Vegurinn til glötunar Birgir Dýrfjörð skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Leiðarvísar við þjóðvegi eru oft kallaðir vegprestar. Þeir vísa veginn. Þegar mikill munur þykir á orðum og gjörðum ýmiss konar predikara er þeim því oft líkt við vegpresta, og þá með þeirri skýringu að þeir vísa veginn en fara hann ekki sjálfir. Þykir þá sannast, sem sagt er, að vegurinn til glötunar er varðaður fögrum fyrirheitum. Mér komu þau orð í huga þegar ég las í 3. grein í siðareglum Alþjóðasambands jafnaðarmanna, sem samþykktar voru á 22. þingi þess í Sao Paulo, þar sem segir um samstarf við aðrar stjórnmálahreyfingar: „að samþykkja ekki neins konar pólitískt bandalag eða samvinnu, á hvaða stigi sem er, við hvern þann stjórnmálaflokk sem hvetur til eða reynir að kynda undir þjóðernis- eða kynþáttahatri“. Hér er afdráttarlaust kveðið að orði, ekkert bandalag eða samvinnu „á hvaða stigi sem er“. Í borgarstjórn Fólk, sem með einum eða öðrum hætti aðhyllist hugmyndir jafnaðarstefnunnar um mannréttindi má því vera ánægt með staðfestu þeirra borgarfulltrúa, sem ákváðu að hafa enga samvinnu við Framsóknarflokkinn, meðan hann gerir ekki hreint fyrir sínum dyrum vegna þjóðernis- og kynþáttahyggju frambjóðenda hans fyrir síðustu kosningar til borgarstjórnar. Flest fullorðið fólk veit að auðveldara er að gefa fögur fyrirheit en halda þau, og stundum kostar að vera maður orða sinna. Því miður er sú greiðsla þó ekki alltaf öllum laus í hendi. Það er því fagnaðarefni að í borgarstjórn Reykjavíkur er fólk, sem reyndist borgunarmenn fyrir orðum jafnaðarmanna. Sem kjósandi í Reykjavík og fulltrúi í flokksstjórn Samfylkingarinnar finnst mér skylt að þakka því fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Leiðarvísar við þjóðvegi eru oft kallaðir vegprestar. Þeir vísa veginn. Þegar mikill munur þykir á orðum og gjörðum ýmiss konar predikara er þeim því oft líkt við vegpresta, og þá með þeirri skýringu að þeir vísa veginn en fara hann ekki sjálfir. Þykir þá sannast, sem sagt er, að vegurinn til glötunar er varðaður fögrum fyrirheitum. Mér komu þau orð í huga þegar ég las í 3. grein í siðareglum Alþjóðasambands jafnaðarmanna, sem samþykktar voru á 22. þingi þess í Sao Paulo, þar sem segir um samstarf við aðrar stjórnmálahreyfingar: „að samþykkja ekki neins konar pólitískt bandalag eða samvinnu, á hvaða stigi sem er, við hvern þann stjórnmálaflokk sem hvetur til eða reynir að kynda undir þjóðernis- eða kynþáttahatri“. Hér er afdráttarlaust kveðið að orði, ekkert bandalag eða samvinnu „á hvaða stigi sem er“. Í borgarstjórn Fólk, sem með einum eða öðrum hætti aðhyllist hugmyndir jafnaðarstefnunnar um mannréttindi má því vera ánægt með staðfestu þeirra borgarfulltrúa, sem ákváðu að hafa enga samvinnu við Framsóknarflokkinn, meðan hann gerir ekki hreint fyrir sínum dyrum vegna þjóðernis- og kynþáttahyggju frambjóðenda hans fyrir síðustu kosningar til borgarstjórnar. Flest fullorðið fólk veit að auðveldara er að gefa fögur fyrirheit en halda þau, og stundum kostar að vera maður orða sinna. Því miður er sú greiðsla þó ekki alltaf öllum laus í hendi. Það er því fagnaðarefni að í borgarstjórn Reykjavíkur er fólk, sem reyndist borgunarmenn fyrir orðum jafnaðarmanna. Sem kjósandi í Reykjavík og fulltrúi í flokksstjórn Samfylkingarinnar finnst mér skylt að þakka því fólki.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun