Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu Viktoría Hermannsdóttir skrifar 31. október 2014 09:00 Rúnar Vilhjálmsson Menntun Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna þar sem ákvörðun verður tekin um það hvort farið verður í verkfall 1.-15. desember næstkomandi. Verði af verkfallinu þýðir það að um helmingur jólaprófa við háskóla landsins frestast. „Við höfum margóskað eftir formlegum viðbrögðum við viðsemjendur okkar en ekki fengið nein viðbrögð hingað til. Prófessorar eru mjög langþreyttir til vandræða og tregir til þess að grípa til aðgerða en meðal okkar félagsmanna er þolinmæðin þrotin,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður félags prófessora. Í félaginu eru allir prófessorar við ríkisháskólana á Íslandi sem eru allir háskólar utan Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Bifröst og Listaháskóla Íslands. Verði af verkfallinu þýðir það að öll námskeið sem prófessorar hafa umsjón með frestast eða falla niður. Rúnar segir að þá myndi um helmingur prófa falla niður.Hann segir laun prófessora vera komin langt niður fyrir laun kollega þeirra í nágrannalöndunum. „Sem dæmi þá eru prófessorar á Íslandi með 60 prósent af launum danskra prófessora og það þá að teknu tilliti til verðlags í löndunum. Kaupmáttur prófessora hefur rýrnað um 16-17 prósent frá 2008,“ segir hann. Félagið gerði skoðanakönnun meðal félagsmanna um það hvort þeir vildu grípa til þessa ráðs. Niðurstöðurnar sýndu að 83 prósent vildu fara verkfallsleiðina og því líklegt að niðurstaðan verði sú að gripið verði til verkfalls náist ekki að semja fyrir 1. desember. Ísak RúnarssonÍsak Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir það alvarlega stöðu verði af verkfallinu. „Það liggur fyrir að ef af þessu verður þá er þetta ömurlegt ástand fyrir nemendur og ekki boðlegt. Það myndi til dæmis hafa þau áhrif að námslán yrðu ekki greidd út, ég veit ekki hvernig fólk á þá að sjá fyrir sér því margir treysta á námslánin. Fólk sem er til dæmis með börn á sínu framfæri. Þetta skapar líka óvissu sem getur valdið kvíða sem aftur getur haft áhrif á námið,“ segir Ísak. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Menntun Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna þar sem ákvörðun verður tekin um það hvort farið verður í verkfall 1.-15. desember næstkomandi. Verði af verkfallinu þýðir það að um helmingur jólaprófa við háskóla landsins frestast. „Við höfum margóskað eftir formlegum viðbrögðum við viðsemjendur okkar en ekki fengið nein viðbrögð hingað til. Prófessorar eru mjög langþreyttir til vandræða og tregir til þess að grípa til aðgerða en meðal okkar félagsmanna er þolinmæðin þrotin,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður félags prófessora. Í félaginu eru allir prófessorar við ríkisháskólana á Íslandi sem eru allir háskólar utan Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Bifröst og Listaháskóla Íslands. Verði af verkfallinu þýðir það að öll námskeið sem prófessorar hafa umsjón með frestast eða falla niður. Rúnar segir að þá myndi um helmingur prófa falla niður.Hann segir laun prófessora vera komin langt niður fyrir laun kollega þeirra í nágrannalöndunum. „Sem dæmi þá eru prófessorar á Íslandi með 60 prósent af launum danskra prófessora og það þá að teknu tilliti til verðlags í löndunum. Kaupmáttur prófessora hefur rýrnað um 16-17 prósent frá 2008,“ segir hann. Félagið gerði skoðanakönnun meðal félagsmanna um það hvort þeir vildu grípa til þessa ráðs. Niðurstöðurnar sýndu að 83 prósent vildu fara verkfallsleiðina og því líklegt að niðurstaðan verði sú að gripið verði til verkfalls náist ekki að semja fyrir 1. desember. Ísak RúnarssonÍsak Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir það alvarlega stöðu verði af verkfallinu. „Það liggur fyrir að ef af þessu verður þá er þetta ömurlegt ástand fyrir nemendur og ekki boðlegt. Það myndi til dæmis hafa þau áhrif að námslán yrðu ekki greidd út, ég veit ekki hvernig fólk á þá að sjá fyrir sér því margir treysta á námslánin. Fólk sem er til dæmis með börn á sínu framfæri. Þetta skapar líka óvissu sem getur valdið kvíða sem aftur getur haft áhrif á námið,“ segir Ísak.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira