Örstutt um dreifikerfi RÚV Gunnar Örn Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Ríkisútvarpið er eign allra landsmanna og það er því starfsfólki RÚV mikið kappsmál að eigendurnir – almenningur – hafi greiðan og góðan aðgang að dagskrá RÚV í sjónvarpi, útvarpi og á vef. Af þessum sökum hefur RÚV áratugum saman rekið eigið dreifikerfi. Dreifikerfið hefur verið byggt upp með ærnum tilkostnaði í marga áratugi af fámennri þjóð í víðáttumiklu og hrjóstrugu landi. Það er til marks um takmarkalitla bjartsýni Íslendinga að á sínum tíma hafi verið lagt upp í þessa metnaðarfullu vegferð en landsmenn hafa sannarlega uppskorið í samræmi við fjárfestinguna. Þeir sem búa utan þéttbýlis og þeir sem ferðast um landið vita að útsendingar RÚV nást misjafnlega vel eftir landssvæðum en sífellt er unnið að þéttingu og úrbótum á hinu viðamikla dreifikerfi. Ætíð er kappkostað að bregðast við eins fljótt og auðið er þegar útsendingarbúnaður bilar, gjarnan vegna óveðurs en að auki er nú að störfum vinnuhópur sem vinnur heildstæða stefnumörkun til framtíðar í dreifingarmálum Ríkisútvarpsins. Hátæknibúnaður er ekki alltaf vel til þess fallinn að standa af sér íslenskan vetur og því eru tæknimenn ávallt í viðbragðsstöðu, undir það búnir að gera við búnað sem veturinn leikur grátt. Um árabil hefur markmiðið verið að ná til a.m.k. 99,8% þjóðarinnar. Útsendingar Ríkisútvarpsins nást víða um land þar sem engar aðrar útsendingar nást. RÚV stenst þar ekki einungis samanburð við frændstöðvar í nágrannalöndum heldur gerir gott betur en þær. Að mati stjórnenda danska útvarpsins DR er til dæmis meira en nóg að ná til 97% Dana og má þó vera nokkuð ljóst að þar er kostnaðurinn við dreifikerfið umtalsvert minni en hér á landi, þar sem Danmörk er minni og landslagið ekki hindrun fyrir útsendingarmerkið. Útvarpsgjaldið sem innheimt er á hvern íbúa í Danmörku er þó svipað að krónutölu og óskert útvarpsgjald á Íslandi. Dreifikerfi Ríkisútvarpsins hefur tvíþætt hlutverk, í fyrsta lagi að miðla þeirri fjölbreyttu dagskrá sem í boði er til landsmanna en auk þess er dreifikerfi RÚV mikilvægur hlekkur í almannavörnum þjóðarinnar. Dreifikerfi Ríkisútvarpsins er gríðarlega víðfeðmt, með tæplega tvö hundruð FM-sendum, tveimur langbylgjusendum, hátt í hundrað sjónvarpssendum, gervihnattarútsendingum auk nýs stafræns dreifikerfis. Til þess að ná jafnstórum hluta landsmanna og RÚV stefnir að þarf þetta til. Hlutar þessa kerfis eru hins vegar komnir til ára sinna og tækninni hefur fleygt fram. Vegna þessa stendur RÚV nú ásamt Vodafone fyrir uppbyggingu stafræns dreifikerfis fyrir sjónvarp, þar sem RÚV getur sent tvær sjónvarpsrásir auk tveggja útvarpsrása í því dreifikerfi í betri gæðum en hingað til hefur þekkst. Gert er ráð fyrir að þessum kafla uppbyggingar dreifikerfisins ljúki fyrir áramót. Þessu til viðbótar er nú að störfum vinnuhópur sem á að móta heildstæða framtíðarstefnu um frekari uppbyggingu dreifikerfisins. Með þessu er stigið stórt skref og almenningi boðin betri þjónusta en verið hefur. Til þess að tryggja þjónustu við landsmenn sem treysta ekki síst á RÚV þegar mikið liggur við er þó ljóst að Ríkisútvarpið þarf áfram að verja dágóðum hluta tekna sinna af útvarpsgjaldinu í viðhald og frekari uppbyggingu dreifikerfisins. Þessu verki lýkur aldrei – alltaf má gera betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Ríkisútvarpið er eign allra landsmanna og það er því starfsfólki RÚV mikið kappsmál að eigendurnir – almenningur – hafi greiðan og góðan aðgang að dagskrá RÚV í sjónvarpi, útvarpi og á vef. Af þessum sökum hefur RÚV áratugum saman rekið eigið dreifikerfi. Dreifikerfið hefur verið byggt upp með ærnum tilkostnaði í marga áratugi af fámennri þjóð í víðáttumiklu og hrjóstrugu landi. Það er til marks um takmarkalitla bjartsýni Íslendinga að á sínum tíma hafi verið lagt upp í þessa metnaðarfullu vegferð en landsmenn hafa sannarlega uppskorið í samræmi við fjárfestinguna. Þeir sem búa utan þéttbýlis og þeir sem ferðast um landið vita að útsendingar RÚV nást misjafnlega vel eftir landssvæðum en sífellt er unnið að þéttingu og úrbótum á hinu viðamikla dreifikerfi. Ætíð er kappkostað að bregðast við eins fljótt og auðið er þegar útsendingarbúnaður bilar, gjarnan vegna óveðurs en að auki er nú að störfum vinnuhópur sem vinnur heildstæða stefnumörkun til framtíðar í dreifingarmálum Ríkisútvarpsins. Hátæknibúnaður er ekki alltaf vel til þess fallinn að standa af sér íslenskan vetur og því eru tæknimenn ávallt í viðbragðsstöðu, undir það búnir að gera við búnað sem veturinn leikur grátt. Um árabil hefur markmiðið verið að ná til a.m.k. 99,8% þjóðarinnar. Útsendingar Ríkisútvarpsins nást víða um land þar sem engar aðrar útsendingar nást. RÚV stenst þar ekki einungis samanburð við frændstöðvar í nágrannalöndum heldur gerir gott betur en þær. Að mati stjórnenda danska útvarpsins DR er til dæmis meira en nóg að ná til 97% Dana og má þó vera nokkuð ljóst að þar er kostnaðurinn við dreifikerfið umtalsvert minni en hér á landi, þar sem Danmörk er minni og landslagið ekki hindrun fyrir útsendingarmerkið. Útvarpsgjaldið sem innheimt er á hvern íbúa í Danmörku er þó svipað að krónutölu og óskert útvarpsgjald á Íslandi. Dreifikerfi Ríkisútvarpsins hefur tvíþætt hlutverk, í fyrsta lagi að miðla þeirri fjölbreyttu dagskrá sem í boði er til landsmanna en auk þess er dreifikerfi RÚV mikilvægur hlekkur í almannavörnum þjóðarinnar. Dreifikerfi Ríkisútvarpsins er gríðarlega víðfeðmt, með tæplega tvö hundruð FM-sendum, tveimur langbylgjusendum, hátt í hundrað sjónvarpssendum, gervihnattarútsendingum auk nýs stafræns dreifikerfis. Til þess að ná jafnstórum hluta landsmanna og RÚV stefnir að þarf þetta til. Hlutar þessa kerfis eru hins vegar komnir til ára sinna og tækninni hefur fleygt fram. Vegna þessa stendur RÚV nú ásamt Vodafone fyrir uppbyggingu stafræns dreifikerfis fyrir sjónvarp, þar sem RÚV getur sent tvær sjónvarpsrásir auk tveggja útvarpsrása í því dreifikerfi í betri gæðum en hingað til hefur þekkst. Gert er ráð fyrir að þessum kafla uppbyggingar dreifikerfisins ljúki fyrir áramót. Þessu til viðbótar er nú að störfum vinnuhópur sem á að móta heildstæða framtíðarstefnu um frekari uppbyggingu dreifikerfisins. Með þessu er stigið stórt skref og almenningi boðin betri þjónusta en verið hefur. Til þess að tryggja þjónustu við landsmenn sem treysta ekki síst á RÚV þegar mikið liggur við er þó ljóst að Ríkisútvarpið þarf áfram að verja dágóðum hluta tekna sinna af útvarpsgjaldinu í viðhald og frekari uppbyggingu dreifikerfisins. Þessu verki lýkur aldrei – alltaf má gera betur.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun