Hver vissi hvað? Ragnar Hall og Helgi Sigurðsson skrifar 31. október 2014 07:00 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings hf., hefur í tveimur blaðagreinum fyrir skömmu rakið framgang lánveitingar Seðlabankans til Kaupþings 6. október 2008. Á þeim tíma lánaði Seðlabankinn Kaupþingi 500 milljón evrur, um það bil helming gjaldeyrisvarasjóðs Íslands, gegn vilyrði um veð í hlutabréfum bankans í dönskum banka að sögn forstjórans. Útborgun lánsins fór fram eftir hádegið þennan dag, en flýtirinn var svo mikill að ekki vannst tími til að ganga frá formlegum lánssamningi. Lánið var veitt í þeirri sælu trú að Kaupþing mundi trúlega lifa af þær hremmingar sem þá hrjáðu fjármálamarkaði heimsins – annars hefði lánið að sjálfsögðu ekki verið veitt. Upplýst hefur verið að bankastjórn Seðlabankans tók ákvörðun um lánveitinguna að höfðu samráði við þáverandi forsætisráðherra, sem í sjónvarpsútsendingu til landsmanna síðar sama dag bað guð að blessa Ísland. Að kvöldi þessa dags var svo frumvarp til svokallaðra neyðarlaga tekið til meðferðar á Alþingi og samþykkt með hraði. Undirritaðir telja útilokað annað en að forsætisráðherrann hafi vitað um undirbúning þeirrar lagasetningar þegar ákvörðun var tekin um lánveitinguna. Afar líklegt verður að telja að formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi einnig vitað um þetta á þeim tíma. Með neyðarlögunum voru bankainnstæður gerðar að forgangskröfum við skipti, en fram að þeim tíma voru þær almennar kröfur. Slík röskun á hagsmunum kröfuhafa bankanna hlaut að leiða til gjaldfellingar lánasamninga erlendra lánastofnana, en ljóst var að enginn íslensku viðskiptabankanna gæti staðið slíkt af sér. Setning neyðarlaganna leiddi þess vegna til þess að lánið sem Kaupþingi var veitt 6. október 2008, helmingur gjaldeyrisvarasjóðs landsins, brann upp þá um nóttina. Getur það verið að þeir menn sem tóku ákvörðun um lánveitinguna 6. október 2008 hafi ekki áttað sig á þeirri verulegu fjártjónshættu sem lánveitingunni fylgdi í ljósi fyrirætlana sem fólust í frumvarpi til neyðarlaganna? Getur verið að efni neyðarlaganna hafi komið til tals í símtalinu fræga sem þessir menn áttu í aðdraganda lánveitingarinnar og þeir vilja alls ekki birta? Það er afar áríðandi að fá þetta upplýst ef menn ætla sér á annað borð að brjóta til mergjar öll stóru málin sem tengdust hruninu 2008. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings hf., hefur í tveimur blaðagreinum fyrir skömmu rakið framgang lánveitingar Seðlabankans til Kaupþings 6. október 2008. Á þeim tíma lánaði Seðlabankinn Kaupþingi 500 milljón evrur, um það bil helming gjaldeyrisvarasjóðs Íslands, gegn vilyrði um veð í hlutabréfum bankans í dönskum banka að sögn forstjórans. Útborgun lánsins fór fram eftir hádegið þennan dag, en flýtirinn var svo mikill að ekki vannst tími til að ganga frá formlegum lánssamningi. Lánið var veitt í þeirri sælu trú að Kaupþing mundi trúlega lifa af þær hremmingar sem þá hrjáðu fjármálamarkaði heimsins – annars hefði lánið að sjálfsögðu ekki verið veitt. Upplýst hefur verið að bankastjórn Seðlabankans tók ákvörðun um lánveitinguna að höfðu samráði við þáverandi forsætisráðherra, sem í sjónvarpsútsendingu til landsmanna síðar sama dag bað guð að blessa Ísland. Að kvöldi þessa dags var svo frumvarp til svokallaðra neyðarlaga tekið til meðferðar á Alþingi og samþykkt með hraði. Undirritaðir telja útilokað annað en að forsætisráðherrann hafi vitað um undirbúning þeirrar lagasetningar þegar ákvörðun var tekin um lánveitinguna. Afar líklegt verður að telja að formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi einnig vitað um þetta á þeim tíma. Með neyðarlögunum voru bankainnstæður gerðar að forgangskröfum við skipti, en fram að þeim tíma voru þær almennar kröfur. Slík röskun á hagsmunum kröfuhafa bankanna hlaut að leiða til gjaldfellingar lánasamninga erlendra lánastofnana, en ljóst var að enginn íslensku viðskiptabankanna gæti staðið slíkt af sér. Setning neyðarlaganna leiddi þess vegna til þess að lánið sem Kaupþingi var veitt 6. október 2008, helmingur gjaldeyrisvarasjóðs landsins, brann upp þá um nóttina. Getur það verið að þeir menn sem tóku ákvörðun um lánveitinguna 6. október 2008 hafi ekki áttað sig á þeirri verulegu fjártjónshættu sem lánveitingunni fylgdi í ljósi fyrirætlana sem fólust í frumvarpi til neyðarlaganna? Getur verið að efni neyðarlaganna hafi komið til tals í símtalinu fræga sem þessir menn áttu í aðdraganda lánveitingarinnar og þeir vilja alls ekki birta? Það er afar áríðandi að fá þetta upplýst ef menn ætla sér á annað borð að brjóta til mergjar öll stóru málin sem tengdust hruninu 2008.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun