Innlent

Bilaður gasmælir pípir þótt mengun hverfi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Almannavarnarnefnd Hornafjarðar rkom saman vegna gasmengunar í gær.
Almannavarnarnefnd Hornafjarðar rkom saman vegna gasmengunar í gær. Fréttablaðið/Gunnþóra
Almannavarnanefnd Hornafjarðar segir gasmæli á Höfn vera vanstilltan. „Alla vega er hann ekki að hætta að pípa þó mengunarmælir sýni enga mengun,“ bókaði nefndin sem fundaði í gær og ræddi um gasmengunina sem legið hafði yfir Hornafirði undanfarna daga.

Von mun vera á fulltrúa Umhverfisstofnunar til að stilla áðurnefndan mæli í næstu viku. Einnig kom fram að misbrestur hafi verið á SMS-boðunum vegna mengunarinnar síðasta þriðjudagsmorgun og að engin SMS-boð á hafi borist á miðvikudag þótt hærri gildi hafi mælst þann morgun.

Ákveðið var að setja tengil á mæli á vef Veðurstofu Íslands inn á heimasíðu Hornafjarðar og koma tenglinum á framfæri við starfsfólk sveitarfélagins og foreldra. „Ljóst er að nauðsynlegt er að vera með fleiri mæla í sveitarfélaginu vegna landfræðilegra aðstæðna,“ segir almannavarnarnefndin.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×