Aron vill sjá meiri grimmd hjá yngri leikmönnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2014 06:45 Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari segir erfitt að hlúa að framtíðarmönnum íslenska handboltalandsliðsins miðað við núverandi fjárhagsumhverfi handboltahreyfingarinnar á Íslandi. fréttablaðið/vilhelm Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að það hafi verið eitt af stóru markmiðum sínum þegar hann tók við starfinu fyrir tveimur árum að auka breiddina í landsliðinu. Til þess að það geti orðið að veruleika og auðveldað þar með kynslóðaskiptin sem fram undan eru þurfi mun meira fjármagn en Handknattleikssamband Íslands hefur úr að spila í dag. Eins og Fréttablaðið benti á á mánudaginn er meðalaldur íslenska landsliðsins hár og framlag yngri leikmanna ekki mikið. Það kom í ljós í grátlegu tapi Íslands í Svartfjallalandi í undankeppni EM 2015 á sunnudag. Aron segir að hann hafi tekið við góðu búi þegar hann gerðist landsliðsþjálfari í ágúst árið 2012. „En það voru fáir menn að spila í liðinu og þörf fyrir að auka breiddina enda hafði það setið á hakanum í mörg ár,“ segir Aron við Fréttablaðið. „Það hef ég reynt að gera. Ég hef gefið yngri leikmönnum tækifæri og verið með æfingaverkefni fyrir þá. En það sem hefur vantað er leikjaverkefni. Vandamálið er af fjárhagslegum toga því HSÍ hefur ekki getað orðið við beiðnum mínum um fleiri æfingaleiki fyrir landsliðið.“ Ísland lék þrjá æfingaleiki gegn Portúgal í júní fyrir leikina gegn Bosníu í undankeppni HM 2015. Þrátt fyrir að Ísland hafi tapað fyrir Bosníu segir Aron að leikirnir gegn Portúgal hafi sýnt að slíkra leikja er þörf. „Leikir sem þessir stytta þau skref sem yngri leikmenn þurfa að taka þegar kemur að því að sýna sig á stóra sviðinu.“Meiri samkeppni frá þeim yngri Aron sér ekki eftir þeim ákvörðunum sem hann hefur tekið á síðustu tveimur árum né heldur vali á leikmönnum í síðasta landsliðsverkefni. „Ég valdi reynslumikla menn og tel að það hafi verið rétt. Ég gat heldur ekki séð að það þessir elstu og reynslumestu leikmenn okkar hafi verið slakir í þessu verkefni,“ segir Aron og bætir við: „Yngri leikmennirnir þurfa líka að slá þá eldri út. Ég vil sjá meiri grimmd frá þeim – að þeir nýti sín tækifæri til að taka sætið af þeim eldri og skapi þannig samkeppni í landsliðinu.“ Aron bendir á að það hafi verið mikið um meiðsli hjá lykilmönnum landsliðsins og að það hafi skapað svigrúm fyrir yngri leikmenn – til dæmis í stöðu vinstri skyttu. „Þar hafa menn fengið mikil tækifæri en ef til vill ekki náð að svara kallinu,“ segir hann.Heyrðum í viðvörunarbjöllunum Aron varar þó við of mikilli neikvæðni og biður um raunsæja gagnrýni. „Menn fara að velta ýmsu fyrir sér þegar áföllin dynja yfir og óneitanlega hafa viðvörunarbjöllurnar verið að hringja. Við erum vel meðvitaðir um það enda hefur ekki vantað viljann til að bregðast við vandanum. Við höfum gert eins mikið og kostur er en það þarf að fórna meiri fjármunum til þess að sinna því sem skyldi.“ Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í síðustu viku er HSÍ einnig í vandræðum með aðstöðu sína í Laugardalshöll sem stenst ekki lengur alþjóðlegar kröfur. Aron segir það enn einn flötinn á vandamálinu. „Laugardalshöllin er barn síns tíma. Áhorfendur eru allt of fáir, umgjörðin er til vandræða, plássið ekki nægilegt og svo framvegis. Þegar það blasir við er erfitt fyrir íþróttina að þróast áfram,“ segir Aron. „Ef við miðum við önnur lönd þá þarf einfaldlega meiri pening frá ríkisvaldinu fyrir afreksíþróttir. HSÍ hefur verið með öfluga bakhjarla og styrktaraðila í gegnum tíðina en það þarf meira til, hvaðan sem það kemur. Miðað við hvernig fjármununum hefur verið eytt finnst mér í góðu lagi að bæta í styrki fyrir afreksíþróttirnar okkar.“ Handbolti Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30 Valdimar Grímsson: Má ekki fara fyrir okkur eins og Svíum Valdimar Grímsson, fyrrum landsliðsmaður og einn af markahæstu mönnum A-landsliðsins frá upphafi, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 11:30 Bjarki Sig: Við þurfum að gyrða okkur í brók Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 09:57 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að það hafi verið eitt af stóru markmiðum sínum þegar hann tók við starfinu fyrir tveimur árum að auka breiddina í landsliðinu. Til þess að það geti orðið að veruleika og auðveldað þar með kynslóðaskiptin sem fram undan eru þurfi mun meira fjármagn en Handknattleikssamband Íslands hefur úr að spila í dag. Eins og Fréttablaðið benti á á mánudaginn er meðalaldur íslenska landsliðsins hár og framlag yngri leikmanna ekki mikið. Það kom í ljós í grátlegu tapi Íslands í Svartfjallalandi í undankeppni EM 2015 á sunnudag. Aron segir að hann hafi tekið við góðu búi þegar hann gerðist landsliðsþjálfari í ágúst árið 2012. „En það voru fáir menn að spila í liðinu og þörf fyrir að auka breiddina enda hafði það setið á hakanum í mörg ár,“ segir Aron við Fréttablaðið. „Það hef ég reynt að gera. Ég hef gefið yngri leikmönnum tækifæri og verið með æfingaverkefni fyrir þá. En það sem hefur vantað er leikjaverkefni. Vandamálið er af fjárhagslegum toga því HSÍ hefur ekki getað orðið við beiðnum mínum um fleiri æfingaleiki fyrir landsliðið.“ Ísland lék þrjá æfingaleiki gegn Portúgal í júní fyrir leikina gegn Bosníu í undankeppni HM 2015. Þrátt fyrir að Ísland hafi tapað fyrir Bosníu segir Aron að leikirnir gegn Portúgal hafi sýnt að slíkra leikja er þörf. „Leikir sem þessir stytta þau skref sem yngri leikmenn þurfa að taka þegar kemur að því að sýna sig á stóra sviðinu.“Meiri samkeppni frá þeim yngri Aron sér ekki eftir þeim ákvörðunum sem hann hefur tekið á síðustu tveimur árum né heldur vali á leikmönnum í síðasta landsliðsverkefni. „Ég valdi reynslumikla menn og tel að það hafi verið rétt. Ég gat heldur ekki séð að það þessir elstu og reynslumestu leikmenn okkar hafi verið slakir í þessu verkefni,“ segir Aron og bætir við: „Yngri leikmennirnir þurfa líka að slá þá eldri út. Ég vil sjá meiri grimmd frá þeim – að þeir nýti sín tækifæri til að taka sætið af þeim eldri og skapi þannig samkeppni í landsliðinu.“ Aron bendir á að það hafi verið mikið um meiðsli hjá lykilmönnum landsliðsins og að það hafi skapað svigrúm fyrir yngri leikmenn – til dæmis í stöðu vinstri skyttu. „Þar hafa menn fengið mikil tækifæri en ef til vill ekki náð að svara kallinu,“ segir hann.Heyrðum í viðvörunarbjöllunum Aron varar þó við of mikilli neikvæðni og biður um raunsæja gagnrýni. „Menn fara að velta ýmsu fyrir sér þegar áföllin dynja yfir og óneitanlega hafa viðvörunarbjöllurnar verið að hringja. Við erum vel meðvitaðir um það enda hefur ekki vantað viljann til að bregðast við vandanum. Við höfum gert eins mikið og kostur er en það þarf að fórna meiri fjármunum til þess að sinna því sem skyldi.“ Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í síðustu viku er HSÍ einnig í vandræðum með aðstöðu sína í Laugardalshöll sem stenst ekki lengur alþjóðlegar kröfur. Aron segir það enn einn flötinn á vandamálinu. „Laugardalshöllin er barn síns tíma. Áhorfendur eru allt of fáir, umgjörðin er til vandræða, plássið ekki nægilegt og svo framvegis. Þegar það blasir við er erfitt fyrir íþróttina að þróast áfram,“ segir Aron. „Ef við miðum við önnur lönd þá þarf einfaldlega meiri pening frá ríkisvaldinu fyrir afreksíþróttir. HSÍ hefur verið með öfluga bakhjarla og styrktaraðila í gegnum tíðina en það þarf meira til, hvaðan sem það kemur. Miðað við hvernig fjármununum hefur verið eytt finnst mér í góðu lagi að bæta í styrki fyrir afreksíþróttirnar okkar.“
Handbolti Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30 Valdimar Grímsson: Má ekki fara fyrir okkur eins og Svíum Valdimar Grímsson, fyrrum landsliðsmaður og einn af markahæstu mönnum A-landsliðsins frá upphafi, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 11:30 Bjarki Sig: Við þurfum að gyrða okkur í brók Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 09:57 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30
Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30
Valdimar Grímsson: Má ekki fara fyrir okkur eins og Svíum Valdimar Grímsson, fyrrum landsliðsmaður og einn af markahæstu mönnum A-landsliðsins frá upphafi, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 11:30
Bjarki Sig: Við þurfum að gyrða okkur í brók Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 09:57