Verstu megrunarráðin Rikka skrifar 6. nóvember 2014 13:00 visir/getty Daglega bylja á okkur upplýsingar um það sem að við megum og megum ekki borða til þess að halda okkur í formi. Upplýsingarnar koma frá misjafnlega traustum grunni og stundum virðast þær bara vera einhverskonar mýta. Heilsuvísir tók saman 10 verstu megrunarráðin Skerðu út alla fitu Það er ekki sama hvaðan fitan kemur. Fita í snakki og djúpsteiktum mat á ekkert skylt við fitu úr feitum fiski, hnetum og lárperum. Fitan úr fyrrnefnda flokknum hækkar kólesterólmagnið í líkamanum og setur þig í verri stöðu gagnvart hjarta- og æðasjúkdómum á meðan holla fitan verndar hjartað, æðarnar og hormónakerfið. Þú verður að telja hitaeiningarnar Það sama á við hitaeiningarnar og fituna, það er ekki alveg sama hvaðan hitaeiningarnar koma. Fimmtíu hitaeiningar úr epli hafa augljóslega betri áhrif á líkamann heldur en 50 hitaeiningar úr smákökum. Það mætti í raun skipta þessu upp í tvo hópa; hitaeiningar sem að nýtast líkamanum og þær sem að gera það ekki.Ekki borða kolvetni Þetta megrunarráð er oft misskilið. Það sem átt er við með því að skera niður kolvetni er að minnka neyslu á hvítu brauði, hvítu pasta, hvítum hrísgrjónum og sykri sem dæmi má nefna. Kolvetni sem að koma úr grófu brauði, ávöxtum, baunum og grænmeti hafa jákvæð áhrif á heilsuna og eru lífsnauðsynleg.Æfðu fyrir morgunmat, þá brennirðu mestu Það boðar ekki gott að fara á erfiða æfingu án þess að vera með eitthvað í maganum og hefur engin vísindalega sönnuð áhrif á hitaeiningabrennslu. Þvert á móti þá hefur þetta alls ekki góð áhrif á líkamann og gæti frekar brotið niður vöðvamassa en byggt upp. Borðaðu meira prótein Heilbrigð máltíð stendur saman af réttu hlutfalli af próteinum, kolvetni og fitu en ekki einungis próteínum. Þar að auki breytist allt það prótein sem að líkaminn notar ekki í fitu. Reiknaðu út þinn dagskammt af próteínum með því að margfalda þína vigt með 0,8 og reyndu að halda þig innan þess ramma. Dæmi: kona sem er 60 kíló (60 x 0,8 = 48) þarf 48 grömm af próteínum á dag. Þess má til gamans geta að í 100 grömmum af hreinni kjúklingabringu eru um það bil 20 grömm af prótíni.Borðaðu hollt á virkum dögum en misstu þig um helgar Það að halda heilbrigði líkamsvigt er lífstíll en ekki tímabundið verkefni. Ef að þú gætir að mataræðinu virka daga þá eyðileggurðu það með því að detta ofan í óhollustuskálina um helgar. Betra er að borða sitt lítið af hverju með góðu hugarfari og vera meðvituð um það sem að við erum að borða. Einn súkkulaðibiti af og til ætti ekki að koma að sök, þó að það sé mánudagur.Pressaðir ávaxtadjúskúrar Þegar þú skellir litríkum ávöxtum í djúsvélina þá ertu í rauninni að fjarlægja allt það holla frá ávöxtunum, trefjarnar. Eins mikið og við viljum trúa á það að við séum að gera okkur gott með því að drekka nýpressaðan djús þá erum við því miður ekki að því. Djúsinn er í rauninni lítið nema ávaxtasykur án trefjanna og hækkar þar með blóðsykurinn svo um munar. Heilsuvísir mælir með því að þú skellir öllum þessu fínu ávöxtum í blandarann og njótir ávaxtanna þannig í fljótandi formi.Ekki borða eggjarauðuna Rannsóknir sýna að eggjarauðan hækkar góða kólesterólið en ekki það vonda eins og við áður héldum. Með því að borða einungis eggjahvítuna missum við af þeim góðu næringarefnum sem að eggjarauðan býr yfir. Hún er stútfull af andoxunarefnum, A,D, E, K-vítamínum og lífsnauðsynlegum fitusýrum og er náttúruleg fæða sem ekkert er búið að eiga við.Notaðu gervisykur í stað venjulegs sykurs Allra nýjustu rannsóknir sýna fram á það að gervisykurinn sé bara alls ekki hollari en þessi ekta og enn síður betri fyrir mittismálið. Rannsóknirnar sýndu fram á það að einstaklingar sem að neyttu gervisætu í töluverðu magni gætu brenglað sykurþolið og þar með aukið hættu á sykursýki. Sykurs og gervisætu er allra best að neyta í hóflegu mæli og jafnvel alveg að sneiða framhjá þeim.Neyttu „fitulausra“ og „sykurlausra“ matvæla Fitulaust eða sykurlaust þýðir alls ekki að matvaran sé hollari valkostur. Oftar en ekki er sykri bætt við í fitulausar vörur og svo aftur á móti gervisætu bætt í sykulausar vörur. Þetta verður að allsherjar leiðinda vítahring sem erfitt er að losna úr. Borðaðu frekar matvælinn eins og þau „koma úr kúnni“ og borðaðu þau bara í minna magni. Ekki gleyma svo að njóta lífsins og vera til. Besta megrunarráðið er að hugsa sem minnst um megrun en velja rétt það sem að fer ofan í mann. Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Daglega bylja á okkur upplýsingar um það sem að við megum og megum ekki borða til þess að halda okkur í formi. Upplýsingarnar koma frá misjafnlega traustum grunni og stundum virðast þær bara vera einhverskonar mýta. Heilsuvísir tók saman 10 verstu megrunarráðin Skerðu út alla fitu Það er ekki sama hvaðan fitan kemur. Fita í snakki og djúpsteiktum mat á ekkert skylt við fitu úr feitum fiski, hnetum og lárperum. Fitan úr fyrrnefnda flokknum hækkar kólesterólmagnið í líkamanum og setur þig í verri stöðu gagnvart hjarta- og æðasjúkdómum á meðan holla fitan verndar hjartað, æðarnar og hormónakerfið. Þú verður að telja hitaeiningarnar Það sama á við hitaeiningarnar og fituna, það er ekki alveg sama hvaðan hitaeiningarnar koma. Fimmtíu hitaeiningar úr epli hafa augljóslega betri áhrif á líkamann heldur en 50 hitaeiningar úr smákökum. Það mætti í raun skipta þessu upp í tvo hópa; hitaeiningar sem að nýtast líkamanum og þær sem að gera það ekki.Ekki borða kolvetni Þetta megrunarráð er oft misskilið. Það sem átt er við með því að skera niður kolvetni er að minnka neyslu á hvítu brauði, hvítu pasta, hvítum hrísgrjónum og sykri sem dæmi má nefna. Kolvetni sem að koma úr grófu brauði, ávöxtum, baunum og grænmeti hafa jákvæð áhrif á heilsuna og eru lífsnauðsynleg.Æfðu fyrir morgunmat, þá brennirðu mestu Það boðar ekki gott að fara á erfiða æfingu án þess að vera með eitthvað í maganum og hefur engin vísindalega sönnuð áhrif á hitaeiningabrennslu. Þvert á móti þá hefur þetta alls ekki góð áhrif á líkamann og gæti frekar brotið niður vöðvamassa en byggt upp. Borðaðu meira prótein Heilbrigð máltíð stendur saman af réttu hlutfalli af próteinum, kolvetni og fitu en ekki einungis próteínum. Þar að auki breytist allt það prótein sem að líkaminn notar ekki í fitu. Reiknaðu út þinn dagskammt af próteínum með því að margfalda þína vigt með 0,8 og reyndu að halda þig innan þess ramma. Dæmi: kona sem er 60 kíló (60 x 0,8 = 48) þarf 48 grömm af próteínum á dag. Þess má til gamans geta að í 100 grömmum af hreinni kjúklingabringu eru um það bil 20 grömm af prótíni.Borðaðu hollt á virkum dögum en misstu þig um helgar Það að halda heilbrigði líkamsvigt er lífstíll en ekki tímabundið verkefni. Ef að þú gætir að mataræðinu virka daga þá eyðileggurðu það með því að detta ofan í óhollustuskálina um helgar. Betra er að borða sitt lítið af hverju með góðu hugarfari og vera meðvituð um það sem að við erum að borða. Einn súkkulaðibiti af og til ætti ekki að koma að sök, þó að það sé mánudagur.Pressaðir ávaxtadjúskúrar Þegar þú skellir litríkum ávöxtum í djúsvélina þá ertu í rauninni að fjarlægja allt það holla frá ávöxtunum, trefjarnar. Eins mikið og við viljum trúa á það að við séum að gera okkur gott með því að drekka nýpressaðan djús þá erum við því miður ekki að því. Djúsinn er í rauninni lítið nema ávaxtasykur án trefjanna og hækkar þar með blóðsykurinn svo um munar. Heilsuvísir mælir með því að þú skellir öllum þessu fínu ávöxtum í blandarann og njótir ávaxtanna þannig í fljótandi formi.Ekki borða eggjarauðuna Rannsóknir sýna að eggjarauðan hækkar góða kólesterólið en ekki það vonda eins og við áður héldum. Með því að borða einungis eggjahvítuna missum við af þeim góðu næringarefnum sem að eggjarauðan býr yfir. Hún er stútfull af andoxunarefnum, A,D, E, K-vítamínum og lífsnauðsynlegum fitusýrum og er náttúruleg fæða sem ekkert er búið að eiga við.Notaðu gervisykur í stað venjulegs sykurs Allra nýjustu rannsóknir sýna fram á það að gervisykurinn sé bara alls ekki hollari en þessi ekta og enn síður betri fyrir mittismálið. Rannsóknirnar sýndu fram á það að einstaklingar sem að neyttu gervisætu í töluverðu magni gætu brenglað sykurþolið og þar með aukið hættu á sykursýki. Sykurs og gervisætu er allra best að neyta í hóflegu mæli og jafnvel alveg að sneiða framhjá þeim.Neyttu „fitulausra“ og „sykurlausra“ matvæla Fitulaust eða sykurlaust þýðir alls ekki að matvaran sé hollari valkostur. Oftar en ekki er sykri bætt við í fitulausar vörur og svo aftur á móti gervisætu bætt í sykulausar vörur. Þetta verður að allsherjar leiðinda vítahring sem erfitt er að losna úr. Borðaðu frekar matvælinn eins og þau „koma úr kúnni“ og borðaðu þau bara í minna magni. Ekki gleyma svo að njóta lífsins og vera til. Besta megrunarráðið er að hugsa sem minnst um megrun en velja rétt það sem að fer ofan í mann.
Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira