Erlent

Fjarlægja brak MH17

Brak vélarinnar verður flutt í bútum til Hollands þar sem það verður rannsakað.
Brak vélarinnar verður flutt í bútum til Hollands þar sem það verður rannsakað. Fréttablaðið/AFP
Vinna er hafin við að fjarlægja flugvélarflak MH17 sem var skotin niður á flugi yfir Úkraínu í júlí síðastliðnum. Vinnumenn hófust handa í gær við að búta niður flakið og færa á stærðarinnar vörubíla. Aðgerðin mun taka nokkra daga og brakið verður að lokum flutt til Hollands þar sem það verður rannsakað.

Tæplega þrjú hundruð manns létust þegar flugvélin brotlenti, flestir þeirra hollenskir og því hafa hollensk yfirvöld tekið yfir rannsóknina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×