Söngdívurnar sigruðu Þórður Ingi Jónsson skrifar 10. nóvember 2014 12:30 Kelela heillaði áhorfendur upp úr skónum. Kelela Húrra, 8. nóvember Þegar okkur bar að garði var Kelela stigin á svið á skemmtistaðnum Húrra en hún kemur frá borg englanna, Los Angeles. Kelela byrjaði tónleikana á nýrri útgáfu af laginu Floor Show af fyrstu plötu sinni Cut 4 Me, sem inniheldur ferskasta R&B sem er í gangi í dag. Á plötunni syngur Kelela yfir fútúríska takta eftir framsækna taktsmiði frá plötuútgáfunum Fade to Mind og Night Slugs; takta eftir tónlistarmenn eins og Nguzunguzu sem komu einnig fram á hátíðinni, Bok Bok, Kingdom og fleiri. Á þessum frábæru tónleikum tók Kelela lög af fyrstu plötu sinni ásamt nýju efni sem var sannur heiður að fá að tjútta við, meðal annars nýjan takt eftir AraabMuzik. Hún heillaði mig gjörsamlega upp úr skónum ásamt sjálfri Björk sem var fremst á tónleikunum og leit út fyrir að skemmta sér frábærlega. Þarna voru líka samankomnar tvær alvöru söngdívur sem eru í fremstu röð framsýnnar tónlistar í heiminum í dag. Takk dömur! Kelelu til halds og trausts voru tveir plötusnúðar sem héldu uppi stuðinu.Þetta voru án efa bestu tónleikar sem ég sótti á hátíðinni í ár. Kelela syngur svo áreynslulaust og fallega en ásamt því að vera frábær lagahöfundur er hún ótrúleg söngkona með stórt raddsvið. Eitt það yndislegasta við þessa tónleika var að heyra hana syngja lagið Bank Head, sem var valið besta lag ársins 2013 af breska tímaritinu Dazed og það með réttu.Niðurstaða: Bestu tónleikarnir á hátíðinni. Stórkostleg tónlistarkona í alla staði. Airwaves Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Kelela Húrra, 8. nóvember Þegar okkur bar að garði var Kelela stigin á svið á skemmtistaðnum Húrra en hún kemur frá borg englanna, Los Angeles. Kelela byrjaði tónleikana á nýrri útgáfu af laginu Floor Show af fyrstu plötu sinni Cut 4 Me, sem inniheldur ferskasta R&B sem er í gangi í dag. Á plötunni syngur Kelela yfir fútúríska takta eftir framsækna taktsmiði frá plötuútgáfunum Fade to Mind og Night Slugs; takta eftir tónlistarmenn eins og Nguzunguzu sem komu einnig fram á hátíðinni, Bok Bok, Kingdom og fleiri. Á þessum frábæru tónleikum tók Kelela lög af fyrstu plötu sinni ásamt nýju efni sem var sannur heiður að fá að tjútta við, meðal annars nýjan takt eftir AraabMuzik. Hún heillaði mig gjörsamlega upp úr skónum ásamt sjálfri Björk sem var fremst á tónleikunum og leit út fyrir að skemmta sér frábærlega. Þarna voru líka samankomnar tvær alvöru söngdívur sem eru í fremstu röð framsýnnar tónlistar í heiminum í dag. Takk dömur! Kelelu til halds og trausts voru tveir plötusnúðar sem héldu uppi stuðinu.Þetta voru án efa bestu tónleikar sem ég sótti á hátíðinni í ár. Kelela syngur svo áreynslulaust og fallega en ásamt því að vera frábær lagahöfundur er hún ótrúleg söngkona með stórt raddsvið. Eitt það yndislegasta við þessa tónleika var að heyra hana syngja lagið Bank Head, sem var valið besta lag ársins 2013 af breska tímaritinu Dazed og það með réttu.Niðurstaða: Bestu tónleikarnir á hátíðinni. Stórkostleg tónlistarkona í alla staði.
Airwaves Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira