Lífið

Tónlist og mennskir penslar í gjörningi

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Vök, Ingvar og Blaz Roca ásamt tveimur mennskum penslum.
Vök, Ingvar og Blaz Roca ásamt tveimur mennskum penslum. mynd/baddi
„Ég er eiginlega að bjóða heim í vinnustofuna til að geta leyft fólki að upplifa þessa stemningu og kveikja á öllum skynfærum, þetta er gjörningur sem fólk á að upplifa á margbreytilegan hátt,“ segir myndlistarmaðurinn Ingvar Björn Þorsteinsson sem mun framkvæma gjörninginn United Transformation á sviði Gamla bíós 27. nóvember.

Ingvar, sem er stundum kenndur við popplist, mun notast við fjóra mennska pensla sem hann tengir við tákn úr verkinu The Largest Artwork, sem kallað er stærsta samfélagsmiðlalistaverk í heimi. „Hugmyndin var að sameina heiminn í að gera eitthvað skemmtilegt en í kringum 78.000 manns frá 138 löndum tóku þátt. Þegar þú fórst inn á verkið las tölvan á hvaða stað þú værir og hversu marga vini þú ættir á Facebook og þá myndaðist ákveðið tákn.

Í United Transformation mun ég sameina þessa tvo heima og fá fjórar stelpur til að mála líkama sína. Þá stýri ég þeim á milli táknanna sem ég mála,“ segir Ingvar en gjörningurinn verður tvinnaður við tónlistarflutning hljómsveitarinnar Vakar og rapparans Blaz Roca. „Ég valdi sitthvora tónlistarstefnuna til að skapa ákveðna stemningu,“ segir Ingvar sem lofar góðri skemmtun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.