Laugardalshöllin ræður ekki við kröfurnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. október 2014 07:00 Leikvöllurinn í Laugardalshöll var færður 80 cm frá áhorfendum af öryggisástæðum, en það skapaði bara vandamál hinum megin. Fréttablaðið/Vilhelm Þótt allt hafi gengið upp innan vallar í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið þegar strákarnir okkar rúlluðu yfir Ísrael í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2016 í handbolta þá var gleðin ekki jafn mikil utan vallar. Eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins hafði út á ýmislegt að setja, t.a.m. klukkuna í Höllinni sem hikstaði öðrum megin og þrengsli þeim megin sem heiðursstúkan er. „Það er bara hægt að setja númerin 4-15 á klukkuna sem hentar engan veginn fyrir handbolta og svo stoppaði hún nokkrum sinnum en hélt svo áfram. Hún fékk algjöra falleinkunn,“ segir Róbert Geir Gíslason, mótastjóri HSÍ, við Fréttablaðið. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir sambandið hafa beðið eftirlitsmanninn um að taka út húsið til að vita hvað þurfi að laga. „Höllin er bara barn síns tíma. Það eru orðnar meiri kröfur í kringum alþjóðlega leiki sem húsið ræður ekki við.“ Áður hafði verið kvartað yfir því að leikvöllurinn væri of nálægt áhorfendapöllunum í stóru stúkunni og þurfti því að færa völlinn um 80 cm til suðurs. Var það gert til að tryggja öryggi áhorfenda þannig að hægt sé að rýma húsið fljótlega komi eitthvað upp á. „Það var eitthvað sem við réðum ekkert. En þegar það vandamál var leyst varð til annað hinum megin þar sem það voru alltof mikil þrengsli í kringum heiðursstúkuna og sætin á vængjunum. Við vorum að sjá leik núna í fyrsta skipti eftir að völlurinn var færður og þetta var niðurstaðan. Svona er bara staðan á þessu húsi; það uppfyllir ekki nútímastaðla,“ segir Einar. Róbert Geir sagði við Vísi að HSÍ mætti búast við skýrslu frá eftirlitsmanni sem hann er nú búinn að skila inn til EHF, en hvort sektir fylgi eða önnur refsing á eftir að koma í ljós. Á dögunum var haldið glæsilegt Evrópumót í hópfimleikum í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum þar sem leigð var stúka sem myndaði flottan keppnisvöll. Þetta er eitthvað sem HSÍ var að spá í fyrir nokkrum árum. „Við fórum í svona hönnun í Egilshöll í kringum 2008. Það sorglegasta við frjálsíþróttahöllina er bara lofthæðin. Hún er ekki nema níu metrar sem sleppur í handbolta, en minni má hún ekki vera. Þetta leit mjög vel út og umgjörðin var flott. Menn þurfa því að spyrja sig ýmissa spurninga eftir þetta,“ segir Einar. Komið hefur til tals að stúkan verði eftir hér á landi en HSÍ hefur að minnsta kosti ekki tekið þátt í þeim umræðum. „Ef þú myndir leigja svona stúku sex sinnum held ég það borgi sig að kaupa hana. Það er mikill kostnaður í kringum svona stúku. En það er líka mikill kostnaður að setja hana upp fyrir svona leik eins og gegn Ísrael. Þetta hefði verið hægt fyrir leiki eins og gegn Svíum hér um árið og fleiri leiki þegar hefði verið hægt að fylla Höllina oft,“ segir Einar. Handbolti Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Þótt allt hafi gengið upp innan vallar í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið þegar strákarnir okkar rúlluðu yfir Ísrael í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2016 í handbolta þá var gleðin ekki jafn mikil utan vallar. Eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins hafði út á ýmislegt að setja, t.a.m. klukkuna í Höllinni sem hikstaði öðrum megin og þrengsli þeim megin sem heiðursstúkan er. „Það er bara hægt að setja númerin 4-15 á klukkuna sem hentar engan veginn fyrir handbolta og svo stoppaði hún nokkrum sinnum en hélt svo áfram. Hún fékk algjöra falleinkunn,“ segir Róbert Geir Gíslason, mótastjóri HSÍ, við Fréttablaðið. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir sambandið hafa beðið eftirlitsmanninn um að taka út húsið til að vita hvað þurfi að laga. „Höllin er bara barn síns tíma. Það eru orðnar meiri kröfur í kringum alþjóðlega leiki sem húsið ræður ekki við.“ Áður hafði verið kvartað yfir því að leikvöllurinn væri of nálægt áhorfendapöllunum í stóru stúkunni og þurfti því að færa völlinn um 80 cm til suðurs. Var það gert til að tryggja öryggi áhorfenda þannig að hægt sé að rýma húsið fljótlega komi eitthvað upp á. „Það var eitthvað sem við réðum ekkert. En þegar það vandamál var leyst varð til annað hinum megin þar sem það voru alltof mikil þrengsli í kringum heiðursstúkuna og sætin á vængjunum. Við vorum að sjá leik núna í fyrsta skipti eftir að völlurinn var færður og þetta var niðurstaðan. Svona er bara staðan á þessu húsi; það uppfyllir ekki nútímastaðla,“ segir Einar. Róbert Geir sagði við Vísi að HSÍ mætti búast við skýrslu frá eftirlitsmanni sem hann er nú búinn að skila inn til EHF, en hvort sektir fylgi eða önnur refsing á eftir að koma í ljós. Á dögunum var haldið glæsilegt Evrópumót í hópfimleikum í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum þar sem leigð var stúka sem myndaði flottan keppnisvöll. Þetta er eitthvað sem HSÍ var að spá í fyrir nokkrum árum. „Við fórum í svona hönnun í Egilshöll í kringum 2008. Það sorglegasta við frjálsíþróttahöllina er bara lofthæðin. Hún er ekki nema níu metrar sem sleppur í handbolta, en minni má hún ekki vera. Þetta leit mjög vel út og umgjörðin var flott. Menn þurfa því að spyrja sig ýmissa spurninga eftir þetta,“ segir Einar. Komið hefur til tals að stúkan verði eftir hér á landi en HSÍ hefur að minnsta kosti ekki tekið þátt í þeim umræðum. „Ef þú myndir leigja svona stúku sex sinnum held ég það borgi sig að kaupa hana. Það er mikill kostnaður í kringum svona stúku. En það er líka mikill kostnaður að setja hana upp fyrir svona leik eins og gegn Ísrael. Þetta hefði verið hægt fyrir leiki eins og gegn Svíum hér um árið og fleiri leiki þegar hefði verið hægt að fylla Höllina oft,“ segir Einar.
Handbolti Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira