Fagnar þremur stórum áföngum Freyr Bjarnason skrifar 12. nóvember 2014 11:30 Djasstónlistarmaðurinn heldur tónleika í Björtuloftum í kvöld. Mynd/Ólafur már Svavarsson Gítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson efnir til tónleika í kvöld í tilefni þriggja stóráfanga í lífi sínu og ferli. Hann fagnar útgáfu nótnabókar, tíu ára útgáfuafmæli fyrstu plötu sinnar og fertugsafmæli sínu sem verður í lok ársins. „Nótnabókin er með öllum þeim djasslögum sem ég hef samið og hafa komið út á diskum sem ég hef gefið út undir mínu nafni og líka því sem ég hef gefið út í samstarfsverkefnum,“ segir Andrés Þór, aðspurður. „Lögin spanna öll þessi tíu ár, eða frá því að fyrsta djassplatan sem ég var hluti af kom út. Ég bjóst við að þetta yrðu þrjátíu og eitthvað lög en á endanum sá ég að þetta voru 45 lög.“ Fyrsta djassplata sem Andrés spilaði inn á var með hollensku og íslensku djasstríói, Wijnen and Winter and Thor, en hann var þá nýfluttur heim frá Hollandi þegar hún kom út. Næsta platan sem kom á eftir var fyrsta sólóplatan hans, Nýr dagur, og síðan þá hefur Andrés reynt að vera duglegur að búa til nýja tónlist. Djassarinn, sem er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í ár, verður fertugur 27. desember. „Ég er jólabarn og afmælið fellur alltaf svolítið í skuggann af jólunum,“ segir hann. „Þannig að ég ákvað að halda upp á það núna. Svo verður örugglega veisla fyrir vini og ættingja í desember.“ Á tónleikunum, sem verða í Björtuloftum í Hörpu, verða leikin vel valin lög úr nýju nótnabókinni. Ásamt Andrési koma fram Agnar Már Magnússon á píanó, bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson og Scott McLemore sem leikur á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og miðaverð er kr. 1.500 en 1.000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara. Miðar fást á Harpa.is og Midi.is. Tónlist Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Gítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson efnir til tónleika í kvöld í tilefni þriggja stóráfanga í lífi sínu og ferli. Hann fagnar útgáfu nótnabókar, tíu ára útgáfuafmæli fyrstu plötu sinnar og fertugsafmæli sínu sem verður í lok ársins. „Nótnabókin er með öllum þeim djasslögum sem ég hef samið og hafa komið út á diskum sem ég hef gefið út undir mínu nafni og líka því sem ég hef gefið út í samstarfsverkefnum,“ segir Andrés Þór, aðspurður. „Lögin spanna öll þessi tíu ár, eða frá því að fyrsta djassplatan sem ég var hluti af kom út. Ég bjóst við að þetta yrðu þrjátíu og eitthvað lög en á endanum sá ég að þetta voru 45 lög.“ Fyrsta djassplata sem Andrés spilaði inn á var með hollensku og íslensku djasstríói, Wijnen and Winter and Thor, en hann var þá nýfluttur heim frá Hollandi þegar hún kom út. Næsta platan sem kom á eftir var fyrsta sólóplatan hans, Nýr dagur, og síðan þá hefur Andrés reynt að vera duglegur að búa til nýja tónlist. Djassarinn, sem er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í ár, verður fertugur 27. desember. „Ég er jólabarn og afmælið fellur alltaf svolítið í skuggann af jólunum,“ segir hann. „Þannig að ég ákvað að halda upp á það núna. Svo verður örugglega veisla fyrir vini og ættingja í desember.“ Á tónleikunum, sem verða í Björtuloftum í Hörpu, verða leikin vel valin lög úr nýju nótnabókinni. Ásamt Andrési koma fram Agnar Már Magnússon á píanó, bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson og Scott McLemore sem leikur á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og miðaverð er kr. 1.500 en 1.000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara. Miðar fást á Harpa.is og Midi.is.
Tónlist Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira