Samkynhneigðir karlar geti nýtt sér staðgöngumæðrun Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 18. nóvember 2014 08:00 Búist er við að frumvarpið verði lagt fram í janúar 2015. Starfshópur sem gert var að útbúa frumvarp um staðgöngumæðrun í velferðarskyni hefur skilað af sér drögum. Frumvarpið fer í formlegt umsagnarferli í vikunni. Í frumvarpinu kemur fram að markmiðið sé að stuðla að vandaðri framkvæmd staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni, tryggja hag og réttindi barnsins, rétt, sjálfræði og velferð staðgöngumóðurinnar og farsæla aðkomu hinna væntanlegu foreldra. Staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni verður óheimil. Þannig er óheimilt að bjóða, inna af hendi eða taka við peningagreiðslum eða annarri umbun í tengslum við staðgöngumæðrun. Auglýsingar eru óheimilar sem og milliganga um staðgöngumæðrun. Þá er einnig bannað að leita eftir eða nýta sér staðgöngumæðrun í útlöndum sem uppfyllir ekki skilyrði laganna.Dögg PálsdóttirSamkynhneigða karlar geta nýtt úrræðið „Við teljum að það verði að vera tilgangur svona löggjafar að sjá til þess að ferlið gangi til enda eins og til er stofnað eins oft og mögulegt er en án þess þó að gefa afslátt af því að réttur staðgöngumóðurinnar sé virtur og réttindi barnsins séu höfð að leiðarljósi,“ segir Dögg Pálsdóttir lögfræðingur og formaður starfshópsins. Staðgöngumóðir þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Hún þarf að vera á aldrinum 25 til 39 ára, eiga að baki minnst eina fæðingu barns og hafa andlega og líkamlega burði til að takast á við staðgöngumæðrun. Hinir væntanlegu foreldrar verða að vera á aldrinum 25 til 45 ára og mega ekki eiga barn undir tveggja ára aldri. Það skilyrði er einnig sett að hinir væntanlegu foreldrar geti ekki af læknisfræðilegum ástæðum eignast barn eða líffræðilegar ástæður útiloki meðgöngu. Þannig er opnað fyrir að samkynhneigðir karlmenn geti nýtt sér úrræðið, en þingsályktunartillagan sem varð kveikjan að frumvarpinu afmarkaði það við konur sem ekki gætu eignast börn. Hópurinn taldi sig ekki geta farið að þeim vilja Alþingis í ljósi jafnræðisreglu stjórnarskrár. Fleiri skilyrði eru sett í frumvarpinu. Þar á meðal að skylt sé að nota kynfrumu frá að minnsta kosti öðru foreldrinu eftir því sem við á. Ef einhleypur einstaklingur vill nýta sér úrræðið verður hann því að geta notað eigin kynfrumu. Staðgöngumóðirin mun fara með forsjá barnsins þar til yfirfærsla á foreldrastöðu fer fram samkvæmt barnalögum.Björt ÓlafsdóttirStyður ekki frumvarpið Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar og varaformaður velferðarnefndar, hyggst ekki greiða atkvæði með frumvarpinu. „Þetta lítur út fyrir að vera vel unnið en ég er bara ekki sammála grundvallarforsendum þarna. Við höfum aldrei rætt eða svarað spurningunni: Eru það sjálfsögð mannréttindi að fá að eignast börn? Hér er hoppað yfir þá umræðu og þetta er bara leitt í lög,“ segir Björt. Heimilt er samkvæmt frumvarpinu að endurgreiða staðgöngumóðurinni útlagðan kostnað sem er í beinum tengslum við glasafrjóvgun, meðgöngu og fæðingu barnsins. Brot gegn lögunum varða sektum að lágmarki 500 þúsund krónur eða fangelsi allt að þremur árum. Frumvarpið var kynnt í velferðarnefnd í gær en búist er við að það verði lagt fram á þingi í janúar 2015. Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Starfshópur sem gert var að útbúa frumvarp um staðgöngumæðrun í velferðarskyni hefur skilað af sér drögum. Frumvarpið fer í formlegt umsagnarferli í vikunni. Í frumvarpinu kemur fram að markmiðið sé að stuðla að vandaðri framkvæmd staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni, tryggja hag og réttindi barnsins, rétt, sjálfræði og velferð staðgöngumóðurinnar og farsæla aðkomu hinna væntanlegu foreldra. Staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni verður óheimil. Þannig er óheimilt að bjóða, inna af hendi eða taka við peningagreiðslum eða annarri umbun í tengslum við staðgöngumæðrun. Auglýsingar eru óheimilar sem og milliganga um staðgöngumæðrun. Þá er einnig bannað að leita eftir eða nýta sér staðgöngumæðrun í útlöndum sem uppfyllir ekki skilyrði laganna.Dögg PálsdóttirSamkynhneigða karlar geta nýtt úrræðið „Við teljum að það verði að vera tilgangur svona löggjafar að sjá til þess að ferlið gangi til enda eins og til er stofnað eins oft og mögulegt er en án þess þó að gefa afslátt af því að réttur staðgöngumóðurinnar sé virtur og réttindi barnsins séu höfð að leiðarljósi,“ segir Dögg Pálsdóttir lögfræðingur og formaður starfshópsins. Staðgöngumóðir þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Hún þarf að vera á aldrinum 25 til 39 ára, eiga að baki minnst eina fæðingu barns og hafa andlega og líkamlega burði til að takast á við staðgöngumæðrun. Hinir væntanlegu foreldrar verða að vera á aldrinum 25 til 45 ára og mega ekki eiga barn undir tveggja ára aldri. Það skilyrði er einnig sett að hinir væntanlegu foreldrar geti ekki af læknisfræðilegum ástæðum eignast barn eða líffræðilegar ástæður útiloki meðgöngu. Þannig er opnað fyrir að samkynhneigðir karlmenn geti nýtt sér úrræðið, en þingsályktunartillagan sem varð kveikjan að frumvarpinu afmarkaði það við konur sem ekki gætu eignast börn. Hópurinn taldi sig ekki geta farið að þeim vilja Alþingis í ljósi jafnræðisreglu stjórnarskrár. Fleiri skilyrði eru sett í frumvarpinu. Þar á meðal að skylt sé að nota kynfrumu frá að minnsta kosti öðru foreldrinu eftir því sem við á. Ef einhleypur einstaklingur vill nýta sér úrræðið verður hann því að geta notað eigin kynfrumu. Staðgöngumóðirin mun fara með forsjá barnsins þar til yfirfærsla á foreldrastöðu fer fram samkvæmt barnalögum.Björt ÓlafsdóttirStyður ekki frumvarpið Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar og varaformaður velferðarnefndar, hyggst ekki greiða atkvæði með frumvarpinu. „Þetta lítur út fyrir að vera vel unnið en ég er bara ekki sammála grundvallarforsendum þarna. Við höfum aldrei rætt eða svarað spurningunni: Eru það sjálfsögð mannréttindi að fá að eignast börn? Hér er hoppað yfir þá umræðu og þetta er bara leitt í lög,“ segir Björt. Heimilt er samkvæmt frumvarpinu að endurgreiða staðgöngumóðurinni útlagðan kostnað sem er í beinum tengslum við glasafrjóvgun, meðgöngu og fæðingu barnsins. Brot gegn lögunum varða sektum að lágmarki 500 þúsund krónur eða fangelsi allt að þremur árum. Frumvarpið var kynnt í velferðarnefnd í gær en búist er við að það verði lagt fram á þingi í janúar 2015.
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira