Lausn á kjaradeilu lækna ekki í augsýn Sveinn Arnarsson skrifar 18. nóvember 2014 07:00 Á þriðja tug aðgerða þurfti að fresta í gær þrátt fyrir að skurðlæknar væru við störf. Biðlistar lengjast sökum þessa. vísir/getty „Að okkar mati erum við ekki að sjá nógu mikinn skilning hjá ríkisvaldinu,“ segir sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags Íslands. Ekkert bendir til þess að samningar náist á næstunni milli lækna og ríkisins. Næstu fundir milli deiluaðila er klukkan fjögur í dag. Verkfallslota lækna hófst aðfaranótt mánudags og stendur í fjóra daga. Á þeim tíma verður aðeins farið í bráðaaðgerðir á spítalanum. Því safnast upp biðlisti líkt og hefur gerst í hinum verkfallslotunum. Nú standa yfir verkfallsaðgerðir lækna á kvenna- og barnasviði og lækna á rannsóknarsviði. Á sama tíma verða læknar á heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum um landið í verkfalli. „Það þýðir ekkert fyrir okkur að vera í samningalotu við ríkið en vera á einhvern hátt svartsýn. Við munum halda áfram og vonast eftir að samningar náist sem fyrst,“ segir Sigurveig aðspurð um það hvernig andrúmsloftið sé í samninganefnd lækna. Hins vegar telur hún andrúmsloftið á spítalanum vera orðið svolítið erfitt. „Þetta tekur auðvitað á og starfsfólk er farið að vonast eftir því að einhver þíða myndist í samningaviðræðunum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum þurfti að fresta á þriðja tug aðgerða í dag og var þungt hljóð í starfsmönnum. Skurðlæknar mættu til vinnu en vegna þess að rannsóknarsvið lagði niður störf í gær var ekki hægt að sinna fjölda aðgerða á spítalanum. Fundur er fyrirhugaður klukkan fjögur síðdegis milli deiluaðila. Það er fyrsti fundurinn síðan á miðvikudaginn í síðustu viku. „Eins og staðan er núna er ekkert í kortunum að við séum að fara að fá að sjá ný spil hjá ríkinu. Við munum hins vegar mæta með opinn hug. Meðallengd funda hjá okkur hefur verið um klukkutími þar sem við höfum komið inn með bjartsýni.“ Sigurveig telur suma lækna vera farna að horfa í kringum sig eftir nýjum starfsvettvangi. „Ef fram heldur sem horfir munum við sjá lækna flytja sig um set og sækja um vinnu annars staðar, það er bara þannig. Allir sérfræðilæknar fara utan til náms og vita því að hverju þeir ganga þar. Margir þeirra eiga ekki erfitt með að fá vinnu annars staðar.“ Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Að okkar mati erum við ekki að sjá nógu mikinn skilning hjá ríkisvaldinu,“ segir sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags Íslands. Ekkert bendir til þess að samningar náist á næstunni milli lækna og ríkisins. Næstu fundir milli deiluaðila er klukkan fjögur í dag. Verkfallslota lækna hófst aðfaranótt mánudags og stendur í fjóra daga. Á þeim tíma verður aðeins farið í bráðaaðgerðir á spítalanum. Því safnast upp biðlisti líkt og hefur gerst í hinum verkfallslotunum. Nú standa yfir verkfallsaðgerðir lækna á kvenna- og barnasviði og lækna á rannsóknarsviði. Á sama tíma verða læknar á heilsugæslustöðvum og heilbrigðisstofnunum um landið í verkfalli. „Það þýðir ekkert fyrir okkur að vera í samningalotu við ríkið en vera á einhvern hátt svartsýn. Við munum halda áfram og vonast eftir að samningar náist sem fyrst,“ segir Sigurveig aðspurð um það hvernig andrúmsloftið sé í samninganefnd lækna. Hins vegar telur hún andrúmsloftið á spítalanum vera orðið svolítið erfitt. „Þetta tekur auðvitað á og starfsfólk er farið að vonast eftir því að einhver þíða myndist í samningaviðræðunum.“ Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum þurfti að fresta á þriðja tug aðgerða í dag og var þungt hljóð í starfsmönnum. Skurðlæknar mættu til vinnu en vegna þess að rannsóknarsvið lagði niður störf í gær var ekki hægt að sinna fjölda aðgerða á spítalanum. Fundur er fyrirhugaður klukkan fjögur síðdegis milli deiluaðila. Það er fyrsti fundurinn síðan á miðvikudaginn í síðustu viku. „Eins og staðan er núna er ekkert í kortunum að við séum að fara að fá að sjá ný spil hjá ríkinu. Við munum hins vegar mæta með opinn hug. Meðallengd funda hjá okkur hefur verið um klukkutími þar sem við höfum komið inn með bjartsýni.“ Sigurveig telur suma lækna vera farna að horfa í kringum sig eftir nýjum starfsvettvangi. „Ef fram heldur sem horfir munum við sjá lækna flytja sig um set og sækja um vinnu annars staðar, það er bara þannig. Allir sérfræðilæknar fara utan til náms og vita því að hverju þeir ganga þar. Margir þeirra eiga ekki erfitt með að fá vinnu annars staðar.“
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira