Tónlist

Fjórir bætast í hópinn

Freyr Bjarnason skrifar
Sóley er á meðal þeirra sem spila á Eurosonic.
Sóley er á meðal þeirra sem spila á Eurosonic. Fréttablaðið/Anton
Sóley, Vök, Júníus Meyvant og Low Roar hafa bæst við hina árlegu Eurosonic-tónlistarhátíð sem verður haldin í Hollandi í janúar.

Áður höfðu sveitirnar Kiasmos, Kaleo, Samaris og Rökkurró verið staðfestar.

Hátíðin mun í þetta sinn leggja áherslu á íslenska tónlist og þróun tónlistarbransans á Íslandi síðustu ár. Um er að ræða gott tækifæri til þess að kynna breiddina í íslenskri tónlist fyrir tónlistarmarkaðnum í Evrópu. Einkum verður lögð áhersla á hina nýju kynslóð íslenskrar tónlistar.

Hátíðin er mikill tengslamyndunarvettvangur fyrir evrópska tónlistarbransann og hefur átt þátt í að kynna nýja upprennandi tónlistarmenn fyrir tónlistarheiminum þar.

Fjölmarir íslenskir flytjendur hafa notið góðs af spilamennsku sinni á hátíðinni, þar á meðal Ásgeir Trausti.

Eurosonic sækja 3.200 fulltrúar úr tónlistarbransanum og 33.000 gestir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.