Innlent

Illa gengur að semja

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ungmenni í tónlistarnámi mótmæltu í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær og afhentu borgarstjóra yfirlýsingu og hvatningu til að semja við tónlistarkennara.
Ungmenni í tónlistarnámi mótmæltu í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær og afhentu borgarstjóra yfirlýsingu og hvatningu til að semja við tónlistarkennara. vísir/ernir
Ekkert gekk í samningaviðræðum Félags tónlistarskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara í gær.

„Það er pattstaða. Okkur er tjáð að til þess að fá sömu laun og leik- og grunnskólakennarar þurfi að gera breytingar í kjarasamningnum sem fela í sér aukinn sveigjanleika,“ segir Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara.

Horft sé fram hjá því að sveigjanleiki sem sé innbyggður í samninga tónlistarskólakennara sé nú þegar langt umfram það sem stefnt er að í kjarasamningum hjá öðrum skólagerðum. „Kröfur samninganefndar sveitarfélaga eru hreinlega út úr kortinu.“

Fjöldi tónlistarkennara, auk nemenda í tónlistarnámi, mætti í Ráðhús Reykjavíkur í gær til að mótmæla og krefjast sambærilegra kjara og aðrir kennarar og stjórnendur í skólum.

Næsti sáttafundur er fyrirhugaður næstkomandi föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×