Jólagesturinn 1. nóvember 2014 00:01 "Amma kemur! Amma kemur!" Þannig hrópuðu börnin hvert í kapp við annað. "Komið þið sæl blessuð börnin mín!" Velkomin, amma svöruðu börnin einum rómi. Þegar amma var kominn inn og sest í hægindastólinn, báðu börnin hana að segja sér ævintýri. Amma setti minnsta drenginn á hné sér og hóf mál sitt: "Já nú eru jólin komin aftur, litlu vinir. Og það undraverða við jólin er það að þau fylgja okkur alla ævi, eins og gyllt ævintýrabók, sem engan endi hefur, því að á hverjum jólum bæta jólaenglarnir nýjum blöðum við, svo að ævintýrabókin verður að síðustu þykkri en bíblían á altari kirkjunnar . Hérna þagnaði amma andartak, eins og hún væri að hugsa sig um. "Hvaða ævintýri viljið þið svo heyra í kvöld, kæru börn? Um álfinn sem drukknaði í hrísgrjónagrautnum? Eða prinsessuna, sem varð drottning í Hamingjulandi?" "Eitthvað um pabba, þegar hann var lítill", sagði Stína. "Já um pabba", sögðu börnin einum rómi. Amma brosti. "Já í kvöld skuluð þið fá að heyra um það, þegar pabbi ykkar villtist í snjóhríðinni og var nærri orðinn úti". Á þeim árum snjóaði oft miklu meira en nú. Ekki aðeins nokkra daga, heldur vikur og mánuði samfleytt. Þá voru skaflarnir orðnir svo stórir, að húsin voru komin á kaf. Þannig var það þetta aðfangadagskvöld. Klukkan var farin að ganga sex, og úti var snjóhríðin svo dimm, að óratandi var milli bæja. En okkur leið vel inni og vorum önnum kafin við undirbúning hátíðarinnar. Afi ykkar var að enda við að skreyta jólatréð í stofunni og undir neðstu greinunum voru gjafirnar geymdar eins og þá var venja". "Já en þú ætlaðir að segja okkur frá pabba" , sagði Stína. Og amma sagði ...........Þessarar bókar skuluð þið gæta vel, börn, því að hún er eitt af því dýrmætasta, sem við flytjum með okkur á okkar löngu ferð gegnum lífið. Hvert aðfangadagskvöld þegar kirkjuklukkurnar hringja og ljósin loga á jólatrénu, þá fá jólaenglarnir nóg að gera.Þúsundir af fagnandi og vonglöðum mönnum rétta þeim hvít óskrifuð blöð og biðja þá um að mála á þau fögur jólaævintýri. Og jólaenglarnir mála.......... Hérna þagnaði amma andartak. Og amma sagði frá, hvernig þau mitt í önnunum fengu nýtt umhugsunarefni. Helgi litli var horfinn. Strax var leitað um allt í kjallaranum, á loftinu, í hlöðunni en hvergi fannst drengurinn. Þá var kveikt á fjósluktunum og menn af næstu bæjum fengnir til að leita. Þeir dreifðu sér í smáhópum yfir snævi þakta jörðina, þar sem jólastormurinn þyrlaði upp snjónum. Þeir leituðu klukkustundum saman, og sneru þreyttir og vonlausir heim aftur. "Já en hvar var pabbi þá?" "Já hvar var hann? Meðan leitarmennirnir lýstu með ljóskerjum yfir snjóþaktar breiðurnar en þeir, sem inni voru, töldu mínúturnar og biðu fullir örvæntingar, þá braust lítill drengur móti hinum kalda austanstormi, svo hann sveið í eyrun. Hann hafði gleymt að kaupa jólagjöf handa pabba sínum. Og jólagleðin, góðu börn, er nú ekki bundin við það, að fá gjafir, heldur einnig að gefa. Og þegar hann allt í einu áttaði sig á því, að hann einn hafði ekki hugsað fyrir neinni jólagjöf handa pabba sínum, þá fékkst hann ekkert um veðrið heldur fór út í snjóbylinn, með tveggja króna pening í annari hendinni og stefndi á búð kaupmannsins. En kaupmaðurinn var búinn að loka búðinni. Svo litli anginn með peninginn í hendinni sneri heim aftur í þungu skapi. En litli drengurinn villtist, og vissi ekkert hvert hann fór og sat við og við fastur í sköflunum. En hann var ekki einn úti í vetrarnóttinni. Lítill spörfugl var í fylgd með honum. Einn af boðberum drottins, sem alltaf koma, þegar einhver mannssál ráfar ein í myrkri. Hann heyrði tísta við vegbrúnina og tók hann upp með skjálfandi höndunum. Fuglinn var lítill villtur, heimilislaus aumingi, eins og hann sjálfur sem þráði að komast í skjól. Þannig fylgdust drengurinn og fuglinn að í hinni köldu vetranótt og urðu vinir. Hann fann litla hjartað fuglsins slá af hræðslu undir hinu fiðurklædda brjósti. Og samstundis gleymdi hann, að hann sjálfur var að villast í snjóhríðinni og myrkrinu. Honum fannst syngja í kringum sig ósýnilegir herskarar af englum. Snjókornin urðu að álfum og gæfudísum, sem hjálpuðu honum móti veðrinu. Annað hjarta sló í takt við hans eigið og gaf honum kjark til að berjast áfram. "Og hvað svo amma?" Já hvað svo. Það fór hér, kæru börn, eins og svo oft í lífinu, þegar við gleymum okkar eigin þjáningum vegna annara, þá kveikir drottinn á stjörnum sínum hinni myrku nótt, og leiðir okkur heim, þó að við höfum villst". "Funduð þið hann svo, amma ?" Já hann fannst. Ajax fann hann. Góði trygglyndi hundurinn okkar, sem pabbi ykkar hafði oft leikið sér við. Hann vildi ekki hætta að leita, hvernig sem kallað var á hann, fyrr en hann fann litla drenginn, sem var lagstur fyrir dauðuppgefinn í einn skaflinn, en hélt fuglinum uppi við brjóstið. Svo héldum við jólin. Gæsasteikin var brunnin og hrísgrjónagrauturinn sangur, en það gerði ekkert til? Jólin eru þó ekki bara matur. "En litli fuglinn?" Litli fuglinn var besta jólagjöfin, sem pabbi ykkar fékk það ár. Hann svaf í búri við rúm hans á nóttunni og vakti hann á morgnana með sínu unaðslega kvaki. Og þegar vorið kom og sólin sendi ylríka geisla sína yfir jörðina, þá flaug hann frjáls út í sólskinið, upp á móti hinum blá himni og þakkaði fyrir lífið og ljósið með unaðslegu kvaki. Og nú er víst búið að kveikja á jólatrénu, enda er sögunni lokið. Jól Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 6. desember Jól Jólin byrja í júlí Jól Leiðir til að hafa jólin græn Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 2. desember Jól Að eiga gleðileg jól Jól Jólapappírinn endurnýttur Jól Besta jólamyndin fer á forsíðu Jól Ingibjörg leikkona: Allt húsið ilmar og jólalög sett í græjurnar Jólin Ó, Jesúbarn Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól
"Amma kemur! Amma kemur!" Þannig hrópuðu börnin hvert í kapp við annað. "Komið þið sæl blessuð börnin mín!" Velkomin, amma svöruðu börnin einum rómi. Þegar amma var kominn inn og sest í hægindastólinn, báðu börnin hana að segja sér ævintýri. Amma setti minnsta drenginn á hné sér og hóf mál sitt: "Já nú eru jólin komin aftur, litlu vinir. Og það undraverða við jólin er það að þau fylgja okkur alla ævi, eins og gyllt ævintýrabók, sem engan endi hefur, því að á hverjum jólum bæta jólaenglarnir nýjum blöðum við, svo að ævintýrabókin verður að síðustu þykkri en bíblían á altari kirkjunnar . Hérna þagnaði amma andartak, eins og hún væri að hugsa sig um. "Hvaða ævintýri viljið þið svo heyra í kvöld, kæru börn? Um álfinn sem drukknaði í hrísgrjónagrautnum? Eða prinsessuna, sem varð drottning í Hamingjulandi?" "Eitthvað um pabba, þegar hann var lítill", sagði Stína. "Já um pabba", sögðu börnin einum rómi. Amma brosti. "Já í kvöld skuluð þið fá að heyra um það, þegar pabbi ykkar villtist í snjóhríðinni og var nærri orðinn úti". Á þeim árum snjóaði oft miklu meira en nú. Ekki aðeins nokkra daga, heldur vikur og mánuði samfleytt. Þá voru skaflarnir orðnir svo stórir, að húsin voru komin á kaf. Þannig var það þetta aðfangadagskvöld. Klukkan var farin að ganga sex, og úti var snjóhríðin svo dimm, að óratandi var milli bæja. En okkur leið vel inni og vorum önnum kafin við undirbúning hátíðarinnar. Afi ykkar var að enda við að skreyta jólatréð í stofunni og undir neðstu greinunum voru gjafirnar geymdar eins og þá var venja". "Já en þú ætlaðir að segja okkur frá pabba" , sagði Stína. Og amma sagði ...........Þessarar bókar skuluð þið gæta vel, börn, því að hún er eitt af því dýrmætasta, sem við flytjum með okkur á okkar löngu ferð gegnum lífið. Hvert aðfangadagskvöld þegar kirkjuklukkurnar hringja og ljósin loga á jólatrénu, þá fá jólaenglarnir nóg að gera.Þúsundir af fagnandi og vonglöðum mönnum rétta þeim hvít óskrifuð blöð og biðja þá um að mála á þau fögur jólaævintýri. Og jólaenglarnir mála.......... Hérna þagnaði amma andartak. Og amma sagði frá, hvernig þau mitt í önnunum fengu nýtt umhugsunarefni. Helgi litli var horfinn. Strax var leitað um allt í kjallaranum, á loftinu, í hlöðunni en hvergi fannst drengurinn. Þá var kveikt á fjósluktunum og menn af næstu bæjum fengnir til að leita. Þeir dreifðu sér í smáhópum yfir snævi þakta jörðina, þar sem jólastormurinn þyrlaði upp snjónum. Þeir leituðu klukkustundum saman, og sneru þreyttir og vonlausir heim aftur. "Já en hvar var pabbi þá?" "Já hvar var hann? Meðan leitarmennirnir lýstu með ljóskerjum yfir snjóþaktar breiðurnar en þeir, sem inni voru, töldu mínúturnar og biðu fullir örvæntingar, þá braust lítill drengur móti hinum kalda austanstormi, svo hann sveið í eyrun. Hann hafði gleymt að kaupa jólagjöf handa pabba sínum. Og jólagleðin, góðu börn, er nú ekki bundin við það, að fá gjafir, heldur einnig að gefa. Og þegar hann allt í einu áttaði sig á því, að hann einn hafði ekki hugsað fyrir neinni jólagjöf handa pabba sínum, þá fékkst hann ekkert um veðrið heldur fór út í snjóbylinn, með tveggja króna pening í annari hendinni og stefndi á búð kaupmannsins. En kaupmaðurinn var búinn að loka búðinni. Svo litli anginn með peninginn í hendinni sneri heim aftur í þungu skapi. En litli drengurinn villtist, og vissi ekkert hvert hann fór og sat við og við fastur í sköflunum. En hann var ekki einn úti í vetrarnóttinni. Lítill spörfugl var í fylgd með honum. Einn af boðberum drottins, sem alltaf koma, þegar einhver mannssál ráfar ein í myrkri. Hann heyrði tísta við vegbrúnina og tók hann upp með skjálfandi höndunum. Fuglinn var lítill villtur, heimilislaus aumingi, eins og hann sjálfur sem þráði að komast í skjól. Þannig fylgdust drengurinn og fuglinn að í hinni köldu vetranótt og urðu vinir. Hann fann litla hjartað fuglsins slá af hræðslu undir hinu fiðurklædda brjósti. Og samstundis gleymdi hann, að hann sjálfur var að villast í snjóhríðinni og myrkrinu. Honum fannst syngja í kringum sig ósýnilegir herskarar af englum. Snjókornin urðu að álfum og gæfudísum, sem hjálpuðu honum móti veðrinu. Annað hjarta sló í takt við hans eigið og gaf honum kjark til að berjast áfram. "Og hvað svo amma?" Já hvað svo. Það fór hér, kæru börn, eins og svo oft í lífinu, þegar við gleymum okkar eigin þjáningum vegna annara, þá kveikir drottinn á stjörnum sínum hinni myrku nótt, og leiðir okkur heim, þó að við höfum villst". "Funduð þið hann svo, amma ?" Já hann fannst. Ajax fann hann. Góði trygglyndi hundurinn okkar, sem pabbi ykkar hafði oft leikið sér við. Hann vildi ekki hætta að leita, hvernig sem kallað var á hann, fyrr en hann fann litla drenginn, sem var lagstur fyrir dauðuppgefinn í einn skaflinn, en hélt fuglinum uppi við brjóstið. Svo héldum við jólin. Gæsasteikin var brunnin og hrísgrjónagrauturinn sangur, en það gerði ekkert til? Jólin eru þó ekki bara matur. "En litli fuglinn?" Litli fuglinn var besta jólagjöfin, sem pabbi ykkar fékk það ár. Hann svaf í búri við rúm hans á nóttunni og vakti hann á morgnana með sínu unaðslega kvaki. Og þegar vorið kom og sólin sendi ylríka geisla sína yfir jörðina, þá flaug hann frjáls út í sólskinið, upp á móti hinum blá himni og þakkaði fyrir lífið og ljósið með unaðslegu kvaki. Og nú er víst búið að kveikja á jólatrénu, enda er sögunni lokið.
Jól Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 6. desember Jól Jólin byrja í júlí Jól Leiðir til að hafa jólin græn Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 2. desember Jól Að eiga gleðileg jól Jól Jólapappírinn endurnýttur Jól Besta jólamyndin fer á forsíðu Jól Ingibjörg leikkona: Allt húsið ilmar og jólalög sett í græjurnar Jólin Ó, Jesúbarn Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól