Eigendur stærstu útgerðanna fá í sinn hlut tvöfalt á við veiðigjöldin Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. nóvember 2014 07:00 Veiðigjöld eru mun lægri en arðurinn sem greiddur er til eigenda Arðgreiðslur HB Granda, kvótahæsta útgerðarfélags á Íslandi, til eigenda sinna vegna síðasta rekstrarárs voru um það bil tvöfalt hærri en félagið greiddi í veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2013/2014. Í heild greiddi félagið eigendum sínum rétt liðlega 1,3 milljarða króna í veiðigjald og sérstakt veiðigjald. Aftur á móti greiddi félagið eigendum sínum rétt liðlega 17,2 milljónir evra, eða um 2,7 milljarða króna, í arð vegna síðasta rekstrarárs. Þá er miðað við gengi evrunnar eins og það var á lokadegi ársins. Arðgreiðslur Samherja Ísland og Síldarvinnslunnar til eigenda sinna eru jafnvel enn hærri í hlutfalli við veiðigjöld, en fyrrnefnda félagið er í 90 prósenta eigu Samherja hf. og síðarnefnda í 45 prósenta eigu þess sama félags. Samherji Ísland greiddi tæplega 892 milljónir króna í veiðigjöld en eigendur félagsins fengu greidda rúma tvo milljarða króna í arð. Síldarvinnslan greiddi aftur á móti tæplega 720 milljónir króna í veiðigjöld og rúma tvo milljarða í arð. Málið horfir öðruvísi við þegar horft er til félaganna Þorbjörns í Grindavík og FISK Seafood á Sauðárkróki. Þorbjörn greiddi engan arð en greiddi 365 milljónir króna í heildarveiðigjöld. FISK Seafood greiddi 333 milljónir króna í heildarveiðigjöld en 266 milljónir rúmar í arð. Samkvæmt lögum um veiðigjöld frá árinu 2012 er veiðigjald lagt á útgerðir með tvennum hætti. Annars vegar er almennt veiðigjald og hins vegar sérstakt veiðigjald. Almenna gjaldinu er ætlað að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu. Sérstaka veiðigjaldinu er ætlað að tryggja þjóðinni hlutdeild í þeim umframarði sem nýting takmarkaðrar auðlindar getur skapað. Sjávarútvegsfyrirtækin eru einu fyrirtæki á landinu sem greiða sérstakt gjald fyrir afnot af náttúruauðlindum. Að auki greiða fyrirtækin tekjuskatt eins og önnur fyrirtæki. Í skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveginn sem kom út í gær segir að þegar opinber gjöld sjávarútvegsfélaga eru skoðuð í heild sést að þau námu í fyrra 28 milljörðum króna. Veiðigjaldið vó þar þyngst, nam um 9,7 milljörðum króna og skiptist þannig að 4,9 milljarðar voru almennt veiðigjald og 4,8 milljarðar sérstakt veiðigjald. Veiðigjöldin urðu í fyrsta sinn hærri en tekjuskatturinn á árinu 2010 og hafa verið það alla tíð síðan.Frá Vestmannaeyjum. Ísfélag Vestmannaeyjar greiðir fjórðu hæstu veiðigjöldin en er ellefta kvótahæsta fyrirtækiðVísir/Óskar FriðrikssonÍsfélagið greiddi fjórðu hæstu veiðigjöldinRöð kvótahæstu útgerðanna er sannarlega ekki hin sama og röð þeirra fyrirtækja sem greiða hæstu veiðigjöldin. Það félag sem greiðir fjórðu hæstu veiðigjöldin, á eftir HB Granda, Samherja og Síldarvinnslunni, er Ísfélag Vestmannaeyja. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á dögunum nam hagnaður Ísfélagsins í fyrra 3,3 milljörðum króna eftir skatt. Félagið gerir upp í Bandaríkjadölum og nam hagnaðurinn í þeirri mynt 26,44 milljónum. Fyrirtækið greiddi samtals 709 milljónir króna í veiðigjöld og sérstök veiðigjöld. Í ársreikningi fyrir árið 2013 eru ekki gefnar upp upplýsingar um arðgreiðslur í ár fyrir síðasta rekstrarár. Arðgreiðslur í fyrra fyrir árið 2012 voru 1,15 milljarðar. Ísfélagið er hins vegar ellefta fyrirtækið í röðinni yfir kvótahæstu fyrirtækin. Auk Ísfélagsins greiða Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum, Skinney-Þinganes og Eskja hærri veiðigjöld en Þorbjörn og FISK-Seafood. Þá greiðir Brim einnig hærri veiðigjöld en FISK. Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Ólöf til liðs við Athygli Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Lög um Bankasýsluna verði afnumin Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi Sjá meira
Arðgreiðslur HB Granda, kvótahæsta útgerðarfélags á Íslandi, til eigenda sinna vegna síðasta rekstrarárs voru um það bil tvöfalt hærri en félagið greiddi í veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2013/2014. Í heild greiddi félagið eigendum sínum rétt liðlega 1,3 milljarða króna í veiðigjald og sérstakt veiðigjald. Aftur á móti greiddi félagið eigendum sínum rétt liðlega 17,2 milljónir evra, eða um 2,7 milljarða króna, í arð vegna síðasta rekstrarárs. Þá er miðað við gengi evrunnar eins og það var á lokadegi ársins. Arðgreiðslur Samherja Ísland og Síldarvinnslunnar til eigenda sinna eru jafnvel enn hærri í hlutfalli við veiðigjöld, en fyrrnefnda félagið er í 90 prósenta eigu Samherja hf. og síðarnefnda í 45 prósenta eigu þess sama félags. Samherji Ísland greiddi tæplega 892 milljónir króna í veiðigjöld en eigendur félagsins fengu greidda rúma tvo milljarða króna í arð. Síldarvinnslan greiddi aftur á móti tæplega 720 milljónir króna í veiðigjöld og rúma tvo milljarða í arð. Málið horfir öðruvísi við þegar horft er til félaganna Þorbjörns í Grindavík og FISK Seafood á Sauðárkróki. Þorbjörn greiddi engan arð en greiddi 365 milljónir króna í heildarveiðigjöld. FISK Seafood greiddi 333 milljónir króna í heildarveiðigjöld en 266 milljónir rúmar í arð. Samkvæmt lögum um veiðigjöld frá árinu 2012 er veiðigjald lagt á útgerðir með tvennum hætti. Annars vegar er almennt veiðigjald og hins vegar sérstakt veiðigjald. Almenna gjaldinu er ætlað að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu. Sérstaka veiðigjaldinu er ætlað að tryggja þjóðinni hlutdeild í þeim umframarði sem nýting takmarkaðrar auðlindar getur skapað. Sjávarútvegsfyrirtækin eru einu fyrirtæki á landinu sem greiða sérstakt gjald fyrir afnot af náttúruauðlindum. Að auki greiða fyrirtækin tekjuskatt eins og önnur fyrirtæki. Í skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveginn sem kom út í gær segir að þegar opinber gjöld sjávarútvegsfélaga eru skoðuð í heild sést að þau námu í fyrra 28 milljörðum króna. Veiðigjaldið vó þar þyngst, nam um 9,7 milljörðum króna og skiptist þannig að 4,9 milljarðar voru almennt veiðigjald og 4,8 milljarðar sérstakt veiðigjald. Veiðigjöldin urðu í fyrsta sinn hærri en tekjuskatturinn á árinu 2010 og hafa verið það alla tíð síðan.Frá Vestmannaeyjum. Ísfélag Vestmannaeyjar greiðir fjórðu hæstu veiðigjöldin en er ellefta kvótahæsta fyrirtækiðVísir/Óskar FriðrikssonÍsfélagið greiddi fjórðu hæstu veiðigjöldinRöð kvótahæstu útgerðanna er sannarlega ekki hin sama og röð þeirra fyrirtækja sem greiða hæstu veiðigjöldin. Það félag sem greiðir fjórðu hæstu veiðigjöldin, á eftir HB Granda, Samherja og Síldarvinnslunni, er Ísfélag Vestmannaeyja. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á dögunum nam hagnaður Ísfélagsins í fyrra 3,3 milljörðum króna eftir skatt. Félagið gerir upp í Bandaríkjadölum og nam hagnaðurinn í þeirri mynt 26,44 milljónum. Fyrirtækið greiddi samtals 709 milljónir króna í veiðigjöld og sérstök veiðigjöld. Í ársreikningi fyrir árið 2013 eru ekki gefnar upp upplýsingar um arðgreiðslur í ár fyrir síðasta rekstrarár. Arðgreiðslur í fyrra fyrir árið 2012 voru 1,15 milljarðar. Ísfélagið er hins vegar ellefta fyrirtækið í röðinni yfir kvótahæstu fyrirtækin. Auk Ísfélagsins greiða Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum, Skinney-Þinganes og Eskja hærri veiðigjöld en Þorbjörn og FISK-Seafood. Þá greiðir Brim einnig hærri veiðigjöld en FISK.
Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Ólöf til liðs við Athygli Atvinnuleysi tvöfaldaðist í september Lög um Bankasýsluna verði afnumin Tekjur jukust um sjö prósent milli ára Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Bein útsending: Markaðsmál í brennidepli á nýsköpunarþingi Sjá meira