Lengra verkfall ekki látið kjurt liggja Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Á baráttufundi KÍ í Hörpu. Fjöldi listamanna auk ræðumanna stigu á svið í Norðurljósasalnum síðdegis í gær. Fréttablaðið/Stefán Frestað var til dagsins í dag samningafundi tónlistarskólakennara sem stóð hjá Ríkissáttasemjara frá klukkan ellefu til fjögur í gær. Tónlistarskólakennarar lögðu niður störf 22. október síðastliðinn og verkfall þeirra er því að teygja sig inn í fimmtu viku. Kennarasamband Íslands (KÍ) stóð í gær fyrir samstöðufundi til stuðnings tónlistarkennurum. Með því segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, varaformaður KÍ, hafnar aðgerðir til stuðnings félögum KÍ í verkfalli. Kennarar í Menntaskólanum á Akureyri og Verkmenntaskólanum lögðu niður störf klukkan tvö í gær til að sýna tónlistarkennurum stuðning í verki.Aðalheiður SteingrímsdóttirAðalheiður segir KÍ hafa sent út áskorun til forystufólks félaga um land allt um að styðja tónlistarkennara. Hún segir hins vegar ekkert hægt að spá um frekari aðgerðir annarra hópa innan HÍ dragist verkfall tónlistarskólakennara enn á langinn. Hún sagði þó ljóst að það myndi ekki verða „látið kjurt liggja“. Í ályktun samstöðufundar KÍ í Hörpu í gær var samþykkt ályktun þar sem segir: „Mál er að linni. Við krefjumst þess að samið verði strax við tónlistarkennara svo að þeir geti snúið aftur til sinna mikilvægu starfa.“ Á fundinum talaði fjöldi ræðumanna og tónlistarfólks. „Fjögurra vikna verkfall! Nú er nóg komið, við viljum samninga strax,“ sagði Þórður Árni Hjaltested, formaður KÍ, á fundinum. Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Frestað var til dagsins í dag samningafundi tónlistarskólakennara sem stóð hjá Ríkissáttasemjara frá klukkan ellefu til fjögur í gær. Tónlistarskólakennarar lögðu niður störf 22. október síðastliðinn og verkfall þeirra er því að teygja sig inn í fimmtu viku. Kennarasamband Íslands (KÍ) stóð í gær fyrir samstöðufundi til stuðnings tónlistarkennurum. Með því segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, varaformaður KÍ, hafnar aðgerðir til stuðnings félögum KÍ í verkfalli. Kennarar í Menntaskólanum á Akureyri og Verkmenntaskólanum lögðu niður störf klukkan tvö í gær til að sýna tónlistarkennurum stuðning í verki.Aðalheiður SteingrímsdóttirAðalheiður segir KÍ hafa sent út áskorun til forystufólks félaga um land allt um að styðja tónlistarkennara. Hún segir hins vegar ekkert hægt að spá um frekari aðgerðir annarra hópa innan HÍ dragist verkfall tónlistarskólakennara enn á langinn. Hún sagði þó ljóst að það myndi ekki verða „látið kjurt liggja“. Í ályktun samstöðufundar KÍ í Hörpu í gær var samþykkt ályktun þar sem segir: „Mál er að linni. Við krefjumst þess að samið verði strax við tónlistarkennara svo að þeir geti snúið aftur til sinna mikilvægu starfa.“ Á fundinum talaði fjöldi ræðumanna og tónlistarfólks. „Fjögurra vikna verkfall! Nú er nóg komið, við viljum samninga strax,“ sagði Þórður Árni Hjaltested, formaður KÍ, á fundinum.
Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira