Almannaútvarp aldrei mikilvægara Hallgrímur Indriðason skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Enn einu sinni er framtíð RÚV í óvissu af því að hugsanlega á að skera niður. Þetta er staða sem starfsmenn RÚV hafa nú búið við í sex til sjö ár. Fáir virðast hugsa um að á RÚV vinna starfsmenn sem á þessum árum hafa þurft að búa við að það sem þeir hafa byggt upp eftir niðurskurð er rifið niður í næsta niðurskurði. Þetta er niðurdrepandi, og enn eru hugmyndir um að halda áfram á þeirri braut. Ég er rólyndismaður með mikið langlundargeð, en þetta er farið að verða býsna þreytandi. Það sem eykur svo á þreytuna er skrítin gagnrýni sumra stjórnmálamanna á fréttaflutning Fréttastofu RÚV, sem menn hafa jafnvel litið á sem dulbúnar hótanir. Að vísu er vandfundinn sá stjórnmálamaður sem er ánægður með allan fréttaflutning RÚV enda er það ekki hlutverk fjölmiðils að gera stjórnmálamenn ánægða. Og það á að hafa skoðanir á því sem gert er hjá RÚV. En samviskusamur fréttamaður getur illa tekið því að vera sagður ganga erinda einhverra sérhagsmuna, enda er slíkt ekkert annað en atvinnurógur. Og þetta vita flestir Íslendingar, enda treysta 76% þjóðarinnar fréttastofu RÚV og þrefalt fleiri treysta RÚV en fjölmiðlum almennt.Meira en hjá flestum En þarf RÚV ekki líka að skera niður eins og aðrir? Það hefur sannarlega verið gert, og það meira en hjá flestum, ef ekki öllum, öðrum ríkisstofnunum. Niðurskurðurinn á RÚV byrjaði ekki með hruninu. Hann byrjaði þegar RÚV var breytt í opinbert hlutafélag árið 2007. Þá var lífeyrisskuldbindingum og rekstri húsnæðisins við Efstaleiti – þar á meðal skuldunum – dembt á RÚV sjálft en það hafði áður verið á ríkinu. Og ekki fylgdu fjármunir til að standa straum af því. Þetta var því í raun skerðing á tekjum og hófust því hagræðingaraðgerðir þegar á því ári. Fáar aðrar stofnanir sem breytt var í opinbert hlutafélag þurftu að taka þetta á sig. Nú fer fjórðungur af útgjöldum RÚV í fjármagnskostnað vegna þessara skulda. Væri ekki gáfulegra að nýta þessar 800 milljónir í góða dagskrá? Í ofanálag urðu miklar uppsagnarhrinur haustið 2008, snemma árs 2010 og haustið 2013. Og það er enn verið að hagræða. Og dæmi eru um að stjórnmálamenn hafi gengið svo langt að þeir gagnrýna niðurskurðaraðgerðir sem eru tilkomnar vegna niðurskurðar sem þeir sjálfir samþykktu! Þá er það vitað mál að útvarpsgjaldið hefur ekki skilað sér allt til RÚV. Síðasta ríkisstjórn gekk meira að segja svo langt að hækka útvarpsgjaldið en skera niður fjárframlög til RÚV og hlutfall þess sem RÚV fær af útvarpsgjaldinu hefur farið stöðugt lækkandi. Það er ekki aðeins RÚV sem hefur verið hlunnfarið þar heldur íslenskir skattgreiðendur.Óboðleg staða En svo við snúum okkur að fréttastofunni þá hefur hún laskast mikið frá því hún varð til í núverandi mynd haustið 2008 þegar fréttastofur útvarpsins og sjónvarpsins sameinuðust. Niðurskurðurinn síðan þá jafnast á við mannskapinn sem var áður á fréttastofu sjónvarpsins. Það eru sem sagt álíka margir fréttamenn að vinna fréttir bæði í útvarp og sjónvarp nú, og voru einungis að vinna fréttir í útvarpi fyrir sjö árum. Þjónustan er þó enn þá nánast sú sama. Var einhver að tala um að hagræðing hefði ekki skilað sér í fækkun starfa? Álagið er nú að fara að segja til sín hjá fréttamönnum og þegar hafa margir af þeim reyndustu hætt störfum en þeir sem eftir eru hafa gert ótrúlega vel í að halda fréttaþjónustunni. Staðan á fréttastofunni er einfaldlega sú að það er orðið sífellt erfiðara vegna mannfæðar. Og slík staða í almannaútvarpi er óboðleg. Hagræðing hefur gert það að verkum að endurnýjun tækjakosts hefur setið á hakanum og það sést reglulega í útsendingum bæði útvarps og sjónvarps. Þá fást ekki fjármunir til að endurnýja dreifikerfið sem gerir RÚV erfitt að sinna öryggis- og almannavarnahlutverki sínu. Fjölmiðlar hafa gengið í gegnum ýmislegt undanfarin misseri, ekki bara fjárhagslega heldur líka í eignarhaldi. Það gerir það að verkum að það hefur aldrei verið nauðsynlegra en nú að hafa fjölmiðil sem fær umboð sitt eingöngu frá almenningi, er óháður stjórnmálaflokkum jafnt sem viðskiptaveldum og getur veitt hvoru tveggja ríkt aðhald, upplýst þjóðina og skapað henni umræðuvettvang. RÚV þarf að fá svigrúm til að rækja þessa skyldu sína. Ég styð heilshugar þá kröfu útvarpsstjóra og stjórnar RÚV að stofnunin fái útvarpsgjaldið óskert eins og það er núna. Það er komið nóg í niðurskurði og nú þarf RÚV að fá það svigrúm til að byggja upp dagskrá og innviði í stað þess að allt sé rifið niður jafnharðan. Ef lengra verður gengið getur RÚV ekki sinnt sínu lögbundna hlutverki eins og það er samkvæmt lögum. Það hlutverk hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Enn einu sinni er framtíð RÚV í óvissu af því að hugsanlega á að skera niður. Þetta er staða sem starfsmenn RÚV hafa nú búið við í sex til sjö ár. Fáir virðast hugsa um að á RÚV vinna starfsmenn sem á þessum árum hafa þurft að búa við að það sem þeir hafa byggt upp eftir niðurskurð er rifið niður í næsta niðurskurði. Þetta er niðurdrepandi, og enn eru hugmyndir um að halda áfram á þeirri braut. Ég er rólyndismaður með mikið langlundargeð, en þetta er farið að verða býsna þreytandi. Það sem eykur svo á þreytuna er skrítin gagnrýni sumra stjórnmálamanna á fréttaflutning Fréttastofu RÚV, sem menn hafa jafnvel litið á sem dulbúnar hótanir. Að vísu er vandfundinn sá stjórnmálamaður sem er ánægður með allan fréttaflutning RÚV enda er það ekki hlutverk fjölmiðils að gera stjórnmálamenn ánægða. Og það á að hafa skoðanir á því sem gert er hjá RÚV. En samviskusamur fréttamaður getur illa tekið því að vera sagður ganga erinda einhverra sérhagsmuna, enda er slíkt ekkert annað en atvinnurógur. Og þetta vita flestir Íslendingar, enda treysta 76% þjóðarinnar fréttastofu RÚV og þrefalt fleiri treysta RÚV en fjölmiðlum almennt.Meira en hjá flestum En þarf RÚV ekki líka að skera niður eins og aðrir? Það hefur sannarlega verið gert, og það meira en hjá flestum, ef ekki öllum, öðrum ríkisstofnunum. Niðurskurðurinn á RÚV byrjaði ekki með hruninu. Hann byrjaði þegar RÚV var breytt í opinbert hlutafélag árið 2007. Þá var lífeyrisskuldbindingum og rekstri húsnæðisins við Efstaleiti – þar á meðal skuldunum – dembt á RÚV sjálft en það hafði áður verið á ríkinu. Og ekki fylgdu fjármunir til að standa straum af því. Þetta var því í raun skerðing á tekjum og hófust því hagræðingaraðgerðir þegar á því ári. Fáar aðrar stofnanir sem breytt var í opinbert hlutafélag þurftu að taka þetta á sig. Nú fer fjórðungur af útgjöldum RÚV í fjármagnskostnað vegna þessara skulda. Væri ekki gáfulegra að nýta þessar 800 milljónir í góða dagskrá? Í ofanálag urðu miklar uppsagnarhrinur haustið 2008, snemma árs 2010 og haustið 2013. Og það er enn verið að hagræða. Og dæmi eru um að stjórnmálamenn hafi gengið svo langt að þeir gagnrýna niðurskurðaraðgerðir sem eru tilkomnar vegna niðurskurðar sem þeir sjálfir samþykktu! Þá er það vitað mál að útvarpsgjaldið hefur ekki skilað sér allt til RÚV. Síðasta ríkisstjórn gekk meira að segja svo langt að hækka útvarpsgjaldið en skera niður fjárframlög til RÚV og hlutfall þess sem RÚV fær af útvarpsgjaldinu hefur farið stöðugt lækkandi. Það er ekki aðeins RÚV sem hefur verið hlunnfarið þar heldur íslenskir skattgreiðendur.Óboðleg staða En svo við snúum okkur að fréttastofunni þá hefur hún laskast mikið frá því hún varð til í núverandi mynd haustið 2008 þegar fréttastofur útvarpsins og sjónvarpsins sameinuðust. Niðurskurðurinn síðan þá jafnast á við mannskapinn sem var áður á fréttastofu sjónvarpsins. Það eru sem sagt álíka margir fréttamenn að vinna fréttir bæði í útvarp og sjónvarp nú, og voru einungis að vinna fréttir í útvarpi fyrir sjö árum. Þjónustan er þó enn þá nánast sú sama. Var einhver að tala um að hagræðing hefði ekki skilað sér í fækkun starfa? Álagið er nú að fara að segja til sín hjá fréttamönnum og þegar hafa margir af þeim reyndustu hætt störfum en þeir sem eftir eru hafa gert ótrúlega vel í að halda fréttaþjónustunni. Staðan á fréttastofunni er einfaldlega sú að það er orðið sífellt erfiðara vegna mannfæðar. Og slík staða í almannaútvarpi er óboðleg. Hagræðing hefur gert það að verkum að endurnýjun tækjakosts hefur setið á hakanum og það sést reglulega í útsendingum bæði útvarps og sjónvarps. Þá fást ekki fjármunir til að endurnýja dreifikerfið sem gerir RÚV erfitt að sinna öryggis- og almannavarnahlutverki sínu. Fjölmiðlar hafa gengið í gegnum ýmislegt undanfarin misseri, ekki bara fjárhagslega heldur líka í eignarhaldi. Það gerir það að verkum að það hefur aldrei verið nauðsynlegra en nú að hafa fjölmiðil sem fær umboð sitt eingöngu frá almenningi, er óháður stjórnmálaflokkum jafnt sem viðskiptaveldum og getur veitt hvoru tveggja ríkt aðhald, upplýst þjóðina og skapað henni umræðuvettvang. RÚV þarf að fá svigrúm til að rækja þessa skyldu sína. Ég styð heilshugar þá kröfu útvarpsstjóra og stjórnar RÚV að stofnunin fái útvarpsgjaldið óskert eins og það er núna. Það er komið nóg í niðurskurði og nú þarf RÚV að fá það svigrúm til að byggja upp dagskrá og innviði í stað þess að allt sé rifið niður jafnharðan. Ef lengra verður gengið getur RÚV ekki sinnt sínu lögbundna hlutverki eins og það er samkvæmt lögum. Það hlutverk hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt í dag.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun