Árangur áfram – í tónlist! Greipur Gíslason og Katrín Jakobsdóttir skrifar 4. nóvember 2014 07:00 Fyrir nokkrum árum lét menntamálaráðuneytið vinna ítarlega skýrslu um listgreinakennslu á Íslandi. Margt gott kom fram í henni, meðal annars að listgreinakennsla á Íslandi væri á mjög háu stigi og að henni gott aðgengi, ekki síst tónlistarkennslu. Vissulega mætti ýmislegt gera betur, til að mynda þegar kemur að listgreinakennslu í grunnskólum og samstarfi þeirra og tónlistarskóla. Þar sem gott samstarf er milli tónlistarskóla og almennra grunnskóla eru hlutfallslega margir nemendur í tónlistarnámi, það hlutfall er sums staðar mjög hátt, ekki síst úti á landi. Það sýnir áhuga nemenda á því að sækja sér þessa mikilvægu menntun. Kennarahópur tónlistarskólanna hefur svo sinnt ýmsum fleiri störfum í samfélaginu en tónlistarskólakennarar á Íslandi koma hvaðanæva úr heiminum og endurspegla þá staðreynd að erlendir tónlistarmenn hafa lengi gegnt lykilhlutverki við að byggja upp íslenskt menningar- og tónlistarlíf. Markmið okkar ætti að vera að tryggja að sem flestir eigi gott aðgengi að breiðu og vönduðu framboði af list- og menningarfræðslu og því er mikilvægt að efla fremur tónlistarskóla og skólahljómsveitir, vinna að uppbyggingu tónmennta innan almenna skólakerfisins og styrkja uppbyggingu annarra listgreina. Einn af grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár er sköpun og öflug kennsla ólíkra listgreina hlýtur þar að vera lykilatriði. Lykillinn að því markmiði eru góðir kennarar. Það er því dapurleg staðreynd að tónlistarskólakennarar séu nú í verkfalli og það er von okkar að sú deila leysist sem allra fyrst; það hlýtur að vera kappsmál hins opinbera að byggja upp sem öflugasta listgreinakennslu til hagsbóta fyrir einstaklingana og samfélagið. Platón hélt því fram að allir ættu að leggja stund á tónlist til að auka menningarlegan þroska sálarinnar og að samhljómur og taktur hjálpuðu sálinni við að vinna bæði úr jákvæðum og neikvæðum tilfinningum. Grundvöllur tónlistarmenntunar er einmitt sú hugmynd að hún sé mannbætandi og geti hjálpað öllum að þroska hæfileika sína. Þannig fær fjöldi fólks tækifæri til að öðlast þroska og rækta hæfileika sína, auðga samfélagið og skapa ný verðmæti. Öflug tónlistarmenntun hefur nefnilega líka verið grundvöllur þess að íslenskir tónlistarmenn hafa náð árangri á heimsmælikvarða sem við öll getum verið stolt af sem þjóð. Þess vegna er svo mikilvægt að við tökum höndum saman og byggjum upp á þessum góða grunni og gætum þess að hann molni ekki niður vegna hirðuleysis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum lét menntamálaráðuneytið vinna ítarlega skýrslu um listgreinakennslu á Íslandi. Margt gott kom fram í henni, meðal annars að listgreinakennsla á Íslandi væri á mjög háu stigi og að henni gott aðgengi, ekki síst tónlistarkennslu. Vissulega mætti ýmislegt gera betur, til að mynda þegar kemur að listgreinakennslu í grunnskólum og samstarfi þeirra og tónlistarskóla. Þar sem gott samstarf er milli tónlistarskóla og almennra grunnskóla eru hlutfallslega margir nemendur í tónlistarnámi, það hlutfall er sums staðar mjög hátt, ekki síst úti á landi. Það sýnir áhuga nemenda á því að sækja sér þessa mikilvægu menntun. Kennarahópur tónlistarskólanna hefur svo sinnt ýmsum fleiri störfum í samfélaginu en tónlistarskólakennarar á Íslandi koma hvaðanæva úr heiminum og endurspegla þá staðreynd að erlendir tónlistarmenn hafa lengi gegnt lykilhlutverki við að byggja upp íslenskt menningar- og tónlistarlíf. Markmið okkar ætti að vera að tryggja að sem flestir eigi gott aðgengi að breiðu og vönduðu framboði af list- og menningarfræðslu og því er mikilvægt að efla fremur tónlistarskóla og skólahljómsveitir, vinna að uppbyggingu tónmennta innan almenna skólakerfisins og styrkja uppbyggingu annarra listgreina. Einn af grunnþáttum nýrrar aðalnámskrár er sköpun og öflug kennsla ólíkra listgreina hlýtur þar að vera lykilatriði. Lykillinn að því markmiði eru góðir kennarar. Það er því dapurleg staðreynd að tónlistarskólakennarar séu nú í verkfalli og það er von okkar að sú deila leysist sem allra fyrst; það hlýtur að vera kappsmál hins opinbera að byggja upp sem öflugasta listgreinakennslu til hagsbóta fyrir einstaklingana og samfélagið. Platón hélt því fram að allir ættu að leggja stund á tónlist til að auka menningarlegan þroska sálarinnar og að samhljómur og taktur hjálpuðu sálinni við að vinna bæði úr jákvæðum og neikvæðum tilfinningum. Grundvöllur tónlistarmenntunar er einmitt sú hugmynd að hún sé mannbætandi og geti hjálpað öllum að þroska hæfileika sína. Þannig fær fjöldi fólks tækifæri til að öðlast þroska og rækta hæfileika sína, auðga samfélagið og skapa ný verðmæti. Öflug tónlistarmenntun hefur nefnilega líka verið grundvöllur þess að íslenskir tónlistarmenn hafa náð árangri á heimsmælikvarða sem við öll getum verið stolt af sem þjóð. Þess vegna er svo mikilvægt að við tökum höndum saman og byggjum upp á þessum góða grunni og gætum þess að hann molni ekki niður vegna hirðuleysis.
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun