Utan vallar: Þetta er ekkert grín Guðjón Guðmundsson skrifar 29. október 2014 06:30 Íslenska landsliðið í handbolta mætir í kvöld Ísraelsmönnum í undankeppni EM 2016 og á sunnudag mætir liðið Svartfellingum, en lokakeppni Evrópumótsins fer fram í Póllandi 2016. Í annað sinn frá árinu 2000 náði Ísland ekki að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins, sem fram fer í Katar í janúar. Strákarnir töpuðu fyrir Bosníu í umspili í sumar, en það virtist enginn sjá fyrir. Leikirnir við Bosníu hafa aldrei verið gerðir upp, en í upphafi skyldi endinn skoða. Undirbúningur fyrir leikina gegn Bosníumönnum var í skötulíki, jafnvel þótt íslenska liðið hafi leikið vináttuleiki gegn Austurríki og síðan Portúgal hér heima. Leikirnir gegn Portúgal voru líklega tímaskekkja, en leikmenn Íslands mættu örþreyttir í það verkefni eftir að hafa verið undir álagi með félagsliðum sínum víða um Evrópu. Steininn tók hins vegar úr á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Bosníu þar sem kunnur grínari úr sjónvarpinu hélt uppi stuðinu á fundinum fyrir einn mikilvægasta landsleik liðsins síðustu ár.Blaðamenn horfðu forviða á skemmtikraftinn láta vaða á súðum og svo virtist sem þjálfarar íslenska landsliðsins hefðu ekki haft hugmynd um uppákomuna. Blaðamenn sem voru á fundinum voru orðlausir en höfðu hins vegar ekki vit á því að standa upp, þakka fyrir sig og ganga út. Það er góðra gjalda vert að auka útbreiðslu handboltans og vekja áhuga á liðinu með ýmsum hætti, en þegar svona leikir bíða er slíkt ótækt. Það er tími og staður fyrir sprell og að sama skapi tími og staður fyrir alvöruna. Íslenska landsliðið í handbolta hefur verið aðalsmerki íslenskra íþróttakappliða í rúman áratug. Árangur liðsins hefur verið magnaður og leikmenn íslenska liðsins nánast þjóðareign. Tapið fyrir Bosníu var ekki leikmönnunum einum að kenna, heldur klikkaði allt í tengslum við rítúalið í kringum leikinn. Slík mistök má ekki gera aftur. Leikmenn Íslands ætla sér í lokakeppni EM í Póllandi. Leikmenn þess í dag eru margir hverjir í betra formi en oftast áður. Ætti því að vera hvatning fyrir þá sem standa á þröskuldinum og bíða þess að fá tækifæri. Ég er sannfærður um að íslenska landsliðið kemur tvíeflt til baka. Það þarf ekki bara stuðning frá HSÍ heldur þinn stuðning. Vegna þess að án áhorfenda gerir íslenska landsliðið ekkert á heimavelli. Það yrði sannarlega áfall ef Íslandi kæmist ekki í lokakeppnina í Póllandi, en ég er sannfærður um að það tekst. Það gerist samt ekki af sjálfu sér. Eins og kom fram í spjalli mínu við Guðjón Val Sigurðsson, fyrirliða landsliðsins, í vikunni, þá vita strákarnir mæta vel að þeir brugðust. Ekki bara þjóðinni heldur fyrst og fremst sjálfum sér. Þeir eru hungraðir, og ef þig langar að sjá þetta frábæra lið svara fyrir sig, þá verður þú í Höllinni í kvöld. Strákarnir hafa fyrir löngu unnið sér inn þinn stuðning. Handbolti Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta mætir í kvöld Ísraelsmönnum í undankeppni EM 2016 og á sunnudag mætir liðið Svartfellingum, en lokakeppni Evrópumótsins fer fram í Póllandi 2016. Í annað sinn frá árinu 2000 náði Ísland ekki að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins, sem fram fer í Katar í janúar. Strákarnir töpuðu fyrir Bosníu í umspili í sumar, en það virtist enginn sjá fyrir. Leikirnir við Bosníu hafa aldrei verið gerðir upp, en í upphafi skyldi endinn skoða. Undirbúningur fyrir leikina gegn Bosníumönnum var í skötulíki, jafnvel þótt íslenska liðið hafi leikið vináttuleiki gegn Austurríki og síðan Portúgal hér heima. Leikirnir gegn Portúgal voru líklega tímaskekkja, en leikmenn Íslands mættu örþreyttir í það verkefni eftir að hafa verið undir álagi með félagsliðum sínum víða um Evrópu. Steininn tók hins vegar úr á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Bosníu þar sem kunnur grínari úr sjónvarpinu hélt uppi stuðinu á fundinum fyrir einn mikilvægasta landsleik liðsins síðustu ár.Blaðamenn horfðu forviða á skemmtikraftinn láta vaða á súðum og svo virtist sem þjálfarar íslenska landsliðsins hefðu ekki haft hugmynd um uppákomuna. Blaðamenn sem voru á fundinum voru orðlausir en höfðu hins vegar ekki vit á því að standa upp, þakka fyrir sig og ganga út. Það er góðra gjalda vert að auka útbreiðslu handboltans og vekja áhuga á liðinu með ýmsum hætti, en þegar svona leikir bíða er slíkt ótækt. Það er tími og staður fyrir sprell og að sama skapi tími og staður fyrir alvöruna. Íslenska landsliðið í handbolta hefur verið aðalsmerki íslenskra íþróttakappliða í rúman áratug. Árangur liðsins hefur verið magnaður og leikmenn íslenska liðsins nánast þjóðareign. Tapið fyrir Bosníu var ekki leikmönnunum einum að kenna, heldur klikkaði allt í tengslum við rítúalið í kringum leikinn. Slík mistök má ekki gera aftur. Leikmenn Íslands ætla sér í lokakeppni EM í Póllandi. Leikmenn þess í dag eru margir hverjir í betra formi en oftast áður. Ætti því að vera hvatning fyrir þá sem standa á þröskuldinum og bíða þess að fá tækifæri. Ég er sannfærður um að íslenska landsliðið kemur tvíeflt til baka. Það þarf ekki bara stuðning frá HSÍ heldur þinn stuðning. Vegna þess að án áhorfenda gerir íslenska landsliðið ekkert á heimavelli. Það yrði sannarlega áfall ef Íslandi kæmist ekki í lokakeppnina í Póllandi, en ég er sannfærður um að það tekst. Það gerist samt ekki af sjálfu sér. Eins og kom fram í spjalli mínu við Guðjón Val Sigurðsson, fyrirliða landsliðsins, í vikunni, þá vita strákarnir mæta vel að þeir brugðust. Ekki bara þjóðinni heldur fyrst og fremst sjálfum sér. Þeir eru hungraðir, og ef þig langar að sjá þetta frábæra lið svara fyrir sig, þá verður þú í Höllinni í kvöld. Strákarnir hafa fyrir löngu unnið sér inn þinn stuðning.
Handbolti Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira