Miðað við tvær flugbrautir fer nýtingarhlutfallið í 95% Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. nóvember 2014 07:00 Flugvöllur í borgarlandi. Fram kom á opnum nefndarfundi á Alþingi í gær að nýtingarhlutfall Reykjavíkurflugvallar gæti farið í 95 prósent verði einungis notast við tvær flugbrautir. Fréttablaðið/Vilhelm Isavia, sem annast rekstur allra flugvalla hér á landi, gerir ráð fyrir að nýtingarhlutfall á Reykjavíkurflugvelli fari niður í 95 prósent eftir fækkun flugbrauta niður í tvær. Þetta kom fram á opnum fundi um flugvöllinn á sameiginlegum nefnda fundir atvinnuveganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gærmorgun. Nýtingarhlutfallið nú er rétt undir 100 prósentunum. Þegar notkunarstuðull færist niður fjölgar klukkustundum eða dögum sem ekki er hægt að nota völlinn við ítrustu aðstæður. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA er notkunarstuðull flugvalla úti á landi þar sem alla jafna er ekki nema ein flugbraut mun lægri. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, áréttaði á fundinum að ákvörðun um lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli væri á forræði ráðherra og Alþingis. Færi hins vegar svo að byggingarmagn við enda flugbrautar færi yfir ákveðin mörk gæti það hins vegar takmarkað notkun hennar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur áður sagt að breytingar á deiliskipulagi Hlíðarenda, sem samþykktar hafa verið í í umhverfis og skipulagsráði borgarinnar hafi engin áhrif á framtíð Reykjavíkurflugvallar. „Málið snýst ekki um notkunarhlutfall eða öryggisstaðal, heldur þjónustustig,“ segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia. „Höfuðmálið er hvað ríkisvaldið ákveður að bjóða upp á miðað við kostnað sem fylgir og hvaða fé er úr að spila. Þess vegna eru til dæmis ekki tvær brautir á Egilsstöðum eða einhvers staðar annars staðar.“Friðrik Pálsson, talsmaður samtakanna Hjartað í Vatnsmýri, segir félagsmenn fagna því að Alþingi skuli taka flugvallarmálið til sín, því fullreynt hafi virst að fá borgina til að opna augun fyrir þeim sjónarmiðum sem samtökin hafi haldið á lofti varðandi ókosti þess að loka flugbrautum Reykjavíkurflugvallar. „Skerðing á Reykjavíkurflugvelli er mál allra landsmanna. Hún er stórmál,“ segir Friðrik og áréttar að lokun flugbrautar sé á endanum mál innanríkisráðherra og Alþingis. Þegar hlutverk Landspítalans hafi verið aukið hvað varðar þjónustu fyrir alla landsmenn sé enn mikilvægara að Reykjavíkurflugvöllur fái af öryggi gegnt hlutverki sínu sem sjúkraflugvöllur. Ekki hafi farið á milli mála að af þessu hafi þingmenn mestar áhyggjur. „Þetta snýst bara um að völlurinn sé opinn eins marga daga á ári og mögulegt er.“ Tengdar fréttir Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20 Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Isavia, sem annast rekstur allra flugvalla hér á landi, gerir ráð fyrir að nýtingarhlutfall á Reykjavíkurflugvelli fari niður í 95 prósent eftir fækkun flugbrauta niður í tvær. Þetta kom fram á opnum fundi um flugvöllinn á sameiginlegum nefnda fundir atvinnuveganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gærmorgun. Nýtingarhlutfallið nú er rétt undir 100 prósentunum. Þegar notkunarstuðull færist niður fjölgar klukkustundum eða dögum sem ekki er hægt að nota völlinn við ítrustu aðstæður. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA er notkunarstuðull flugvalla úti á landi þar sem alla jafna er ekki nema ein flugbraut mun lægri. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, áréttaði á fundinum að ákvörðun um lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli væri á forræði ráðherra og Alþingis. Færi hins vegar svo að byggingarmagn við enda flugbrautar færi yfir ákveðin mörk gæti það hins vegar takmarkað notkun hennar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur áður sagt að breytingar á deiliskipulagi Hlíðarenda, sem samþykktar hafa verið í í umhverfis og skipulagsráði borgarinnar hafi engin áhrif á framtíð Reykjavíkurflugvallar. „Málið snýst ekki um notkunarhlutfall eða öryggisstaðal, heldur þjónustustig,“ segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia. „Höfuðmálið er hvað ríkisvaldið ákveður að bjóða upp á miðað við kostnað sem fylgir og hvaða fé er úr að spila. Þess vegna eru til dæmis ekki tvær brautir á Egilsstöðum eða einhvers staðar annars staðar.“Friðrik Pálsson, talsmaður samtakanna Hjartað í Vatnsmýri, segir félagsmenn fagna því að Alþingi skuli taka flugvallarmálið til sín, því fullreynt hafi virst að fá borgina til að opna augun fyrir þeim sjónarmiðum sem samtökin hafi haldið á lofti varðandi ókosti þess að loka flugbrautum Reykjavíkurflugvallar. „Skerðing á Reykjavíkurflugvelli er mál allra landsmanna. Hún er stórmál,“ segir Friðrik og áréttar að lokun flugbrautar sé á endanum mál innanríkisráðherra og Alþingis. Þegar hlutverk Landspítalans hafi verið aukið hvað varðar þjónustu fyrir alla landsmenn sé enn mikilvægara að Reykjavíkurflugvöllur fái af öryggi gegnt hlutverki sínu sem sjúkraflugvöllur. Ekki hafi farið á milli mála að af þessu hafi þingmenn mestar áhyggjur. „Þetta snýst bara um að völlurinn sé opinn eins marga daga á ári og mögulegt er.“
Tengdar fréttir Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20 Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20
Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent