Ekki ljóst hvað mun sparast á uppsögnum Viktoría Hermannsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Með uppsögnunum á að hagræða í Rekstrarfélagi Stjórnarráðsins. Ræstingar verða boðnar út. „Þetta er enn einn skellurinn. Við erum alltaf jafn hissa og verðum fyrir jafn miklum vonbrigðum. Það er verið að fækka okkar félagsmönnum hjá ríkinu og við söknum þess að það sé ekki horft á heildarmyndina,“ segir Harpa Ólafsdóttir, forstöðumaður kjarasviðs Eflingar stéttarfélags, um uppsagnir sautján ræstitækna hjá Stjórnarráðinu. Þeir sem missa vinnuna eru allt konur, þar af eru þrettán yfir fimmtugu. Margar kvennanna hafa langan starfsaldur í Stjórnarráðinu; meðal annars hafa tvær unnið þar í 20 ár, tvær í 19 ár og ein í 18 ár. Guðmundur H. Kjærnested, framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Stjórnarráðsins, segir að unnið hafi verið að því undanfarið að gera rekstur félagsins hagkvæmari. Vegna þess hafi verið ákveðið að breyta fyrirkomulagi ræstinga í fjórum ráðuneytum og bjóða þær út. „Rekstrarfélagið hefur þurft að laga rekstur sinn að veittum fjárheimildum og þessi aðgerð er liður í því,“ segir hann. Með breytingunum muni ræstingar verða unnar á dagvinnutíma en hingað til hafi starfsfólk ræstinga fengið greidd laun samkvæmt flatarmælingu og yfirvinnu.Harpa ÓlafsdóttirGuðmundur segir að búið sé í samstarfi við Ríkiskaup að undirbúa útboð ræstinganna. Gert sé ráð fyrir að það verði auglýst í þessum mánuði og breytt fyrirkomulag innleitt í upphafi næsta árs. Hann segir niðurstöðu útboðsins munu leiða það í ljós hversu mikil hagræðingin verður. Í útboðsskilmálum verði gerð sú krafa að sem flestu núverandi starfsfólki verði gefinn kostur á starfi hjá nýjum rekstraraðila. Á undanförnum árum hefur mörgum félagsmönnum Eflingar, sem starfa við ræstingar hjá ríkinu, verið sagt upp störfum. „Við höfum fylgst með þessum einstaklingum sem hafa verið að missa vinnuna, treysta sér ekki til þess að starfa undir ræstingarfyrirtækjunum á almenna markaðnum eða eru í raun bara búnir á líkama og sál og fara þá á örorkubætur,“ segir hún og veltir fyrir sér í hverju sparnaðurinn við það felist fyrir ríkið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frétti af uppsögnunum í fjölmiðlum. „Við höfum ekkert verið að velta því fyrir okkur að ráða annað fólk í ræstingarnar. Allavega vissi ég ekki til þess og myndi vita af því ef það væri í mínu ráðuneyti,“ sagði hann í Reykjavík síðdegis í gær. Hann sagði það mikilvægt að halda í reynslumikið fólk, sér í lagi þegar skapast hefur traust milli vinnuveitanda og starfsfólks. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Þetta er enn einn skellurinn. Við erum alltaf jafn hissa og verðum fyrir jafn miklum vonbrigðum. Það er verið að fækka okkar félagsmönnum hjá ríkinu og við söknum þess að það sé ekki horft á heildarmyndina,“ segir Harpa Ólafsdóttir, forstöðumaður kjarasviðs Eflingar stéttarfélags, um uppsagnir sautján ræstitækna hjá Stjórnarráðinu. Þeir sem missa vinnuna eru allt konur, þar af eru þrettán yfir fimmtugu. Margar kvennanna hafa langan starfsaldur í Stjórnarráðinu; meðal annars hafa tvær unnið þar í 20 ár, tvær í 19 ár og ein í 18 ár. Guðmundur H. Kjærnested, framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Stjórnarráðsins, segir að unnið hafi verið að því undanfarið að gera rekstur félagsins hagkvæmari. Vegna þess hafi verið ákveðið að breyta fyrirkomulagi ræstinga í fjórum ráðuneytum og bjóða þær út. „Rekstrarfélagið hefur þurft að laga rekstur sinn að veittum fjárheimildum og þessi aðgerð er liður í því,“ segir hann. Með breytingunum muni ræstingar verða unnar á dagvinnutíma en hingað til hafi starfsfólk ræstinga fengið greidd laun samkvæmt flatarmælingu og yfirvinnu.Harpa ÓlafsdóttirGuðmundur segir að búið sé í samstarfi við Ríkiskaup að undirbúa útboð ræstinganna. Gert sé ráð fyrir að það verði auglýst í þessum mánuði og breytt fyrirkomulag innleitt í upphafi næsta árs. Hann segir niðurstöðu útboðsins munu leiða það í ljós hversu mikil hagræðingin verður. Í útboðsskilmálum verði gerð sú krafa að sem flestu núverandi starfsfólki verði gefinn kostur á starfi hjá nýjum rekstraraðila. Á undanförnum árum hefur mörgum félagsmönnum Eflingar, sem starfa við ræstingar hjá ríkinu, verið sagt upp störfum. „Við höfum fylgst með þessum einstaklingum sem hafa verið að missa vinnuna, treysta sér ekki til þess að starfa undir ræstingarfyrirtækjunum á almenna markaðnum eða eru í raun bara búnir á líkama og sál og fara þá á örorkubætur,“ segir hún og veltir fyrir sér í hverju sparnaðurinn við það felist fyrir ríkið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frétti af uppsögnunum í fjölmiðlum. „Við höfum ekkert verið að velta því fyrir okkur að ráða annað fólk í ræstingarnar. Allavega vissi ég ekki til þess og myndi vita af því ef það væri í mínu ráðuneyti,“ sagði hann í Reykjavík síðdegis í gær. Hann sagði það mikilvægt að halda í reynslumikið fólk, sér í lagi þegar skapast hefur traust milli vinnuveitanda og starfsfólks.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira