Skertur verkfallsréttur – áhrif á launaþróun lækna Reynir Arngrímsson skrifar 20. nóvember 2014 08:00 Það hefur ekki farið fram hjá neinum að læknar eru nú í kjarabaráttu og í fyrsta sinn að nýta verkfallsrétt. Samt sem áður sinna þeir neyðarþjónustu. Slíkt er ekki sjálfgefið í hörðum kjaradeilum. Siðabálkur lækna, eiður þeirra og ábyrgðartilfinning ráða því að á stundum sem þessum mæta læknar til vinnu til að sinna bráðveikum. Læknar sæta skerðingu á rétti til kjarabaráttu skv. lögum, sem aðrar stéttir telja sjálfsagt að ganga að vísum. Það er því með ólíkindum að viðsemjandinn skuli reyna að nýta sér slíka stöðu. Höfðu dregið í hartnær ár að setjast að samningaborðinu og reyna nú að draga samningaviðræðurnar á langinn. Hjá læknum er mælirinn fullur. Ástandið er óviðunandi. Ekki bara vegna þess að launaþróun hefur ekki haldið í horfinu borið saman við aðrar háskólamenntaðar starfsstéttir, hvort heldur um er að ræða grunnlaun eða þróun heildartekna. Líka vegna þess að mönnun í læknastöður hefur dregist saman meðan annars staðar fjölgar hjá ríkinu. Læknar fást ekki til starfa. Endurnýjun er of hæg. Meðalaldur hækkar of hratt. Fleiri verk á færri hendur. Yfirfullar göngudeildir og biðtími eftir þjónustu lengist. Lækkandi þjónustustig. Sam- keppnisgrundvöllur ríkisrekna heilbrigðiskerfisins hefur farið halloka fyrir betri kjörum og vinnuaðstæðum á öðrum vettvangi. Á meðan Íslendingum fjölgar ört fækkar læknum og vinnuálagið vex í heilsugæslu og á sjúkrahúsum landsins. Frá janúar 2007 til desember 2013 fækkaði stöðugildum lækna um tæp tvö prósent og fer ástandið versnandi. Ásókn í sérhæfða þjónustu Landspítalans er vaxandi. Sjúkdómar hlýða ekki fyrirmælum um niðurskurð og jafnvægi í ríkisreikningi. Halda þarf í við og innleiða nýjungar í meðferð. Til þess þarf nýtt blóð í starfsemina. Velmenntaða sérfræðilækna. Viðhalda þekkingarbrunni og bæta þjónustu. Kenna nemum í heilbrigðisfögum og þjálfa unga lækna. Á því byggist framtíð kerfisins.Ekki við sama borð Á sama tíma og læknar hverfa frá störfum og þeim fækkar hefur ríkið fjölgað stöðugildum ljósmæðra um 25%, háskólamenntuðum starfsmönnum stjórnarráðsins (FHSS) um 29%, BHM-starfsmönnum um 19%, verkfræðingum um sjö prósent og hjúkrunarfræðingum um þrjú prósent. Fjármálaráðuneytið hefur nýlega lýst því yfir að kostnaður ríkisins við að ganga til samninga við Læknafélag Íslands þýði óviðráðanlega hækkun á útgjöldum ríkisins, sérstaklega launakostnaði. Þegar þróun launakostnaðar ríkisins vegna ofangreindra starfsstétta á þessu tímabili er skoðuð kemur í ljós að heildarútgjaldahækkun vegna kjarasamnings Læknafélags Íslands var aðeins um 31%, en hjúkrunarfræðinga 55%, ljósmæðra 120%, verkfræðinga tæp 60%, BHM 81% og FHSS 95%. Læknar hafa ekki setið við sama borð. Tekjur þeirra eða heildarlaun hafa hækkað langminnst á tímabilinu eða um 34%. Hjá öðrum ofangreindum stéttum hafa heildarlaun hækkað á bilinu 47% til 52%. Mestu munar þó í samanburði við ljósmæður þar sem hækkun í heildarlaunum á milli 2007 til 2013 var 77% eða 46% meiri en hjá læknum. Í þessu umhverfi er læknum nú boðin 3% hækkun. Þess vegna þurfa læknar að grípa til aðgerða. Engum blöðum er um það að fletta að læknar hafa setið eftir. Vaxandi álagi hefur ekki verið mætt með fjölgun stöðugilda eins og í öðrum geirum ríkisins. Sérfræðilæknar fást ekki til starfa við núverandi aðstæður og almennir læknar stoppa stutt við. Læknar í starfi á heilbrigðisstofnunum ríkisins krefjast umtalsverðrar og sanngjarnrar leiðréttingar á launaliðum. Fjölga þarf starfandi læknum, bæta grunnlaun þeirra og starfsaðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að læknar eru nú í kjarabaráttu og í fyrsta sinn að nýta verkfallsrétt. Samt sem áður sinna þeir neyðarþjónustu. Slíkt er ekki sjálfgefið í hörðum kjaradeilum. Siðabálkur lækna, eiður þeirra og ábyrgðartilfinning ráða því að á stundum sem þessum mæta læknar til vinnu til að sinna bráðveikum. Læknar sæta skerðingu á rétti til kjarabaráttu skv. lögum, sem aðrar stéttir telja sjálfsagt að ganga að vísum. Það er því með ólíkindum að viðsemjandinn skuli reyna að nýta sér slíka stöðu. Höfðu dregið í hartnær ár að setjast að samningaborðinu og reyna nú að draga samningaviðræðurnar á langinn. Hjá læknum er mælirinn fullur. Ástandið er óviðunandi. Ekki bara vegna þess að launaþróun hefur ekki haldið í horfinu borið saman við aðrar háskólamenntaðar starfsstéttir, hvort heldur um er að ræða grunnlaun eða þróun heildartekna. Líka vegna þess að mönnun í læknastöður hefur dregist saman meðan annars staðar fjölgar hjá ríkinu. Læknar fást ekki til starfa. Endurnýjun er of hæg. Meðalaldur hækkar of hratt. Fleiri verk á færri hendur. Yfirfullar göngudeildir og biðtími eftir þjónustu lengist. Lækkandi þjónustustig. Sam- keppnisgrundvöllur ríkisrekna heilbrigðiskerfisins hefur farið halloka fyrir betri kjörum og vinnuaðstæðum á öðrum vettvangi. Á meðan Íslendingum fjölgar ört fækkar læknum og vinnuálagið vex í heilsugæslu og á sjúkrahúsum landsins. Frá janúar 2007 til desember 2013 fækkaði stöðugildum lækna um tæp tvö prósent og fer ástandið versnandi. Ásókn í sérhæfða þjónustu Landspítalans er vaxandi. Sjúkdómar hlýða ekki fyrirmælum um niðurskurð og jafnvægi í ríkisreikningi. Halda þarf í við og innleiða nýjungar í meðferð. Til þess þarf nýtt blóð í starfsemina. Velmenntaða sérfræðilækna. Viðhalda þekkingarbrunni og bæta þjónustu. Kenna nemum í heilbrigðisfögum og þjálfa unga lækna. Á því byggist framtíð kerfisins.Ekki við sama borð Á sama tíma og læknar hverfa frá störfum og þeim fækkar hefur ríkið fjölgað stöðugildum ljósmæðra um 25%, háskólamenntuðum starfsmönnum stjórnarráðsins (FHSS) um 29%, BHM-starfsmönnum um 19%, verkfræðingum um sjö prósent og hjúkrunarfræðingum um þrjú prósent. Fjármálaráðuneytið hefur nýlega lýst því yfir að kostnaður ríkisins við að ganga til samninga við Læknafélag Íslands þýði óviðráðanlega hækkun á útgjöldum ríkisins, sérstaklega launakostnaði. Þegar þróun launakostnaðar ríkisins vegna ofangreindra starfsstétta á þessu tímabili er skoðuð kemur í ljós að heildarútgjaldahækkun vegna kjarasamnings Læknafélags Íslands var aðeins um 31%, en hjúkrunarfræðinga 55%, ljósmæðra 120%, verkfræðinga tæp 60%, BHM 81% og FHSS 95%. Læknar hafa ekki setið við sama borð. Tekjur þeirra eða heildarlaun hafa hækkað langminnst á tímabilinu eða um 34%. Hjá öðrum ofangreindum stéttum hafa heildarlaun hækkað á bilinu 47% til 52%. Mestu munar þó í samanburði við ljósmæður þar sem hækkun í heildarlaunum á milli 2007 til 2013 var 77% eða 46% meiri en hjá læknum. Í þessu umhverfi er læknum nú boðin 3% hækkun. Þess vegna þurfa læknar að grípa til aðgerða. Engum blöðum er um það að fletta að læknar hafa setið eftir. Vaxandi álagi hefur ekki verið mætt með fjölgun stöðugilda eins og í öðrum geirum ríkisins. Sérfræðilæknar fást ekki til starfa við núverandi aðstæður og almennir læknar stoppa stutt við. Læknar í starfi á heilbrigðisstofnunum ríkisins krefjast umtalsverðrar og sanngjarnrar leiðréttingar á launaliðum. Fjölga þarf starfandi læknum, bæta grunnlaun þeirra og starfsaðstæður.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar