Þjóðin klofin í afstöðu til skuldaleiðréttingarinnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. nóvember 2014 07:00 Afar skiptar skoðanir virðast vera á skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Þetta má lesa úr nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Niðurstöðurnar sýna að 41 prósent landsmanna er sátt við skuldaleiðréttinguna, 32 prósent segjast ekki vera sátt, 22 prósent segjast vera óákveðin í afstöðu sinni og 5 prósent svara ekki. Þegar einungis er tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnuninni segjast 56 prósent vera sátt við skuldaleiðréttinguna en 44 prósent segjast ekki vera sátt við hana. Þegar svörin eru greind eftir aldri sést að þeir sem eru eldri eru mun jákvæðari gagnvart leiðréttingunni. Í aldursflokknum 50 ára og eldri segjast 63 prósent vera sátt við leiðréttinguna, en 37 prósent segjast ekki vera sátt. Í aldursflokknum 18 til 49 ára segjast hins vegar 50 prósent vera sátt og 50 prósent segjast ekki vera sátt. Það vekur líka athygli að ánægjan með leiðréttinguna virðist vera minnst í Reykjavík. Þar segjast 47 prósent vera sátt við leiðréttinguna. Í öllum öðrum kjördæmum eru fleiri sáttir en ósáttir. Það þarf ekki að koma á óvart að ánægjan með skuldaleiðréttinguna er langmest á meðal þeirra sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn í næstu kosningum. Níutíu og fimm prósent þeirra segjast vera sátt, en einungis 5 prósent ósátt. Áttatíu og fjögur prósent sjálfstæðismanna segjast vera sátt og 16 prósent segjast ekki sátt. Ánægjan er mun minni á meðal stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna. Niðurstöður skuldaleiðréttingarinnar voru kynntar í Hörpu á mánudaginn og strax þá um miðnætti gat fólk séð hver lækkunin á höfuðstól lána yrði. Skoðanakönnun Fréttablaðsins var gerð 12. og 13. nóvember og var hringt í 1.244 þar til náðist í 800 manns. Það er 64,3 prósenta svarhlutfall. Úrtakið er lagskipt slembiúrtak. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Afar skiptar skoðanir virðast vera á skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Þetta má lesa úr nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Niðurstöðurnar sýna að 41 prósent landsmanna er sátt við skuldaleiðréttinguna, 32 prósent segjast ekki vera sátt, 22 prósent segjast vera óákveðin í afstöðu sinni og 5 prósent svara ekki. Þegar einungis er tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnuninni segjast 56 prósent vera sátt við skuldaleiðréttinguna en 44 prósent segjast ekki vera sátt við hana. Þegar svörin eru greind eftir aldri sést að þeir sem eru eldri eru mun jákvæðari gagnvart leiðréttingunni. Í aldursflokknum 50 ára og eldri segjast 63 prósent vera sátt við leiðréttinguna, en 37 prósent segjast ekki vera sátt. Í aldursflokknum 18 til 49 ára segjast hins vegar 50 prósent vera sátt og 50 prósent segjast ekki vera sátt. Það vekur líka athygli að ánægjan með leiðréttinguna virðist vera minnst í Reykjavík. Þar segjast 47 prósent vera sátt við leiðréttinguna. Í öllum öðrum kjördæmum eru fleiri sáttir en ósáttir. Það þarf ekki að koma á óvart að ánægjan með skuldaleiðréttinguna er langmest á meðal þeirra sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn í næstu kosningum. Níutíu og fimm prósent þeirra segjast vera sátt, en einungis 5 prósent ósátt. Áttatíu og fjögur prósent sjálfstæðismanna segjast vera sátt og 16 prósent segjast ekki sátt. Ánægjan er mun minni á meðal stuðningsmanna stjórnarandstöðuflokkanna. Niðurstöður skuldaleiðréttingarinnar voru kynntar í Hörpu á mánudaginn og strax þá um miðnætti gat fólk séð hver lækkunin á höfuðstól lána yrði. Skoðanakönnun Fréttablaðsins var gerð 12. og 13. nóvember og var hringt í 1.244 þar til náðist í 800 manns. Það er 64,3 prósenta svarhlutfall. Úrtakið er lagskipt slembiúrtak.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira