Óttaslegnir nágrannar setja upp öryggiskerfi Sveinn Arnarsson skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Ráðist var á fulltrúa ákæruvaldsins á Akureyri. Fréttablaðið/Pjetur Þrír voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til miðvikudags í næstu viku vegna tveggja árása á fulltrúa ákæruvaldsins á Akureyri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið við rannsókn málsins og lítur árásirnar mjög alvarlegum augum. Í tvígang hefur verið sótt að íbúðarhúsi fulltrúa sýslumannsins. Atburðarásin hófst aðfaranótt miðvikudags með því að grímuklæddur maður, vopnaður hnífi, bankaði upp á á heimili fulltrúans og hafði ógnandi tilburði í frammi þegar hann kom til dyra, en honum tókst að flæma manninn á brott. Nokkru síðar um nóttina sá hann hvar bíll hans stóð í björtu báli fyrir utan húsið og kallaði þá á lögreglu og slökkvilið. Þá um morguninn voru tveir einstaklingar handteknir í miðbæ Akureyrar grunaðir um aðild að málunum tveimur. Voru mennirnir í annarlegu ástandi og var ekki hægt að hefja yfirheyrslur yfir þeim fyrr en seint á miðvikudeginum.Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn.Á miðvikudagskvöldinu voru þrír til viðbótar handteknir vegna gruns um aðild að málinu. Í gær voru þrír af þessum fimm einstaklingum úrskurðaðir í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 19. nóvember. Allir hafa þeir komið áður við sögu hjá lögreglu og hefur fulltrúi sýslumanns þurft, vinnu sinnar vegna, að vera með mál þeirra á sínum snærum. Því rannsakar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu málið sem árás á opinberan starfsmann. Lögreglan á Akureyri lýsti sig vanhæfa til að fara með málið vegna tengsla við fulltrúa sýslumannsins og því tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókninni miða ágætlega. „Við erum að ná ágætri mynd á þetta en rannsóknin er svo sem enn á frumstigi. Við munum fara í það í rólegheitum næstu daga að yfirheyra sakborninga og vitni og gera rannsókn á bifreiðinni sem brann,“ segir Friðrik Smári. Íbúar í nágrenni við staðinn voru skelkaðir þegar þeir sáu bílinn alelda á bílaplaninu um morguninn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa sumir íbúarnir haft samband við öryggisfyrirtæki til að láta setja upp öryggiskerfi í íbúðum sínum og margir þeirra hafa yfirfarið læsingar á hurðum og gluggum. Tengdar fréttir Kveikt í bíl á Akureyri með Molotov-kokteil Bíllinn varð alelda þar sem hann stóð á bílastæði í íbúðahverfi á Brekkunni. 12. nóvember 2014 07:57 Sérsveitarmenn vakta hús fulltrúa sýslumanns Molotov kokteilnum var kastað í bíl starfsmanns lögreglu norðan heiða. 13. nóvember 2014 10:12 Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03 Fjórir í haldi vegna Molotov málsins á Akureyri Í gærkvöld handtók lögreglan á Akureyri þrjá menn til viðbótar vegna rannsóknar á árásum á hús fulltrúa sýslumanns á Akureyri. Einum af þeim var sleppt eftir yfirheyrlsu. Málið er litið alvarlegum augum. 13. nóvember 2014 14:21 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Þrír voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til miðvikudags í næstu viku vegna tveggja árása á fulltrúa ákæruvaldsins á Akureyri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið við rannsókn málsins og lítur árásirnar mjög alvarlegum augum. Í tvígang hefur verið sótt að íbúðarhúsi fulltrúa sýslumannsins. Atburðarásin hófst aðfaranótt miðvikudags með því að grímuklæddur maður, vopnaður hnífi, bankaði upp á á heimili fulltrúans og hafði ógnandi tilburði í frammi þegar hann kom til dyra, en honum tókst að flæma manninn á brott. Nokkru síðar um nóttina sá hann hvar bíll hans stóð í björtu báli fyrir utan húsið og kallaði þá á lögreglu og slökkvilið. Þá um morguninn voru tveir einstaklingar handteknir í miðbæ Akureyrar grunaðir um aðild að málunum tveimur. Voru mennirnir í annarlegu ástandi og var ekki hægt að hefja yfirheyrslur yfir þeim fyrr en seint á miðvikudeginum.Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn.Á miðvikudagskvöldinu voru þrír til viðbótar handteknir vegna gruns um aðild að málinu. Í gær voru þrír af þessum fimm einstaklingum úrskurðaðir í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 19. nóvember. Allir hafa þeir komið áður við sögu hjá lögreglu og hefur fulltrúi sýslumanns þurft, vinnu sinnar vegna, að vera með mál þeirra á sínum snærum. Því rannsakar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu málið sem árás á opinberan starfsmann. Lögreglan á Akureyri lýsti sig vanhæfa til að fara með málið vegna tengsla við fulltrúa sýslumannsins og því tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókninni miða ágætlega. „Við erum að ná ágætri mynd á þetta en rannsóknin er svo sem enn á frumstigi. Við munum fara í það í rólegheitum næstu daga að yfirheyra sakborninga og vitni og gera rannsókn á bifreiðinni sem brann,“ segir Friðrik Smári. Íbúar í nágrenni við staðinn voru skelkaðir þegar þeir sáu bílinn alelda á bílaplaninu um morguninn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa sumir íbúarnir haft samband við öryggisfyrirtæki til að láta setja upp öryggiskerfi í íbúðum sínum og margir þeirra hafa yfirfarið læsingar á hurðum og gluggum.
Tengdar fréttir Kveikt í bíl á Akureyri með Molotov-kokteil Bíllinn varð alelda þar sem hann stóð á bílastæði í íbúðahverfi á Brekkunni. 12. nóvember 2014 07:57 Sérsveitarmenn vakta hús fulltrúa sýslumanns Molotov kokteilnum var kastað í bíl starfsmanns lögreglu norðan heiða. 13. nóvember 2014 10:12 Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03 Fjórir í haldi vegna Molotov málsins á Akureyri Í gærkvöld handtók lögreglan á Akureyri þrjá menn til viðbótar vegna rannsóknar á árásum á hús fulltrúa sýslumanns á Akureyri. Einum af þeim var sleppt eftir yfirheyrlsu. Málið er litið alvarlegum augum. 13. nóvember 2014 14:21 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Kveikt í bíl á Akureyri með Molotov-kokteil Bíllinn varð alelda þar sem hann stóð á bílastæði í íbúðahverfi á Brekkunni. 12. nóvember 2014 07:57
Sérsveitarmenn vakta hús fulltrúa sýslumanns Molotov kokteilnum var kastað í bíl starfsmanns lögreglu norðan heiða. 13. nóvember 2014 10:12
Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03
Fjórir í haldi vegna Molotov málsins á Akureyri Í gærkvöld handtók lögreglan á Akureyri þrjá menn til viðbótar vegna rannsóknar á árásum á hús fulltrúa sýslumanns á Akureyri. Einum af þeim var sleppt eftir yfirheyrlsu. Málið er litið alvarlegum augum. 13. nóvember 2014 14:21