voru fluttar hingað til lands. Hann sagði skotvopn ekki hafa fylgt með í kaupunum en vildi ekki gefa upp hver hefði skrifað undir samninginn fyrir hönd Landhelgisgæslunnar. Ekki náðist í Jón F. Bjartmarz eða Georg Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira