

Sakleysislega stelpan leggur líka í einelti
Breytingar hafa sést í þessa átt í 9. og 10. bekk síðan 2011. Í skýrslu frá 2011 sem unnin var í tengslum við Skólapúlsinn um einelti og líðan nemenda í 70 grunnskólum hér á landi kemur fram að meira er um einelti hjá stúlkum en drengjum. Líðan stúlkna er einnig mun verri en drengja. Stúlkur eru kvíðnari en drengir, stjórn á eigin lífi er minni og sjálfsálit þeirra sömuleiðis. Á meðan yfirburðir stúlkna í námi eru meiri en drengja er andleg líðan þeirra verri.
Viðeigandi aðstoð hjálpar
Einelti birtist á marga vegu en talað er um einelti þegar einstaklingur verður aftur og aftur fyrir neikvæðu áreiti frá einum eða fleiri aðilum yfir ákveðið tímabil og á erfitt með að verja sig. Oft er greint á milli beins líkamlegs eineltis og óbeins andlegs (félagslegs) eineltis. Drengir beita oft beinu, líkamlegu einelti og hegðun þeirra er oft sýnileg. Stúlkur beita hins vegar oftar óbeinu, illsýnilegu einelti og fara afar dult með. Þær t.d. útiloka aðrar stúlkur frá félagahópnum, þær dreifa lygum til að koma í veg fyrir félagatengsl eða til að eyðileggja þau og þær nota netið meira til vondra verka en drengir. Bæði kynin verða fyrir því að gert er grín að þeim, eru uppnefnd og er strítt á óþægilegan og meiðandi hátt. Ástæða er til að spyrja hvað sé til ráða.
Nú um stundir ber öllum grunnskólum að setja sér heildstæða aðgerðaáætlun gegn einelti. Skólar þurfa að nýta aðgerðaáætlunina til að bæta skólabrag og bekkjaranda og búa yfir aðferðum sem gagnast og hægt er að grípa til þegar upp koma erfið samskipti. Lítið sem ekkert er til af efni sem sérstaklega er ætlað til að taka á einelti og erfiðum samskiptum stúlkna. Undanfarin ár hefur nýtt efni (umræðufundir) verið prófað og rannsakað. Umræðufundir hafa nýst vel þegar stúlkur eiga í hlut, sérstaklega hafa þeir verið gagnlegir í vinnu með stúlkum sem hafa lent í samskiptaerfiðleikum og einelti. Þá er unnið með stúlkum í litlum hópum þar sem samskipti og vandamál eru rædd. Þær fá aðstoð við að þroska heilbrigða færni í samskiptum og vinna úr árekstrum og samkeppni á viðeigandi hátt. Samhliða fá þær fræðslu um samskipti. Þá er starfsfólki skóla og foreldrum gerð grein fyrir samskiptaerfiðleikum og einelti stúlkna.
Stuðningur stjórnenda, kennara og foreldra er nauðsynlegur og þessir aðilar þurfa að þekkja markmið og skipulag umræðufundanna. Foreldrar eru upplýstir reglulega um gang mála meðan á vinnunni stendur. Stúlkur kalla gjarnan eftir meiri tíma og tækifærum til að hittast og tala saman. Bæði skólar og foreldrar þurfa að sjá til þess að stúlkur fái tækifæri til að koma á jákvæðum samskiptum.
Skoðun

Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann?
Sigurður Loftur Thorlacius skrifar

Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða?
Vilborg Gunnarsdóttir skrifar

Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika?
Skúli Bragi Geirdal skrifar

Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Samfélagsþjónusta á röngum forsendum
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd
Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar

Stækkum Skógarlund!
Elsa María Guðmundsdóttir skrifar

Hvað eru strandveiðar?
Gísli Gunnar Marteinsson skrifar

Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins
Bolli Héðinsson skrifar

Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz
Hallveig Rúnarsdóttir skrifar

Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum
Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar

Eldurinn og slökkvitækið
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag!
Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar

Umbun er sama og afleiðing
Helgi S. Karlsson skrifar

Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna?
Valdimar Óskarsson skrifar

Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur?
Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag!
Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar

Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn!
Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar

Við viljum jafnan rétt foreldra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Háskóli er samfélag
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi
Axel Sigurðsson skrifar

Auðlind þjóðarinnar
Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar

Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
Bergljót Borg skrifar

Leiðrétt veiðigjöld
Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Táknmálstúlkun
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar

Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Tesluvandinn
Alexandra Briem skrifar

Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ
Sóllilja Bjarnadóttir skrifar

Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda
Engilbert Sigurðsson skrifar

Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn
Pétur Henry Petersen skrifar