Óska eftir að opna hostel í JL-húsinu Gunnar Leó Pálsson skrifar 24. október 2014 08:00 Arnar Gunnlaugsson og félagar hans í einkahlutafélaginu JL Holding ehf. hafa óskað eftir því að opna hostel á tveimur efstu hæðum JL-hússins við Hringbraut. vísir/stefán Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, sem eru á meðal hluthafa í einkahlutafélaginu JL Holding ehf., hafa lagt inn umsókn til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar um að opna gistiheimili í JL-húsinu sögufræga sem stendur við Hringbraut í Reykjavík. Félagið hefur í hyggju að starfrækja gististað á tveimur efstu hæðunum í húsinu, fjórðu og fimmtu hæð. „Okkur langar mikið til að glæða þetta sögufræga hús smá lífi. Við teljum húsið henta mjög vel í slíka starfsemi. Húsið á mikla sögu og við erum alveg á því að það eigi að vera líf þarna,“ segir Arnar Gunnlaugsson. Sem stendur er umsókn þeirra félaga í ferli hjá Reykjavíkurborg og er ekki enn komið grænt ljós á framkvæmdirnar. „Við vonumst eftir því að umsóknin verði tekin til skoðunar á næstu vikum,“ bætir Arnar við. Í umsókninni er óskað eftir leyfi fyrir 185 gistirýmum eða rúmum, en JL Holding hefur átt fjórðu og fimmtu hæðina í húsinu í um það bil eitt ár. „Það er yfirleitt talað um rúm frekar en herbergi þegar talað er um hostel.“Arnar GunnlaugssonHerbergin verða misstór, allt frá einstaklingsherbergjum upp í tíu manna herbergi. Arnar segir Kex hostel hafi sett ákveðinn staðal hvað varðar gæði og stemningu en að þeir félagar ætli að gera sína eigin hluti og hafa sitt eigið konsept. „Við erum fullvissir um að okkar konsept og stemning eigi eftir að falla vel að ört stækkandi ferðamannamarkaði á Íslandi. Stemningin á Kexi er mjög skemmtileg og heillandi en okkur langar líka að búa til góða stemningu og ætlum okkur allavega ekki að verða síðri en Kex. Það er alveg rými fyrir nokkur góð hostel í viðbót í Reykjavík,“ útskýrir Arnar og bætir við; „Ég held að hinn almenni ferðamaður geri líka meiri kröfur í dag, hvort sem það er hostel eða hótel.“ Arnar segir það vel geta verið að þeir muni sækja um leyfi fyrir bar eða veitingastað seinna meir, en það sé ekki á döfinni núna. Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna, ReykjavíkurAkademían, var áður með aðstöðu sína á efstu tveimur hæðunum í húsinu. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Bankinn tekur höggið á sig af stórum hluta“ Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, sem eru á meðal hluthafa í einkahlutafélaginu JL Holding ehf., hafa lagt inn umsókn til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar um að opna gistiheimili í JL-húsinu sögufræga sem stendur við Hringbraut í Reykjavík. Félagið hefur í hyggju að starfrækja gististað á tveimur efstu hæðunum í húsinu, fjórðu og fimmtu hæð. „Okkur langar mikið til að glæða þetta sögufræga hús smá lífi. Við teljum húsið henta mjög vel í slíka starfsemi. Húsið á mikla sögu og við erum alveg á því að það eigi að vera líf þarna,“ segir Arnar Gunnlaugsson. Sem stendur er umsókn þeirra félaga í ferli hjá Reykjavíkurborg og er ekki enn komið grænt ljós á framkvæmdirnar. „Við vonumst eftir því að umsóknin verði tekin til skoðunar á næstu vikum,“ bætir Arnar við. Í umsókninni er óskað eftir leyfi fyrir 185 gistirýmum eða rúmum, en JL Holding hefur átt fjórðu og fimmtu hæðina í húsinu í um það bil eitt ár. „Það er yfirleitt talað um rúm frekar en herbergi þegar talað er um hostel.“Arnar GunnlaugssonHerbergin verða misstór, allt frá einstaklingsherbergjum upp í tíu manna herbergi. Arnar segir Kex hostel hafi sett ákveðinn staðal hvað varðar gæði og stemningu en að þeir félagar ætli að gera sína eigin hluti og hafa sitt eigið konsept. „Við erum fullvissir um að okkar konsept og stemning eigi eftir að falla vel að ört stækkandi ferðamannamarkaði á Íslandi. Stemningin á Kexi er mjög skemmtileg og heillandi en okkur langar líka að búa til góða stemningu og ætlum okkur allavega ekki að verða síðri en Kex. Það er alveg rými fyrir nokkur góð hostel í viðbót í Reykjavík,“ útskýrir Arnar og bætir við; „Ég held að hinn almenni ferðamaður geri líka meiri kröfur í dag, hvort sem það er hostel eða hótel.“ Arnar segir það vel geta verið að þeir muni sækja um leyfi fyrir bar eða veitingastað seinna meir, en það sé ekki á döfinni núna. Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna, ReykjavíkurAkademían, var áður með aðstöðu sína á efstu tveimur hæðunum í húsinu.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir „Bankinn tekur höggið á sig af stórum hluta“ Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira