Innlent

Nesfrakt í ólöglegu húsnæði á Akureyri

Sveinn Arnarsson skrifar
Athafnasvæði Nesfraktar.
Athafnasvæði Nesfraktar. Fréttablaðið/Auðunn
Skipulagsdeild Akureyrar hefur sent fyrirtækinu Nesfrakt tilkynningu um að húsnæðið sem það notar undir starfsemi sína sé ekki skilgreint sem atvinnuhúsnæði. Því þurfi Nesfrakt að óska eftir breytingum á aðalskipulagi Akureyrar ellegar finna sér nýtt húsnæði undir rekstur sinn. Þetta staðfestir Pétur Bolli Jóhannesson, skipulagsfulltrúi Akureyrar.

„Þetta kom okkur mjög á óvart þegar við fengum tilkynningu frá skipulagsdeildinni um að þetta húsnæði væri ekki skilgreint sem atvinnuhúsnæði í skipulagi Akureyrar,“ segir Arnar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri Nesfraktar.

Nesfrakt flutti að Glerárgötu 36 á Akureyri í þeirri trú að um atvinnuhúsnæði væri.

„Þetta eru tveir braggar og steinhús, annað í kring bendir ekki til annars en að um atvinnuhúsnæði sé að ræða. Í raun verður öll umgjörð mun snyrtilegri með starfsemi. Við munum, ef við fáum leyfið samþykkt, hefjast handa við að mála húsin og gera þau fallegri ásýndar fyrir bæinn. Þessi hús hafa staðið þarna lengi án þess að nokkuð hafi verið gert fyrir þau,“ segir Arnar og bendir á að í næsta nágrenni við starfsemi Nesfraktar séu Landflutningar með sína starfsemi.

„Við fluttum þarna í góðri trú. Við munum fara á fund með skipulagsyfirvöldum á Akureyri til að finna lausn á þessu máli.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×