Miðað við tvær flugbrautir fer nýtingarhlutfallið í 95% Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. nóvember 2014 07:00 Flugvöllur í borgarlandi. Fram kom á opnum nefndarfundi á Alþingi í gær að nýtingarhlutfall Reykjavíkurflugvallar gæti farið í 95 prósent verði einungis notast við tvær flugbrautir. Fréttablaðið/Vilhelm Isavia, sem annast rekstur allra flugvalla hér á landi, gerir ráð fyrir að nýtingarhlutfall á Reykjavíkurflugvelli fari niður í 95 prósent eftir fækkun flugbrauta niður í tvær. Þetta kom fram á opnum fundi um flugvöllinn á sameiginlegum nefnda fundir atvinnuveganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gærmorgun. Nýtingarhlutfallið nú er rétt undir 100 prósentunum. Þegar notkunarstuðull færist niður fjölgar klukkustundum eða dögum sem ekki er hægt að nota völlinn við ítrustu aðstæður. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA er notkunarstuðull flugvalla úti á landi þar sem alla jafna er ekki nema ein flugbraut mun lægri. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, áréttaði á fundinum að ákvörðun um lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli væri á forræði ráðherra og Alþingis. Færi hins vegar svo að byggingarmagn við enda flugbrautar færi yfir ákveðin mörk gæti það hins vegar takmarkað notkun hennar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur áður sagt að breytingar á deiliskipulagi Hlíðarenda, sem samþykktar hafa verið í í umhverfis og skipulagsráði borgarinnar hafi engin áhrif á framtíð Reykjavíkurflugvallar. „Málið snýst ekki um notkunarhlutfall eða öryggisstaðal, heldur þjónustustig,“ segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia. „Höfuðmálið er hvað ríkisvaldið ákveður að bjóða upp á miðað við kostnað sem fylgir og hvaða fé er úr að spila. Þess vegna eru til dæmis ekki tvær brautir á Egilsstöðum eða einhvers staðar annars staðar.“Friðrik Pálsson, talsmaður samtakanna Hjartað í Vatnsmýri, segir félagsmenn fagna því að Alþingi skuli taka flugvallarmálið til sín, því fullreynt hafi virst að fá borgina til að opna augun fyrir þeim sjónarmiðum sem samtökin hafi haldið á lofti varðandi ókosti þess að loka flugbrautum Reykjavíkurflugvallar. „Skerðing á Reykjavíkurflugvelli er mál allra landsmanna. Hún er stórmál,“ segir Friðrik og áréttar að lokun flugbrautar sé á endanum mál innanríkisráðherra og Alþingis. Þegar hlutverk Landspítalans hafi verið aukið hvað varðar þjónustu fyrir alla landsmenn sé enn mikilvægara að Reykjavíkurflugvöllur fái af öryggi gegnt hlutverki sínu sem sjúkraflugvöllur. Ekki hafi farið á milli mála að af þessu hafi þingmenn mestar áhyggjur. „Þetta snýst bara um að völlurinn sé opinn eins marga daga á ári og mögulegt er.“ Tengdar fréttir Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20 Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Isavia, sem annast rekstur allra flugvalla hér á landi, gerir ráð fyrir að nýtingarhlutfall á Reykjavíkurflugvelli fari niður í 95 prósent eftir fækkun flugbrauta niður í tvær. Þetta kom fram á opnum fundi um flugvöllinn á sameiginlegum nefnda fundir atvinnuveganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gærmorgun. Nýtingarhlutfallið nú er rétt undir 100 prósentunum. Þegar notkunarstuðull færist niður fjölgar klukkustundum eða dögum sem ekki er hægt að nota völlinn við ítrustu aðstæður. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA er notkunarstuðull flugvalla úti á landi þar sem alla jafna er ekki nema ein flugbraut mun lægri. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, áréttaði á fundinum að ákvörðun um lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli væri á forræði ráðherra og Alþingis. Færi hins vegar svo að byggingarmagn við enda flugbrautar færi yfir ákveðin mörk gæti það hins vegar takmarkað notkun hennar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur áður sagt að breytingar á deiliskipulagi Hlíðarenda, sem samþykktar hafa verið í í umhverfis og skipulagsráði borgarinnar hafi engin áhrif á framtíð Reykjavíkurflugvallar. „Málið snýst ekki um notkunarhlutfall eða öryggisstaðal, heldur þjónustustig,“ segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia. „Höfuðmálið er hvað ríkisvaldið ákveður að bjóða upp á miðað við kostnað sem fylgir og hvaða fé er úr að spila. Þess vegna eru til dæmis ekki tvær brautir á Egilsstöðum eða einhvers staðar annars staðar.“Friðrik Pálsson, talsmaður samtakanna Hjartað í Vatnsmýri, segir félagsmenn fagna því að Alþingi skuli taka flugvallarmálið til sín, því fullreynt hafi virst að fá borgina til að opna augun fyrir þeim sjónarmiðum sem samtökin hafi haldið á lofti varðandi ókosti þess að loka flugbrautum Reykjavíkurflugvallar. „Skerðing á Reykjavíkurflugvelli er mál allra landsmanna. Hún er stórmál,“ segir Friðrik og áréttar að lokun flugbrautar sé á endanum mál innanríkisráðherra og Alþingis. Þegar hlutverk Landspítalans hafi verið aukið hvað varðar þjónustu fyrir alla landsmenn sé enn mikilvægara að Reykjavíkurflugvöllur fái af öryggi gegnt hlutverki sínu sem sjúkraflugvöllur. Ekki hafi farið á milli mála að af þessu hafi þingmenn mestar áhyggjur. „Þetta snýst bara um að völlurinn sé opinn eins marga daga á ári og mögulegt er.“
Tengdar fréttir Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20 Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20
Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46