Íslenski boltinn

Hafnaði tilboði frá Åtvidaberg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson. vísir/valli
Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, hefur hafnað tilboði frá sænska úrvalsdeildarfélaginu Åtvidaberg en hann æfði með liðinu fyrir skömmu. Aðalmarkvörður félagsins, Henrik Gustavsson, er orðinn 38 ára gamall og var vilji hjá forráðamönnum liðsins til að semja við Ingvar.

„Ingvar stóð sig mjög vel á æfingu með liðinu en tilboðið var þess eðlis að við ákváðum að hafna því,“ sagði Hafþór Hafliðason, umboðsmaður hans, við Fréttablaðið. „En við erum enn í sambandi við félagið og gefum þeim vikuna til að koma með nýtt og betra tilboð.“

Ingvar var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla af leikmönnum deildarinnar í haust og var í lykilhlutverki í Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar. Hann er 25 ára Njarðvíkingur en skipti yfir í Stjörnuna árið 2011.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×