Framhaldsskólinn fyrir alla? Hrönn Baldursdóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Hvítbók mennta- og menningarmálaráðuneytis var kynnt á haustdögum. Þar kemur meðal annars fram að hindra eigi aðgang 25 ára og eldri að bóknámi í framhaldsskólunum, bæði að dag-, fjar- og kvöldnámi. Þessi skyndilega stefnubreyting var gerð án viðræðu við starfsfólk skóla og er án aðlögunartíma. Verði breytingin samþykkt gætir áhrifanna strax á næstu önn og beina þarf stórum hópi í framhaldsfræðslukerfið sem er tæplega tilbúið fyrir það í dag auk þess sem námsframboð þar er annað. Mikilvægt er að undirbúa og kynna breytingar tímanlega of skilgreina hverju framhaldsskólar og framhaldsfræðslan eigi að sinna. Annað af tveimur markmiðum í menntamálum til ársins 2018 er að 60% nemenda ljúki framhaldsskóla á tilsettum tíma. Um 44% nemenda gera það nú. Á síðustu 10 árum hefur þessi tala hækkað um 5 prósentustig og nú er ætlunin að hækka hana um 16 prósentustig á fjórum árum. Það gefur því augaleið að vinna þarf mun markvissar gegn brotthvarfi. Ég nefni hér nokkur atriði sem draga úr námshraða og ég verð mest vör við í starfi. Margir vinna mikið með námi, sumir til að halda uppi lífsstíl en það á ekki við um alla. Peningaleysi er vandamál stórs hóps en samfélagið veigrar sér við að horfast í augu við það. Mörgum sækist því námið seint af fjárhagsástæðum. Sveitarfélögin veita skólastyrki til fjárhagslega illa staddra námsmanna en þar reynast viðmiðunarmörkin oft of lág og því vinna margir nemendur fyrir sér. Ekki er heimilt að veita skólastyrki til nemenda sem eru í lánshæfu námi. Þeir nemendur geta sótt um námslán hjá LÍN vegna náms í iðn- og verkgreinum en sumir eru ekki lánshæfir að mati banka og fá þá ekki námslán. Nemendur í þeirri stöðu gætu þá farið í bóknám en verði sú leið lokuð eru fá úrræði eftir. Þessir nemendur hafa ekki frekar efni á háskólabrú eða öðru námi. Ef taka á til eftirbreytni kerfin á Norðurlöndum, þarf að veita ókeypis skólabækur, skólastyrk til allra nemenda og niðurgreiða mat verulega. Ég hef ekki séð slíkar tillögur í Hvítbók menntamálaráðherra, einungis tillögur í fjárlagafrumvarpinu um hækkun virðisaukaskatts á bókum. Á það við um skólabækur líka?Eftirbátar annarra Stór hópur nemenda er óákveðinn um náms- og starfsval. Auka þarf náms- og starfsfræðslu í grunn- og framhaldsskólum en við erum eftirbátar annarra vestrænna þjóða hvað það varðar. Með markvissri fræðslu má undirbúa nemendur svo þeir verði betur í stakk búnir að taka ígrundaða ákvörðun mun fyrr en nú er. Heildstæð áætlun um náms- og starfsfræðslu í grunn- og framhaldsskólum er í mótun og er mikilvægt að hún fái brautargengi með fjárframlögum sem duga til verksins. Mikill skortur er á námsefni og upplýsingaveitu á íslensku um nám og störf. Verið er að smíða upplýsingaveitu að tilstuðlan IPA-styrks frá Evrópusambandinu en sú vinna er nú í biðstöðu vegna afturköllunar styrkjanna. Ef vinna á í alvöru gegn brotthvarfi þarf fjármagn til að ljúka því verki. Hluti brotthvarfs er vegna veikinda, sérstaklega andlegra veikinda. Mikið áhyggjuefni er hve löng bið er eftir tíma hjá geðlæknum og að vinna sálfræðinga sé ekki innan sjúkratryggingakerfisins. Heilsugæslur hafa þó verið að auka við í sálfræðiþjónustu en betur má ef duga skal. Námserfiðleikar og ónæg skólahæfni er enn ein ástæða brotthvarfs. Nemendur upplifa námið oft of erfitt og gefast gjarnan upp eða fá ekki áframhaldandi skólavist vegna slaks árangurs. Fjármagn vegna stoðþjónustu og umsjónarkerfis er ekki nægilegt. Mikið er talað um að draga megi úr brotthvarfi með því að stytta nám. Óvíst er hvort það gagnist þeim hópum sem hér eru nefndir. Það er mikilvægt að ná fram breytingum í framhaldsskólanum þannig að fleiri ljúki námi og fyrr. Finna má bæði kosti og galla við menntakerfið en besta lausnin getur varla verið að leggja á skyndileg höft út frá aldri. Helst sýnist mér þetta vera illa dulbúinn sparnaður þar sem á að fórna nemendum 25 ára og eldri. Hvað varð af eldra markmiði um að 90% fólks á aldrinum 24-65 hafi lokið framhaldsskólanámi? Ef ekki á að vinna markvissar á brotthvarfi verður alltaf verulegur hópur í hverjum árgangi í vandræðum með að ljúka framhaldsskólanámi líkt og nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrönn Baldursdóttir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvítbók mennta- og menningarmálaráðuneytis var kynnt á haustdögum. Þar kemur meðal annars fram að hindra eigi aðgang 25 ára og eldri að bóknámi í framhaldsskólunum, bæði að dag-, fjar- og kvöldnámi. Þessi skyndilega stefnubreyting var gerð án viðræðu við starfsfólk skóla og er án aðlögunartíma. Verði breytingin samþykkt gætir áhrifanna strax á næstu önn og beina þarf stórum hópi í framhaldsfræðslukerfið sem er tæplega tilbúið fyrir það í dag auk þess sem námsframboð þar er annað. Mikilvægt er að undirbúa og kynna breytingar tímanlega of skilgreina hverju framhaldsskólar og framhaldsfræðslan eigi að sinna. Annað af tveimur markmiðum í menntamálum til ársins 2018 er að 60% nemenda ljúki framhaldsskóla á tilsettum tíma. Um 44% nemenda gera það nú. Á síðustu 10 árum hefur þessi tala hækkað um 5 prósentustig og nú er ætlunin að hækka hana um 16 prósentustig á fjórum árum. Það gefur því augaleið að vinna þarf mun markvissar gegn brotthvarfi. Ég nefni hér nokkur atriði sem draga úr námshraða og ég verð mest vör við í starfi. Margir vinna mikið með námi, sumir til að halda uppi lífsstíl en það á ekki við um alla. Peningaleysi er vandamál stórs hóps en samfélagið veigrar sér við að horfast í augu við það. Mörgum sækist því námið seint af fjárhagsástæðum. Sveitarfélögin veita skólastyrki til fjárhagslega illa staddra námsmanna en þar reynast viðmiðunarmörkin oft of lág og því vinna margir nemendur fyrir sér. Ekki er heimilt að veita skólastyrki til nemenda sem eru í lánshæfu námi. Þeir nemendur geta sótt um námslán hjá LÍN vegna náms í iðn- og verkgreinum en sumir eru ekki lánshæfir að mati banka og fá þá ekki námslán. Nemendur í þeirri stöðu gætu þá farið í bóknám en verði sú leið lokuð eru fá úrræði eftir. Þessir nemendur hafa ekki frekar efni á háskólabrú eða öðru námi. Ef taka á til eftirbreytni kerfin á Norðurlöndum, þarf að veita ókeypis skólabækur, skólastyrk til allra nemenda og niðurgreiða mat verulega. Ég hef ekki séð slíkar tillögur í Hvítbók menntamálaráðherra, einungis tillögur í fjárlagafrumvarpinu um hækkun virðisaukaskatts á bókum. Á það við um skólabækur líka?Eftirbátar annarra Stór hópur nemenda er óákveðinn um náms- og starfsval. Auka þarf náms- og starfsfræðslu í grunn- og framhaldsskólum en við erum eftirbátar annarra vestrænna þjóða hvað það varðar. Með markvissri fræðslu má undirbúa nemendur svo þeir verði betur í stakk búnir að taka ígrundaða ákvörðun mun fyrr en nú er. Heildstæð áætlun um náms- og starfsfræðslu í grunn- og framhaldsskólum er í mótun og er mikilvægt að hún fái brautargengi með fjárframlögum sem duga til verksins. Mikill skortur er á námsefni og upplýsingaveitu á íslensku um nám og störf. Verið er að smíða upplýsingaveitu að tilstuðlan IPA-styrks frá Evrópusambandinu en sú vinna er nú í biðstöðu vegna afturköllunar styrkjanna. Ef vinna á í alvöru gegn brotthvarfi þarf fjármagn til að ljúka því verki. Hluti brotthvarfs er vegna veikinda, sérstaklega andlegra veikinda. Mikið áhyggjuefni er hve löng bið er eftir tíma hjá geðlæknum og að vinna sálfræðinga sé ekki innan sjúkratryggingakerfisins. Heilsugæslur hafa þó verið að auka við í sálfræðiþjónustu en betur má ef duga skal. Námserfiðleikar og ónæg skólahæfni er enn ein ástæða brotthvarfs. Nemendur upplifa námið oft of erfitt og gefast gjarnan upp eða fá ekki áframhaldandi skólavist vegna slaks árangurs. Fjármagn vegna stoðþjónustu og umsjónarkerfis er ekki nægilegt. Mikið er talað um að draga megi úr brotthvarfi með því að stytta nám. Óvíst er hvort það gagnist þeim hópum sem hér eru nefndir. Það er mikilvægt að ná fram breytingum í framhaldsskólanum þannig að fleiri ljúki námi og fyrr. Finna má bæði kosti og galla við menntakerfið en besta lausnin getur varla verið að leggja á skyndileg höft út frá aldri. Helst sýnist mér þetta vera illa dulbúinn sparnaður þar sem á að fórna nemendum 25 ára og eldri. Hvað varð af eldra markmiði um að 90% fólks á aldrinum 24-65 hafi lokið framhaldsskólanámi? Ef ekki á að vinna markvissar á brotthvarfi verður alltaf verulegur hópur í hverjum árgangi í vandræðum með að ljúka framhaldsskólanámi líkt og nú.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun