Verkfallið hefur mikil áhrif á kennslu í læknadeildinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. nóvember 2014 07:00 Ragnhildur Hauksdóttir Verkfall lækna hefur veruleg áhrif á læknanema við Háskóla Íslands, segir Ragnhildur Hauksdóttir, formaður félags læknanema og fimmta árs nemi í læknisfræði. Klínísk kennsla í hverri grein fellur niður þegar viðkomandi deild er í verkfalli. Verkfallið heldur áfram í vikunni og mun meðal annars ná til bráðamóttöku, endurhæfingardeildar, öldrunardeilda og geðsviðs. „Þetta hefur mismikil áhrif á mismunandi kúrsa,“ segir Ragnhildur. Hún segir að það séu nemendur á fjórða, fimmta og sjötta ári sem eru í klínískri kennslu. „Bekkurinn minn skiptist í fjóra hópa og einn hópurinn átti að vera í prófi fyrir viku, þegar barnadeildin var í verkfalli,“ segir Ragnhildur. Hópurinn hafi ekki haft hugmynd um hvort af prófinu yrði eða ekki fyrr en daginn sem prófið sjálft átti að fara fram. Að lokum varð raunin sú að prófinu var frestað um rúma viku vegna verkfalls barnalæknanna. „Það eru læknar sem eru að prófa og þeir eru að prófa á vinnutíma sínum,“ segir Ragnhildur. Hún tekur einnig verkfall svæfingarlækna sem dæmi, en sumir nemendur hafi misst um það bil 40 prósent af tíma sínum í þeirri kennslu vegna verkfallsins. Þá segir Ragnhildur að nemar á fjórða ári fari á nánast allar deildir spítalans og séu viku á hverri deild. „Og þegar maður fer að missa heilu dagana, þá erum við farin að missa af ansi miklu efni,“ segir Ragnhildur. Læknanemar séu skyldaðir til að taka ólaunaðar nemavaktir. „Við megum ekki taka vaktir þessa daga og þurfum þess vegna að taka þær seinna,“ segir hún. Kennslan á þessum dögum falli hins vegar niður og nemendur missi af henni. Ragnhildur segist vonast til þess að verkfallið hafi ekki veruleg áhrif á þessa önn. „Það er enginn að fara að fresta útskrift held ég, en þetta hefur áhrif. Það er alveg klárt mál,“ segir hún. Ragnhildur segir að nemar hafi vissulega hagsmuni af því að verkfallið dragist ekki á langinn. Engu að síður styðji þeir lækna í þeirra kjarabaráttu. „Eins og til dæmis að verðandi læknakandídatar, sem útskrifast í vor, hafa sagt að þeir muni ekki ráða sig á kandídatsárið næsta vor nema að samningar hafi náðst,“ segir Ragnhildur. Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Sjá meira
Verkfall lækna hefur veruleg áhrif á læknanema við Háskóla Íslands, segir Ragnhildur Hauksdóttir, formaður félags læknanema og fimmta árs nemi í læknisfræði. Klínísk kennsla í hverri grein fellur niður þegar viðkomandi deild er í verkfalli. Verkfallið heldur áfram í vikunni og mun meðal annars ná til bráðamóttöku, endurhæfingardeildar, öldrunardeilda og geðsviðs. „Þetta hefur mismikil áhrif á mismunandi kúrsa,“ segir Ragnhildur. Hún segir að það séu nemendur á fjórða, fimmta og sjötta ári sem eru í klínískri kennslu. „Bekkurinn minn skiptist í fjóra hópa og einn hópurinn átti að vera í prófi fyrir viku, þegar barnadeildin var í verkfalli,“ segir Ragnhildur. Hópurinn hafi ekki haft hugmynd um hvort af prófinu yrði eða ekki fyrr en daginn sem prófið sjálft átti að fara fram. Að lokum varð raunin sú að prófinu var frestað um rúma viku vegna verkfalls barnalæknanna. „Það eru læknar sem eru að prófa og þeir eru að prófa á vinnutíma sínum,“ segir Ragnhildur. Hún tekur einnig verkfall svæfingarlækna sem dæmi, en sumir nemendur hafi misst um það bil 40 prósent af tíma sínum í þeirri kennslu vegna verkfallsins. Þá segir Ragnhildur að nemar á fjórða ári fari á nánast allar deildir spítalans og séu viku á hverri deild. „Og þegar maður fer að missa heilu dagana, þá erum við farin að missa af ansi miklu efni,“ segir Ragnhildur. Læknanemar séu skyldaðir til að taka ólaunaðar nemavaktir. „Við megum ekki taka vaktir þessa daga og þurfum þess vegna að taka þær seinna,“ segir hún. Kennslan á þessum dögum falli hins vegar niður og nemendur missi af henni. Ragnhildur segist vonast til þess að verkfallið hafi ekki veruleg áhrif á þessa önn. „Það er enginn að fara að fresta útskrift held ég, en þetta hefur áhrif. Það er alveg klárt mál,“ segir hún. Ragnhildur segir að nemar hafi vissulega hagsmuni af því að verkfallið dragist ekki á langinn. Engu að síður styðji þeir lækna í þeirra kjarabaráttu. „Eins og til dæmis að verðandi læknakandídatar, sem útskrifast í vor, hafa sagt að þeir muni ekki ráða sig á kandídatsárið næsta vor nema að samningar hafi náðst,“ segir Ragnhildur.
Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Sjá meira