Fatlaður komst ekki á mynd um fatlaða Viktoría Hermannsdóttir skrifar 28. október 2014 07:00 Guðjón er í þungum stól og segir það niðurlægjandi að halda hafi átt á honum inn í bíósalinn. Fréttablaðið/Ernir Myndin Samsuða, sem fjallar um samstarf átta fatlaðra og ófatlaðra listamanna, var frumsýnd í Bíói Paradís á föstudaginn. Fatlaður sýningargestur komst ekki á sýninguna þar sem aðgengi fyrir fatlaða í hjólastól er verulega ábótavant inn í bíósalina. Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, ætlaði að fara á sýninguna en varð að hætta við þar sem hann sá fram á það að komast ekki inn í salinn. „Ég var klár að leggja af stað á frumsýninguna sem fulltrúi eins styrktaraðila myndarinnar þegar ég fékk hringingu og mér var sagt að þeir ætluðu að bera þá sem væru í hjólastól inn í salinn. Ég vissi að þeir gætu ekki borið mig inn, stóllinn einn og sér er 175 kíló og ég yfir 100 kíló. Auk þess sem það er bara niðurlægjandi að láta bera sig inn,“ segir Guðjón sem var svekktur enda hafði hann hlakkað til að sjá myndina. Þarna sé um að ræða klára mismunun fyrir fatlaða.Íris Stefanía segir starfsfólk Bíó Paradísar hafa fullvissað sig um það að þeir sem væru í hjólastól kæmust inn í salinn.Íris Stefanía Skúladóttir, höfundur myndarinnar sem frumsýnd var, segist hafa verið fullvissuð um það fyrir sýninguna af starfsmönnum kvikmyndahússins, að þeir sem væru í hjólastól kæmust inn í bíósalinn. Rétt fyrir sýningu komst hún hins vegar að því að lausnin sem þeir hefðu til að koma fólki inn væri að bera það inn í salinn. „Það er bara niðurlægjandi. Fólk kann ekkert sérstaklega vel við að láta bera sig hvort sem það er í hjólastól eða ekki. Ég var búin að hafa samband við þau til þess að spyrja um þetta og var þá sagt að aðgengi væri ábótavant en þetta myndi reddast. Ég fékk loðin svör en var sagt að það hefði aldrei neinum fötluðum verið vísað frá. Þess vegna stóð ég í þeirri trú að það yrði leigður rampur eða eitthvað slíkt,“ segir Íris. „Ég komst sem betur fer að þessu áður en hann var kominn niður eftir og hringdi samstundis í Guðjón til að láta hann vita svo hann gæti gert upp hug sinn í friði um það hvort hann myndi vilja vera borinn inn í salinn eða ekki.“ Bíó Paradís er styrkt af Reykjavíkurborg og áður hefur verið fjallað um lélegt hjólastólaaðgengi þar. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í september að aðgengið væri lélegt og úrbætur strönduðu á fjármagni. Að sögn Ragnheiðar Pálsdóttur, starfandi framkvæmdastjóra Bíós Paradísar, hefur það fjármagn ekki fengist. Þó sé unnið að úrbótum. „Því miður er þetta ekki nógu gott hjá okkur vegna þess að þetta kostar peninga sem við eigum ekki til. Staðan er núna þannig að við eigum einn ramp inni í geymslu sem starfsfólkið vissi ekki af og það er verið að vinna að því að kaupa annan. Þetta er ömurlegt en við erum að vinna í þessu og safna fyrir þessu,“ segir Ragnheiður. Tengdar fréttir Þurfa tvær milljónir í bætt aðgengi Sótt hefur verið um tveggja milljóna króna styrk til að bæta aðgengi að Bíó Paradís fyrir fatlaða. Endurbætur voru gerðar á hljóð- og myndkerfi bíósins á síðasta ári fyrir 47 milljónir króna án aðkomu Reykjavíkurborgar. 3. september 2014 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Myndin Samsuða, sem fjallar um samstarf átta fatlaðra og ófatlaðra listamanna, var frumsýnd í Bíói Paradís á föstudaginn. Fatlaður sýningargestur komst ekki á sýninguna þar sem aðgengi fyrir fatlaða í hjólastól er verulega ábótavant inn í bíósalina. Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, ætlaði að fara á sýninguna en varð að hætta við þar sem hann sá fram á það að komast ekki inn í salinn. „Ég var klár að leggja af stað á frumsýninguna sem fulltrúi eins styrktaraðila myndarinnar þegar ég fékk hringingu og mér var sagt að þeir ætluðu að bera þá sem væru í hjólastól inn í salinn. Ég vissi að þeir gætu ekki borið mig inn, stóllinn einn og sér er 175 kíló og ég yfir 100 kíló. Auk þess sem það er bara niðurlægjandi að láta bera sig inn,“ segir Guðjón sem var svekktur enda hafði hann hlakkað til að sjá myndina. Þarna sé um að ræða klára mismunun fyrir fatlaða.Íris Stefanía segir starfsfólk Bíó Paradísar hafa fullvissað sig um það að þeir sem væru í hjólastól kæmust inn í salinn.Íris Stefanía Skúladóttir, höfundur myndarinnar sem frumsýnd var, segist hafa verið fullvissuð um það fyrir sýninguna af starfsmönnum kvikmyndahússins, að þeir sem væru í hjólastól kæmust inn í bíósalinn. Rétt fyrir sýningu komst hún hins vegar að því að lausnin sem þeir hefðu til að koma fólki inn væri að bera það inn í salinn. „Það er bara niðurlægjandi. Fólk kann ekkert sérstaklega vel við að láta bera sig hvort sem það er í hjólastól eða ekki. Ég var búin að hafa samband við þau til þess að spyrja um þetta og var þá sagt að aðgengi væri ábótavant en þetta myndi reddast. Ég fékk loðin svör en var sagt að það hefði aldrei neinum fötluðum verið vísað frá. Þess vegna stóð ég í þeirri trú að það yrði leigður rampur eða eitthvað slíkt,“ segir Íris. „Ég komst sem betur fer að þessu áður en hann var kominn niður eftir og hringdi samstundis í Guðjón til að láta hann vita svo hann gæti gert upp hug sinn í friði um það hvort hann myndi vilja vera borinn inn í salinn eða ekki.“ Bíó Paradís er styrkt af Reykjavíkurborg og áður hefur verið fjallað um lélegt hjólastólaaðgengi þar. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í september að aðgengið væri lélegt og úrbætur strönduðu á fjármagni. Að sögn Ragnheiðar Pálsdóttur, starfandi framkvæmdastjóra Bíós Paradísar, hefur það fjármagn ekki fengist. Þó sé unnið að úrbótum. „Því miður er þetta ekki nógu gott hjá okkur vegna þess að þetta kostar peninga sem við eigum ekki til. Staðan er núna þannig að við eigum einn ramp inni í geymslu sem starfsfólkið vissi ekki af og það er verið að vinna að því að kaupa annan. Þetta er ömurlegt en við erum að vinna í þessu og safna fyrir þessu,“ segir Ragnheiður.
Tengdar fréttir Þurfa tvær milljónir í bætt aðgengi Sótt hefur verið um tveggja milljóna króna styrk til að bæta aðgengi að Bíó Paradís fyrir fatlaða. Endurbætur voru gerðar á hljóð- og myndkerfi bíósins á síðasta ári fyrir 47 milljónir króna án aðkomu Reykjavíkurborgar. 3. september 2014 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Þurfa tvær milljónir í bætt aðgengi Sótt hefur verið um tveggja milljóna króna styrk til að bæta aðgengi að Bíó Paradís fyrir fatlaða. Endurbætur voru gerðar á hljóð- og myndkerfi bíósins á síðasta ári fyrir 47 milljónir króna án aðkomu Reykjavíkurborgar. 3. september 2014 07:00