Hvað vilja tónlistarkennarar? Anna Rún Atladóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Verkfall Félags tónlistarskólakennara (FT) hefur nú staðið í þrjár vikur. Íslendingar eiga rótgróna og metnaðarfulla tónlistarskóla, sem eiga stóran þátt í grósku tónlistar á Íslandi. Sköpun og iðkun tónlistar auðgar ekki bara menningu þjóðarinnar, hún beinlínis skapar tekjur fyrir hana. Nærtækt dæmi er Airwaves-hátíðin. Á síðustu árum hefur verið vegið harkalega að tónlistarskólum landsins. Árið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um að standa straum af öllum kennslukostnaði tónlistarskóla, sem hefur ekki verið virt. Til að brúa bilið hafa margir tónlistarskólar þurft að hækka skólagjöld og skera niður. Þar með hefur tónlistarnám orðið of dýrt fyrir marga og skólastarf hefur laskast vegna viðvarandi fjárskorts. Vanræksla ráðamanna á þessu vandamáli er til skammar. Ofan á þetta bætast svo smánarleg kjör tónlistarkennara, sem nú hafa leitt til verkfalls. Sem fyrr sýna ráðamenn sveitarfélaganna (sérstaklega Reykjavíkurborgar) málefnum tónlistarnáms fullkomið virðingarleysi. Ráðamenn finna strax fyrir áhrifum sem leiða af verkfalli leik- eða grunnskólakennara. Þá þurfa foreldrar að sinna börnum sínum á vinnutíma, sem hefur áhrif á afkomu atvinnurekenda – skammtímavandamál sem „verður” að leysa. Tónlistarkennarar hafa ekki slíkan slagkraft í sinni kjarabaráttu og það nýta ráðamenn sér miskunnarlaust. Vanræksla á rekstri tónlistarskóla og slæm kjör kennara skapa einnig alvarleg langtímavandamál, hvort sem um er að ræða kennara í leik-, grunn- eða tónlistarskóla. Þau leiða til verri menntunar barna, sem skilar sér seinna í fullorðnum einstaklingum sem eru verr þjálfaðir til að skapa, framkvæma og greina í samfélagi sem gerir sífellt meiri kröfur til þeirra um slíka hæfileika. Því miður fer lítið fyrir áhyggjum ráðamanna sveitarfélaganna af langtímaáhrifum þeirrar vanrækslu sem einkennt hefur rekstrargrundvöll tónlistarskólanna og kjör tónlistarkennara. Til marks um það eru m.a. viðbrögð þeirra við verkfalli FT.Óásættanlegt En um hvað snýst verkfallið? FT er eini aðili KÍ sem enn er ósamið við. Laun tónlistarkennara hafa dregist verulega aftur úr launum annarra sambærilegra hópa á undanförnum árum. Í janúar 2008 voru laun 45 ára tónlistarkennara með 15 ára starfsreynslu (BA) 5% hærri en laun umsjónarkennara tvö í grunnskóla með sambærilega menntun og reynslu. Síðasta tilboð samninganefndar sveitarfélaga gerir ráð fyrir að laun tónlistarkennarans verði 16% lægri í janúar 2015 og 27% lægri í maí 2015. Það er með öllu óásættanlegt að félagsmönnum innan KÍ sé mismunað í launum eftir skólagerð. Það stríðir raunar gegn einu af megin samningsmarkmiðum Sambandsíslenskra sveitarfélaga, sem er að tryggja sambærileg laun fyrir sambærileg störf, óháð kynferði, búsetu eða stéttarfélagsaðild. Skilaboðin frá ráðamönnum sveitarfélaga virðast vera þau að störf, menntun og reynsla tónlistarkennara séu minna virði en annarra kennara og stjórnenda. Ég skora á ráðamenn sveitarfélaganna að leiðrétta þennan misskilning og ganga þegar í stað frá mannsæmandi samningum við FT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Verkfall Félags tónlistarskólakennara (FT) hefur nú staðið í þrjár vikur. Íslendingar eiga rótgróna og metnaðarfulla tónlistarskóla, sem eiga stóran þátt í grósku tónlistar á Íslandi. Sköpun og iðkun tónlistar auðgar ekki bara menningu þjóðarinnar, hún beinlínis skapar tekjur fyrir hana. Nærtækt dæmi er Airwaves-hátíðin. Á síðustu árum hefur verið vegið harkalega að tónlistarskólum landsins. Árið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um að standa straum af öllum kennslukostnaði tónlistarskóla, sem hefur ekki verið virt. Til að brúa bilið hafa margir tónlistarskólar þurft að hækka skólagjöld og skera niður. Þar með hefur tónlistarnám orðið of dýrt fyrir marga og skólastarf hefur laskast vegna viðvarandi fjárskorts. Vanræksla ráðamanna á þessu vandamáli er til skammar. Ofan á þetta bætast svo smánarleg kjör tónlistarkennara, sem nú hafa leitt til verkfalls. Sem fyrr sýna ráðamenn sveitarfélaganna (sérstaklega Reykjavíkurborgar) málefnum tónlistarnáms fullkomið virðingarleysi. Ráðamenn finna strax fyrir áhrifum sem leiða af verkfalli leik- eða grunnskólakennara. Þá þurfa foreldrar að sinna börnum sínum á vinnutíma, sem hefur áhrif á afkomu atvinnurekenda – skammtímavandamál sem „verður” að leysa. Tónlistarkennarar hafa ekki slíkan slagkraft í sinni kjarabaráttu og það nýta ráðamenn sér miskunnarlaust. Vanræksla á rekstri tónlistarskóla og slæm kjör kennara skapa einnig alvarleg langtímavandamál, hvort sem um er að ræða kennara í leik-, grunn- eða tónlistarskóla. Þau leiða til verri menntunar barna, sem skilar sér seinna í fullorðnum einstaklingum sem eru verr þjálfaðir til að skapa, framkvæma og greina í samfélagi sem gerir sífellt meiri kröfur til þeirra um slíka hæfileika. Því miður fer lítið fyrir áhyggjum ráðamanna sveitarfélaganna af langtímaáhrifum þeirrar vanrækslu sem einkennt hefur rekstrargrundvöll tónlistarskólanna og kjör tónlistarkennara. Til marks um það eru m.a. viðbrögð þeirra við verkfalli FT.Óásættanlegt En um hvað snýst verkfallið? FT er eini aðili KÍ sem enn er ósamið við. Laun tónlistarkennara hafa dregist verulega aftur úr launum annarra sambærilegra hópa á undanförnum árum. Í janúar 2008 voru laun 45 ára tónlistarkennara með 15 ára starfsreynslu (BA) 5% hærri en laun umsjónarkennara tvö í grunnskóla með sambærilega menntun og reynslu. Síðasta tilboð samninganefndar sveitarfélaga gerir ráð fyrir að laun tónlistarkennarans verði 16% lægri í janúar 2015 og 27% lægri í maí 2015. Það er með öllu óásættanlegt að félagsmönnum innan KÍ sé mismunað í launum eftir skólagerð. Það stríðir raunar gegn einu af megin samningsmarkmiðum Sambandsíslenskra sveitarfélaga, sem er að tryggja sambærileg laun fyrir sambærileg störf, óháð kynferði, búsetu eða stéttarfélagsaðild. Skilaboðin frá ráðamönnum sveitarfélaga virðast vera þau að störf, menntun og reynsla tónlistarkennara séu minna virði en annarra kennara og stjórnenda. Ég skora á ráðamenn sveitarfélaganna að leiðrétta þennan misskilning og ganga þegar í stað frá mannsæmandi samningum við FT.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun