Verkfallið hefur mikil áhrif á kennslu í læknadeildinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. nóvember 2014 07:00 Ragnhildur Hauksdóttir Verkfall lækna hefur veruleg áhrif á læknanema við Háskóla Íslands, segir Ragnhildur Hauksdóttir, formaður félags læknanema og fimmta árs nemi í læknisfræði. Klínísk kennsla í hverri grein fellur niður þegar viðkomandi deild er í verkfalli. Verkfallið heldur áfram í vikunni og mun meðal annars ná til bráðamóttöku, endurhæfingardeildar, öldrunardeilda og geðsviðs. „Þetta hefur mismikil áhrif á mismunandi kúrsa,“ segir Ragnhildur. Hún segir að það séu nemendur á fjórða, fimmta og sjötta ári sem eru í klínískri kennslu. „Bekkurinn minn skiptist í fjóra hópa og einn hópurinn átti að vera í prófi fyrir viku, þegar barnadeildin var í verkfalli,“ segir Ragnhildur. Hópurinn hafi ekki haft hugmynd um hvort af prófinu yrði eða ekki fyrr en daginn sem prófið sjálft átti að fara fram. Að lokum varð raunin sú að prófinu var frestað um rúma viku vegna verkfalls barnalæknanna. „Það eru læknar sem eru að prófa og þeir eru að prófa á vinnutíma sínum,“ segir Ragnhildur. Hún tekur einnig verkfall svæfingarlækna sem dæmi, en sumir nemendur hafi misst um það bil 40 prósent af tíma sínum í þeirri kennslu vegna verkfallsins. Þá segir Ragnhildur að nemar á fjórða ári fari á nánast allar deildir spítalans og séu viku á hverri deild. „Og þegar maður fer að missa heilu dagana, þá erum við farin að missa af ansi miklu efni,“ segir Ragnhildur. Læknanemar séu skyldaðir til að taka ólaunaðar nemavaktir. „Við megum ekki taka vaktir þessa daga og þurfum þess vegna að taka þær seinna,“ segir hún. Kennslan á þessum dögum falli hins vegar niður og nemendur missi af henni. Ragnhildur segist vonast til þess að verkfallið hafi ekki veruleg áhrif á þessa önn. „Það er enginn að fara að fresta útskrift held ég, en þetta hefur áhrif. Það er alveg klárt mál,“ segir hún. Ragnhildur segir að nemar hafi vissulega hagsmuni af því að verkfallið dragist ekki á langinn. Engu að síður styðji þeir lækna í þeirra kjarabaráttu. „Eins og til dæmis að verðandi læknakandídatar, sem útskrifast í vor, hafa sagt að þeir muni ekki ráða sig á kandídatsárið næsta vor nema að samningar hafi náðst,“ segir Ragnhildur. Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Verkfall lækna hefur veruleg áhrif á læknanema við Háskóla Íslands, segir Ragnhildur Hauksdóttir, formaður félags læknanema og fimmta árs nemi í læknisfræði. Klínísk kennsla í hverri grein fellur niður þegar viðkomandi deild er í verkfalli. Verkfallið heldur áfram í vikunni og mun meðal annars ná til bráðamóttöku, endurhæfingardeildar, öldrunardeilda og geðsviðs. „Þetta hefur mismikil áhrif á mismunandi kúrsa,“ segir Ragnhildur. Hún segir að það séu nemendur á fjórða, fimmta og sjötta ári sem eru í klínískri kennslu. „Bekkurinn minn skiptist í fjóra hópa og einn hópurinn átti að vera í prófi fyrir viku, þegar barnadeildin var í verkfalli,“ segir Ragnhildur. Hópurinn hafi ekki haft hugmynd um hvort af prófinu yrði eða ekki fyrr en daginn sem prófið sjálft átti að fara fram. Að lokum varð raunin sú að prófinu var frestað um rúma viku vegna verkfalls barnalæknanna. „Það eru læknar sem eru að prófa og þeir eru að prófa á vinnutíma sínum,“ segir Ragnhildur. Hún tekur einnig verkfall svæfingarlækna sem dæmi, en sumir nemendur hafi misst um það bil 40 prósent af tíma sínum í þeirri kennslu vegna verkfallsins. Þá segir Ragnhildur að nemar á fjórða ári fari á nánast allar deildir spítalans og séu viku á hverri deild. „Og þegar maður fer að missa heilu dagana, þá erum við farin að missa af ansi miklu efni,“ segir Ragnhildur. Læknanemar séu skyldaðir til að taka ólaunaðar nemavaktir. „Við megum ekki taka vaktir þessa daga og þurfum þess vegna að taka þær seinna,“ segir hún. Kennslan á þessum dögum falli hins vegar niður og nemendur missi af henni. Ragnhildur segist vonast til þess að verkfallið hafi ekki veruleg áhrif á þessa önn. „Það er enginn að fara að fresta útskrift held ég, en þetta hefur áhrif. Það er alveg klárt mál,“ segir hún. Ragnhildur segir að nemar hafi vissulega hagsmuni af því að verkfallið dragist ekki á langinn. Engu að síður styðji þeir lækna í þeirra kjarabaráttu. „Eins og til dæmis að verðandi læknakandídatar, sem útskrifast í vor, hafa sagt að þeir muni ekki ráða sig á kandídatsárið næsta vor nema að samningar hafi náðst,“ segir Ragnhildur.
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira