Þekkir þú þín kjarnagildi? Edda Jónsdóttir og markþjálfi skrifa 27. október 2014 09:00 vísir/getty Það er tungunni tamast sem hjartanu er kærast, segir máltækið. Kjarnagildin okkar eiga samkvæmt því að endurspeglast í orðum okkar og verkum. Þegar við hittum fólk á förnum vegi, er gjarnan spurt: Er ekki alltaf nóg að gera? Það má því færa sterk rök fyrir því að kjarnagildi íslensku þjóðarinnar sé að hafa alltaf nóg að gera.Kjarnagildin þín Gildi hafa víða verið skilgreind á vettvangi fyrirtækja og stofnana. Gildin eiga að hjálpa starfsfólki að vinna að sameiginlegum markmiðum og framtíðarsýn. En þrátt fyrir að fólk starfi hjá fyrirtæki eða stofnun þar sem unnið er út frá gildum, er ekki þar með sagt að það sé meðvitað um eigin gildi. Gildin okkar endurspegla það sem skiptir okkur mestu máli. Að skilgreina sín persónulegu kjarnagildi er á við að hafa áttavita í vasanum sem er stilltur út frá eigin forgangsröðun í lífinu.Stilltu áttavitann þinn Ef þú átt erfitt með að taka ákvarðanir og standa með þeim eða finnst flókið að móta þér framtíðarsýn, þá er góð byrjun að skilgreina kjarnagildin þín. Sestu niður með blað og skriffæri og skrifaðu niður svör við eftirfarandi spurningum:1. Hvað veitir mér mesta hamingju?2. Hvað held ég mest upp á að gera?3. Á hvaða sviðum myndi ég aldrei sætta mig við málamiðlun? Svörin við þessum spurningum gefa þér sterkar vísbendingar um hver kjarnagildin þín eru. Næsta skref er að hlaða niður fríu smáforriti (e. app) sem heitir „Leadership and Values“. Forritið er frá Mobomo og var framleitt fyrir Concordia-háskólann. Með smáforritinu öðlastu tæki til að skilgreina kjarnagildin þín fimm með einföldum og fljótlegum hætti. Veltu því nú fyrir þér hvort gildin þín endurspeglist í orðum þínum og í lífi þínu almennt. Eru þau í samhljómi við gildi fyrirtækisins eða stofnunarinnar sem þú vinnur fyrir? Gangi ykkur vel,Edda Heilsa Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Það er tungunni tamast sem hjartanu er kærast, segir máltækið. Kjarnagildin okkar eiga samkvæmt því að endurspeglast í orðum okkar og verkum. Þegar við hittum fólk á förnum vegi, er gjarnan spurt: Er ekki alltaf nóg að gera? Það má því færa sterk rök fyrir því að kjarnagildi íslensku þjóðarinnar sé að hafa alltaf nóg að gera.Kjarnagildin þín Gildi hafa víða verið skilgreind á vettvangi fyrirtækja og stofnana. Gildin eiga að hjálpa starfsfólki að vinna að sameiginlegum markmiðum og framtíðarsýn. En þrátt fyrir að fólk starfi hjá fyrirtæki eða stofnun þar sem unnið er út frá gildum, er ekki þar með sagt að það sé meðvitað um eigin gildi. Gildin okkar endurspegla það sem skiptir okkur mestu máli. Að skilgreina sín persónulegu kjarnagildi er á við að hafa áttavita í vasanum sem er stilltur út frá eigin forgangsröðun í lífinu.Stilltu áttavitann þinn Ef þú átt erfitt með að taka ákvarðanir og standa með þeim eða finnst flókið að móta þér framtíðarsýn, þá er góð byrjun að skilgreina kjarnagildin þín. Sestu niður með blað og skriffæri og skrifaðu niður svör við eftirfarandi spurningum:1. Hvað veitir mér mesta hamingju?2. Hvað held ég mest upp á að gera?3. Á hvaða sviðum myndi ég aldrei sætta mig við málamiðlun? Svörin við þessum spurningum gefa þér sterkar vísbendingar um hver kjarnagildin þín eru. Næsta skref er að hlaða niður fríu smáforriti (e. app) sem heitir „Leadership and Values“. Forritið er frá Mobomo og var framleitt fyrir Concordia-háskólann. Með smáforritinu öðlastu tæki til að skilgreina kjarnagildin þín fimm með einföldum og fljótlegum hætti. Veltu því nú fyrir þér hvort gildin þín endurspeglist í orðum þínum og í lífi þínu almennt. Eru þau í samhljómi við gildi fyrirtækisins eða stofnunarinnar sem þú vinnur fyrir? Gangi ykkur vel,Edda
Heilsa Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira