Sendum ráðamönnum tóninn Silja Traustadóttir skrifar 13. nóvember 2014 07:00 DAGUR 1.„Af hverju fer systir mín í fiðlutíma en ég fæ ekki að fara í píanó?“ spurði 8 ára sonur minn daginn sem verkfall tónlistarkennara hófst. „Af því að fiðlukennarinn hennar spilar í Sinfóníunni og er í öðru stéttarfélagi,“ svaraði ég. „Fær hann góð laun?“ „Nei, þau duga ekki til, svo hann kennir í tónlistarskólanum í aukastarfi.“ DAGUR 2. „Kom eitthvað í fréttum um verkfallið í dag?“ spurði stráksi. „Nei, en það var mikið fjallað um verkfall lækna, þeir ætla víst allir að flytja úr landi til þess að fá betri laun.“ „En píanókennarinn minn, hann er menntaður í útlöndum, flytur hann kannski líka?“ „Vonandi ekki, nema það vanti píanókennara til að kenna öllum brottfluttu læknabörnunum.“ DAGUR 7. „Mér finnst að tónlistarkennarar eigi að fá góð laun, heimtuðu þeir kannski of mikið?“ „Þeir báðu um sama og aðrir kennarar en þorðu ekkert að minnast á laun fólks sem passar peninga, stýrir tölvum eða þvaðrar um lausasölu áfengis á Alþingi.“ DAGUR 10. „Fá tónlistarkennararnir engin laun núna?“ „Nei, venjulegt fólk fær engin laun þegar það vinnur ekki, nema aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem heldur sínum 893 þúsundum á meðan mál hans er fyrir dómstólum.“ „En eru ekki störf aðstoðarmanns ráðherra og tónlistarkennara ólík?“ „Tja, báðir undirbúa einn einstakling í einu fyrir að koma opinberlega fram án þess að verða sér til mikillar skammar.“ DAGUR 11. „Vorum við kannski ekki búin að borga okkar hlut í tónlistarnáminu?“ „Jú, ég borgaði 214.839 kr. fyrir ykkur systkinin með glöðu geði. Við fáum hins vegar ekki mikið fyrir þær meðan á verkfalli stendur.“ DAGUR 14. „Kom eitthvað í fréttunum um mótmæli okkar tónlistarnemenda við Ráðhúsið í dag og áskorunina til borgarstjóra sem lúðrasveitarstrákurinn úr Árbænum las upp?“ „Nei, en skúringakonurnar í stjórnarráðinu voru reknar, þær voru víst á allt of háum launum.“ „Flytja þær þá líka úr landi?“ „Jaa, það þarf líklega mannskap í að halda öllum þessum fínu spítölum í útlöndum hreinum og maður getur víst skúrað á hvaða tungumáli sem er.“ DAGUR 16. „Af hverju heyrist næstum ekkert um þetta verkfall í fréttunum?“ „Af því að þið eruð enginn þrýstihópur; þið eigið engan kvóta og hafið ekki aldur til þess að kjósa Framsóknarflokkinn.“ DAGUR 18. „Hefur menntamálaráðherra ekki áhuga á tónlist og getur beitt sér?“ „Hann er flinkur píanóleikari og var lengi í tónlistarnámi, en hann er svo óskaplega upptekinn af því að skerða nám í framhaldsskólum að það er ekki meira á hann leggjandi.“ DAGUR 19. „Getum við gert eitthvað í þessu?“ „Það er búið að semja við öll hin kennarafélögin fyrir löngu svo aldrei hefði þurft að koma til verkfalls. Sveitarfélögin halda kannski að þau spari upp í væntanlega hækkun með verkfalli en nemendur og foreldrar eru illa sviknir. Fjölmiðlar standa sig hvorki í því að veita upplýsingar né spyrja gagnrýninna spurninga. Margar greinar um hvað tónlistin er mikilvæg og mannbætandi hafa birst, kennarar og nemendur hafa mótmælt. Það er fátt eftir, nema að senda ráðamönnum tóninn.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Sjá meira
DAGUR 1.„Af hverju fer systir mín í fiðlutíma en ég fæ ekki að fara í píanó?“ spurði 8 ára sonur minn daginn sem verkfall tónlistarkennara hófst. „Af því að fiðlukennarinn hennar spilar í Sinfóníunni og er í öðru stéttarfélagi,“ svaraði ég. „Fær hann góð laun?“ „Nei, þau duga ekki til, svo hann kennir í tónlistarskólanum í aukastarfi.“ DAGUR 2. „Kom eitthvað í fréttum um verkfallið í dag?“ spurði stráksi. „Nei, en það var mikið fjallað um verkfall lækna, þeir ætla víst allir að flytja úr landi til þess að fá betri laun.“ „En píanókennarinn minn, hann er menntaður í útlöndum, flytur hann kannski líka?“ „Vonandi ekki, nema það vanti píanókennara til að kenna öllum brottfluttu læknabörnunum.“ DAGUR 7. „Mér finnst að tónlistarkennarar eigi að fá góð laun, heimtuðu þeir kannski of mikið?“ „Þeir báðu um sama og aðrir kennarar en þorðu ekkert að minnast á laun fólks sem passar peninga, stýrir tölvum eða þvaðrar um lausasölu áfengis á Alþingi.“ DAGUR 10. „Fá tónlistarkennararnir engin laun núna?“ „Nei, venjulegt fólk fær engin laun þegar það vinnur ekki, nema aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem heldur sínum 893 þúsundum á meðan mál hans er fyrir dómstólum.“ „En eru ekki störf aðstoðarmanns ráðherra og tónlistarkennara ólík?“ „Tja, báðir undirbúa einn einstakling í einu fyrir að koma opinberlega fram án þess að verða sér til mikillar skammar.“ DAGUR 11. „Vorum við kannski ekki búin að borga okkar hlut í tónlistarnáminu?“ „Jú, ég borgaði 214.839 kr. fyrir ykkur systkinin með glöðu geði. Við fáum hins vegar ekki mikið fyrir þær meðan á verkfalli stendur.“ DAGUR 14. „Kom eitthvað í fréttunum um mótmæli okkar tónlistarnemenda við Ráðhúsið í dag og áskorunina til borgarstjóra sem lúðrasveitarstrákurinn úr Árbænum las upp?“ „Nei, en skúringakonurnar í stjórnarráðinu voru reknar, þær voru víst á allt of háum launum.“ „Flytja þær þá líka úr landi?“ „Jaa, það þarf líklega mannskap í að halda öllum þessum fínu spítölum í útlöndum hreinum og maður getur víst skúrað á hvaða tungumáli sem er.“ DAGUR 16. „Af hverju heyrist næstum ekkert um þetta verkfall í fréttunum?“ „Af því að þið eruð enginn þrýstihópur; þið eigið engan kvóta og hafið ekki aldur til þess að kjósa Framsóknarflokkinn.“ DAGUR 18. „Hefur menntamálaráðherra ekki áhuga á tónlist og getur beitt sér?“ „Hann er flinkur píanóleikari og var lengi í tónlistarnámi, en hann er svo óskaplega upptekinn af því að skerða nám í framhaldsskólum að það er ekki meira á hann leggjandi.“ DAGUR 19. „Getum við gert eitthvað í þessu?“ „Það er búið að semja við öll hin kennarafélögin fyrir löngu svo aldrei hefði þurft að koma til verkfalls. Sveitarfélögin halda kannski að þau spari upp í væntanlega hækkun með verkfalli en nemendur og foreldrar eru illa sviknir. Fjölmiðlar standa sig hvorki í því að veita upplýsingar né spyrja gagnrýninna spurninga. Margar greinar um hvað tónlistin er mikilvæg og mannbætandi hafa birst, kennarar og nemendur hafa mótmælt. Það er fátt eftir, nema að senda ráðamönnum tóninn.“
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun