Heimilin eru undirstaðan Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2014 07:00 Þingmenn Framsóknarflokksins hafa í sex ár, eða allt frá hruni, barist fyrir því að stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán verði leiðrétt. Úrtöluraddirnar voru margar og þingmenn þáverandi stjórnarflokka komust að þeirri niðurstöðu að ekki yrði meira gert fyrir skuldsett heimili. Á sama tíma voru milljarðar afskrifaðir hjá fyrirtækjum og einstaklingar með gengistryggð lán fengu þau leiðrétt. Eftir sat fólkið með verðtryggðu lánin og fékk ekki neitt.Góðar viðtökur Eitt af fyrstu málum ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs var framlagning þingsályktunartillögu í tíu liðum um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi. Leiðrétting stökkbreyttra verðtryggðra húsnæðislána var einn liður af tíu. Nýtt húsnæðiskerfi er annar liður og sú vinna er langt á veg komin. Leiðréttingin var kynnt í nóvember sl., opnað var fyrir umsóknir um leiðréttingar í maí. Umsóknarferlið var einfalt og nú hefur fengist niðurstaða í 90% umsókna. Almenn ánægja er með aðgerðina.Sanngjörn aðgerð Heildarumfang leiðréttingarinnar er 150 milljarðar króna. Leiðréttingin skiptist í tvær aðgerðir, það er 80 milljarða króna leiðréttingu og 70 milljarðar króna fara í skattleysi séreignarsparnaðar við inngreiðslu á höfuðstól lána. Sú leið kemur t.d. ungu fólki til góða sem og leigjendum sem vilja leggja fyrir og eignast húsnæði. Stjórnarandstaðan talar um að verið sé að gefa ríku fólki peninga. Það er rangt! Ólíkt aðgerðum fyrri ríkisstjórnar þá fara 75% leiðréttingarinnar til heimila sem eru með undir 7 milljónum króna á ári. Það eru ekki auðmenn. Hámark leiðréttingar á heimili eru 4 milljónir. Þannig að niðurstaðan er sú að um sanngjarna aðgerð er að ræða sem kemur flestum heimilum til góða. Einnig leigjendum og ungu fólki. Rétt er að benda á að ef þessi leiðrétting kæmi ekki til nú, þá yrði hækkun höfuðstóls enn meiri vegna verðbólgunnar.Aukinn kaupmáttur Sérfræðingar eru sammála um að skuldaleiðréttingin muni hafa jákvæð efnahagsleg áhrif og verði ekki þensluhvetjandi. Kaupmáttur frjálsra ráðstöfunartekna fyrir þátttakendur í leiðréttingu mun aukast um 17% til ársins 2017 og áhrif leiðréttingarinnar eru metin 3% á ári. Þannig að ráðstöfunartekjur munu samkvæmt þessu aukast um 130-200 þúsund á ári hjá þátttakendum í leiðréttingunni á árunum 2015-2017.Hárrétt forgangsröðun Skuldaleiðréttingin er einn liður af mörgum í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að leysa skuldavanda heimilanna þar sem heimilin eru undirstaðan. Við verðum að byrja á byrjuninni. Samhliða er unnið að því að lækka skuldir ríkissjóðs og afnámi hafta. Þegar við náum að reisa efnahag landsins þá getum við styrkt innviðina sem við erum öll sammála um að standa beri vörð um; menntakerfið, heilbrigðiskerfið, samgöngumannvirki og fleira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins hafa í sex ár, eða allt frá hruni, barist fyrir því að stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán verði leiðrétt. Úrtöluraddirnar voru margar og þingmenn þáverandi stjórnarflokka komust að þeirri niðurstöðu að ekki yrði meira gert fyrir skuldsett heimili. Á sama tíma voru milljarðar afskrifaðir hjá fyrirtækjum og einstaklingar með gengistryggð lán fengu þau leiðrétt. Eftir sat fólkið með verðtryggðu lánin og fékk ekki neitt.Góðar viðtökur Eitt af fyrstu málum ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs var framlagning þingsályktunartillögu í tíu liðum um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi. Leiðrétting stökkbreyttra verðtryggðra húsnæðislána var einn liður af tíu. Nýtt húsnæðiskerfi er annar liður og sú vinna er langt á veg komin. Leiðréttingin var kynnt í nóvember sl., opnað var fyrir umsóknir um leiðréttingar í maí. Umsóknarferlið var einfalt og nú hefur fengist niðurstaða í 90% umsókna. Almenn ánægja er með aðgerðina.Sanngjörn aðgerð Heildarumfang leiðréttingarinnar er 150 milljarðar króna. Leiðréttingin skiptist í tvær aðgerðir, það er 80 milljarða króna leiðréttingu og 70 milljarðar króna fara í skattleysi séreignarsparnaðar við inngreiðslu á höfuðstól lána. Sú leið kemur t.d. ungu fólki til góða sem og leigjendum sem vilja leggja fyrir og eignast húsnæði. Stjórnarandstaðan talar um að verið sé að gefa ríku fólki peninga. Það er rangt! Ólíkt aðgerðum fyrri ríkisstjórnar þá fara 75% leiðréttingarinnar til heimila sem eru með undir 7 milljónum króna á ári. Það eru ekki auðmenn. Hámark leiðréttingar á heimili eru 4 milljónir. Þannig að niðurstaðan er sú að um sanngjarna aðgerð er að ræða sem kemur flestum heimilum til góða. Einnig leigjendum og ungu fólki. Rétt er að benda á að ef þessi leiðrétting kæmi ekki til nú, þá yrði hækkun höfuðstóls enn meiri vegna verðbólgunnar.Aukinn kaupmáttur Sérfræðingar eru sammála um að skuldaleiðréttingin muni hafa jákvæð efnahagsleg áhrif og verði ekki þensluhvetjandi. Kaupmáttur frjálsra ráðstöfunartekna fyrir þátttakendur í leiðréttingu mun aukast um 17% til ársins 2017 og áhrif leiðréttingarinnar eru metin 3% á ári. Þannig að ráðstöfunartekjur munu samkvæmt þessu aukast um 130-200 þúsund á ári hjá þátttakendum í leiðréttingunni á árunum 2015-2017.Hárrétt forgangsröðun Skuldaleiðréttingin er einn liður af mörgum í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að leysa skuldavanda heimilanna þar sem heimilin eru undirstaðan. Við verðum að byrja á byrjuninni. Samhliða er unnið að því að lækka skuldir ríkissjóðs og afnámi hafta. Þegar við náum að reisa efnahag landsins þá getum við styrkt innviðina sem við erum öll sammála um að standa beri vörð um; menntakerfið, heilbrigðiskerfið, samgöngumannvirki og fleira.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar