Sakleysislega stelpan leggur líka í einelti Ingibjörg Auðunsdóttir og Helga Halldórsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 05:00 Tíðni eineltis á 21. öldinni hefur dregist saman á heimsvísu, líka á Íslandi. Í grunnskólum á Íslandi sem vinna eftir eineltisáætlun Olweusar er tíðni eineltis mæld árlega en haustið 2013 mældist einelti meðal stúlkna í 5.–10. bekk í fyrsta sinn meira en hjá drengjum, eða 4,8% en 4,1% hjá drengjum. Breytingar hafa sést í þessa átt í 9. og 10. bekk síðan 2011. Í skýrslu frá 2011 sem unnin var í tengslum við Skólapúlsinn um einelti og líðan nemenda í 70 grunnskólum hér á landi kemur fram að meira er um einelti hjá stúlkum en drengjum. Líðan stúlkna er einnig mun verri en drengja. Stúlkur eru kvíðnari en drengir, stjórn á eigin lífi er minni og sjálfsálit þeirra sömuleiðis. Á meðan yfirburðir stúlkna í námi eru meiri en drengja er andleg líðan þeirra verri.Viðeigandi aðstoð hjálpar Einelti birtist á marga vegu en talað er um einelti þegar einstaklingur verður aftur og aftur fyrir neikvæðu áreiti frá einum eða fleiri aðilum yfir ákveðið tímabil og á erfitt með að verja sig. Oft er greint á milli beins líkamlegs eineltis og óbeins andlegs (félagslegs) eineltis. Drengir beita oft beinu, líkamlegu einelti og hegðun þeirra er oft sýnileg. Stúlkur beita hins vegar oftar óbeinu, illsýnilegu einelti og fara afar dult með. Þær t.d. útiloka aðrar stúlkur frá félagahópnum, þær dreifa lygum til að koma í veg fyrir félagatengsl eða til að eyðileggja þau og þær nota netið meira til vondra verka en drengir. Bæði kynin verða fyrir því að gert er grín að þeim, eru uppnefnd og er strítt á óþægilegan og meiðandi hátt. Ástæða er til að spyrja hvað sé til ráða. Nú um stundir ber öllum grunnskólum að setja sér heildstæða aðgerðaáætlun gegn einelti. Skólar þurfa að nýta aðgerðaáætlunina til að bæta skólabrag og bekkjaranda og búa yfir aðferðum sem gagnast og hægt er að grípa til þegar upp koma erfið samskipti. Lítið sem ekkert er til af efni sem sérstaklega er ætlað til að taka á einelti og erfiðum samskiptum stúlkna. Undanfarin ár hefur nýtt efni (umræðufundir) verið prófað og rannsakað. Umræðufundir hafa nýst vel þegar stúlkur eiga í hlut, sérstaklega hafa þeir verið gagnlegir í vinnu með stúlkum sem hafa lent í samskiptaerfiðleikum og einelti. Þá er unnið með stúlkum í litlum hópum þar sem samskipti og vandamál eru rædd. Þær fá aðstoð við að þroska heilbrigða færni í samskiptum og vinna úr árekstrum og samkeppni á viðeigandi hátt. Samhliða fá þær fræðslu um samskipti. Þá er starfsfólki skóla og foreldrum gerð grein fyrir samskiptaerfiðleikum og einelti stúlkna. Stuðningur stjórnenda, kennara og foreldra er nauðsynlegur og þessir aðilar þurfa að þekkja markmið og skipulag umræðufundanna. Foreldrar eru upplýstir reglulega um gang mála meðan á vinnunni stendur. Stúlkur kalla gjarnan eftir meiri tíma og tækifærum til að hittast og tala saman. Bæði skólar og foreldrar þurfa að sjá til þess að stúlkur fái tækifæri til að koma á jákvæðum samskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Tíðni eineltis á 21. öldinni hefur dregist saman á heimsvísu, líka á Íslandi. Í grunnskólum á Íslandi sem vinna eftir eineltisáætlun Olweusar er tíðni eineltis mæld árlega en haustið 2013 mældist einelti meðal stúlkna í 5.–10. bekk í fyrsta sinn meira en hjá drengjum, eða 4,8% en 4,1% hjá drengjum. Breytingar hafa sést í þessa átt í 9. og 10. bekk síðan 2011. Í skýrslu frá 2011 sem unnin var í tengslum við Skólapúlsinn um einelti og líðan nemenda í 70 grunnskólum hér á landi kemur fram að meira er um einelti hjá stúlkum en drengjum. Líðan stúlkna er einnig mun verri en drengja. Stúlkur eru kvíðnari en drengir, stjórn á eigin lífi er minni og sjálfsálit þeirra sömuleiðis. Á meðan yfirburðir stúlkna í námi eru meiri en drengja er andleg líðan þeirra verri.Viðeigandi aðstoð hjálpar Einelti birtist á marga vegu en talað er um einelti þegar einstaklingur verður aftur og aftur fyrir neikvæðu áreiti frá einum eða fleiri aðilum yfir ákveðið tímabil og á erfitt með að verja sig. Oft er greint á milli beins líkamlegs eineltis og óbeins andlegs (félagslegs) eineltis. Drengir beita oft beinu, líkamlegu einelti og hegðun þeirra er oft sýnileg. Stúlkur beita hins vegar oftar óbeinu, illsýnilegu einelti og fara afar dult með. Þær t.d. útiloka aðrar stúlkur frá félagahópnum, þær dreifa lygum til að koma í veg fyrir félagatengsl eða til að eyðileggja þau og þær nota netið meira til vondra verka en drengir. Bæði kynin verða fyrir því að gert er grín að þeim, eru uppnefnd og er strítt á óþægilegan og meiðandi hátt. Ástæða er til að spyrja hvað sé til ráða. Nú um stundir ber öllum grunnskólum að setja sér heildstæða aðgerðaáætlun gegn einelti. Skólar þurfa að nýta aðgerðaáætlunina til að bæta skólabrag og bekkjaranda og búa yfir aðferðum sem gagnast og hægt er að grípa til þegar upp koma erfið samskipti. Lítið sem ekkert er til af efni sem sérstaklega er ætlað til að taka á einelti og erfiðum samskiptum stúlkna. Undanfarin ár hefur nýtt efni (umræðufundir) verið prófað og rannsakað. Umræðufundir hafa nýst vel þegar stúlkur eiga í hlut, sérstaklega hafa þeir verið gagnlegir í vinnu með stúlkum sem hafa lent í samskiptaerfiðleikum og einelti. Þá er unnið með stúlkum í litlum hópum þar sem samskipti og vandamál eru rædd. Þær fá aðstoð við að þroska heilbrigða færni í samskiptum og vinna úr árekstrum og samkeppni á viðeigandi hátt. Samhliða fá þær fræðslu um samskipti. Þá er starfsfólki skóla og foreldrum gerð grein fyrir samskiptaerfiðleikum og einelti stúlkna. Stuðningur stjórnenda, kennara og foreldra er nauðsynlegur og þessir aðilar þurfa að þekkja markmið og skipulag umræðufundanna. Foreldrar eru upplýstir reglulega um gang mála meðan á vinnunni stendur. Stúlkur kalla gjarnan eftir meiri tíma og tækifærum til að hittast og tala saman. Bæði skólar og foreldrar þurfa að sjá til þess að stúlkur fái tækifæri til að koma á jákvæðum samskiptum.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun