Samfélagsábyrgð íslenskra fyrirtækja Hanna Valdís Þorsteinsdóttir og Ketill Berg Magnússon skrifar 21. nóvember 2014 06:00 Á Íslandi hafa fá fyrirtæki innleitt samfélagslega ábyrga starfshætti, þó svo vaxandi fjöldi fyrirtækja hafi að undanförnu tekið mikilvæg skref í þá átt. Þessi fyrirtæki reyna að minnka neikvæð áhrif sem starfsemi þeirra hefur á samfélagið og umhverfið og leggja af mörkum til að bæta samfélagið sem við búum í. En hvert er hlutverk yfirvalda þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja á Íslandi? Almennt séð er hlutverk yfirvalda að skapa gott rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki og móta þær leikreglur sem í viðskiptum eiga að gilda. Það gera yfirvöld með lögum og reglum, en ekki síst með því að setja fram skýra framtíðarsýn um hvert þau telja að hlutverk fyrirtækja í samfélaginu eigi að vera og hvernig samskiptum fyrirtækja við samfélagið og náttúruna verði best háttað. Ríkið ætti að að láta verkin tala og vera fyrirmynd með rekstri ríkisstofnanna og í viðskiptum sínum við fyrirtæki og einstaklinga. Þegar kemur að samfélagsábyrgð fyrirtækja er mikilvægt að líta til sérstöðu íslensks umhverfis og efnahagslífs. Erlendis er almennt lögð áhersla á að fyrirtæki sporni gegn loftslagsbreytingum og virði mannréttindi. Mikilvægt er að íslensk fyrirtæki leggi áherslu á þessa þætti, en í ljósi þess að meirihluti íslenskrar orku kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum og að löggjöf á íslandi stendur vörð um grundvallarmannréttindi Íslendinga þá eru þetta ekki endilega þeir þættir sem fyrirtæki á Íslandi þurfa að leggja megináherslu á. Aðrir þættir eins og umhverfisvernd, ábyrgir stjórnarhættir, varnir gegn hagsmunaárekstrum, launajafnrétti kynjanna og heilindi og gagnsæi í viðskiptum eiga aftur á móti fullt erindi við flest íslensk fyrirtæki. Stefna og skilaboð stjórnvalda um samfélagsábyrgð skipta máli í þessu samhengi og vert að nefna að í nágrannalöndum okkar tíðkast að ríkisstjórnir móti heildarstefnu og framtíðarsýn um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Slíkar stefnur senda mikilvæg skilaboð til fyrirtækja og setja samfélagsábyrgð fyrirtækja í samhengi fyrir almenning. Evrópusambandið hefur gegnt mikilvægu hlutverki og hvatt meðlimaríki til að móta stefnu um samfélagsábygð fyrirtækja sem taka mið af sérkennum og helstu samfélagsáskorunum hvers ríkis fyrir sig. Norðulöndin hafa staðið mjög framarlega á þessu sviði sem og almennt varðandi samfélagsábyrgð fyrirtækja. Áherslur landanna eru mismunandi og taka mið af sérstöðu hvers lands fyrir sig, áherslum stjórnvalda, kröfum neytanda o.s.frv. Til dæmis var Svíþjóð fyrsta landið í heiminum til þess að lögskylda ríkisrekin fyrirtæki til að gefa út skýrslur um umhverfis- of samfélagsáhrif árið 2008. Noregur og Finnland hafa lagt mikla áherslu á að ríkisfyrirtæki sýni gott fordæmi þegar kemur að samfélagsábyrgð, t.d. með samfélagslega ábyrgum innkaupum. Noregur hefur einnig gegnt forystuhlutverki í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum í gegnum olíusjóðinn, sem er brautryðjandi í slíkum fjárfestingum. Danmörk hefur staðið framarlega í að auka ábyrgð danskra fyrirtækja á vernd mannréttinda á erlendum mörkuðum og hefur verið öðrum löndum fordæmi á því sviði. Nýliðin efnahagskreppa varpaði ljósi á bresti í rekstri hjá sumum íslenskum fyrirtækjum. Í enduruppbyggingu efnahagslífsins er eðililegt að krafa sé gerð um að fyrirtæki leggi áherslu á ábyrga starfsemi. Smæð íslensks efnahags og skyldleiki íslendinga gerir fyrirtæki hér sérstaklega viðkvæm fyrir hagsmunaárekstrum og þurfa fyrirtæki að standa vörð gegn þeim. Einnig er ávinningur falinn í auknu gagnsæi og ábyrgum stjórnarháttum. Þrátt fyrir að enn ríki óvissa í íslensku efnahagslífi eru mörg fyrirtæki að rétta úr kútnum og nýta aukinn meðbyr. Þetta á við meðal annars í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og orkuiðnaði. Á sama tíma gera erlendir kaupendur sjávarafurða sífellt meiri kröfur um sjálfbærar veiðar, orkukaupendur sækjast eftir orku sem unnin er á ábyrgan hátt og ferðamenn vilja áfram geta notið óspilltrar íslenskrar náttúru á sanngjarnan máta. Krafan um aukna samfélagsábyrgð er sá veruleiki sem blasir við íslenskum fyrirtækjum. Það er því mikilvægt að yfirvöld séu með á nótunum og skapi hér rekstrarskilyrði sem hvetja til og styðja við ábyrga starfshætti. Mikilvægt skref voru tekin í þessa átt með áætlun um grænt hagkerfi á árunum 2011-2012 og óskandi er að núverandi stjórnvöld dragi ekki umhverfisvernd og samfélagsábyrgð í pólitíska dilka heldur sjái nauðsyn og tækifækin sem felast í skýrri framtíðarsýn og stefnu um samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi hafa fá fyrirtæki innleitt samfélagslega ábyrga starfshætti, þó svo vaxandi fjöldi fyrirtækja hafi að undanförnu tekið mikilvæg skref í þá átt. Þessi fyrirtæki reyna að minnka neikvæð áhrif sem starfsemi þeirra hefur á samfélagið og umhverfið og leggja af mörkum til að bæta samfélagið sem við búum í. En hvert er hlutverk yfirvalda þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja á Íslandi? Almennt séð er hlutverk yfirvalda að skapa gott rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki og móta þær leikreglur sem í viðskiptum eiga að gilda. Það gera yfirvöld með lögum og reglum, en ekki síst með því að setja fram skýra framtíðarsýn um hvert þau telja að hlutverk fyrirtækja í samfélaginu eigi að vera og hvernig samskiptum fyrirtækja við samfélagið og náttúruna verði best háttað. Ríkið ætti að að láta verkin tala og vera fyrirmynd með rekstri ríkisstofnanna og í viðskiptum sínum við fyrirtæki og einstaklinga. Þegar kemur að samfélagsábyrgð fyrirtækja er mikilvægt að líta til sérstöðu íslensks umhverfis og efnahagslífs. Erlendis er almennt lögð áhersla á að fyrirtæki sporni gegn loftslagsbreytingum og virði mannréttindi. Mikilvægt er að íslensk fyrirtæki leggi áherslu á þessa þætti, en í ljósi þess að meirihluti íslenskrar orku kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum og að löggjöf á íslandi stendur vörð um grundvallarmannréttindi Íslendinga þá eru þetta ekki endilega þeir þættir sem fyrirtæki á Íslandi þurfa að leggja megináherslu á. Aðrir þættir eins og umhverfisvernd, ábyrgir stjórnarhættir, varnir gegn hagsmunaárekstrum, launajafnrétti kynjanna og heilindi og gagnsæi í viðskiptum eiga aftur á móti fullt erindi við flest íslensk fyrirtæki. Stefna og skilaboð stjórnvalda um samfélagsábyrgð skipta máli í þessu samhengi og vert að nefna að í nágrannalöndum okkar tíðkast að ríkisstjórnir móti heildarstefnu og framtíðarsýn um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Slíkar stefnur senda mikilvæg skilaboð til fyrirtækja og setja samfélagsábyrgð fyrirtækja í samhengi fyrir almenning. Evrópusambandið hefur gegnt mikilvægu hlutverki og hvatt meðlimaríki til að móta stefnu um samfélagsábygð fyrirtækja sem taka mið af sérkennum og helstu samfélagsáskorunum hvers ríkis fyrir sig. Norðulöndin hafa staðið mjög framarlega á þessu sviði sem og almennt varðandi samfélagsábyrgð fyrirtækja. Áherslur landanna eru mismunandi og taka mið af sérstöðu hvers lands fyrir sig, áherslum stjórnvalda, kröfum neytanda o.s.frv. Til dæmis var Svíþjóð fyrsta landið í heiminum til þess að lögskylda ríkisrekin fyrirtæki til að gefa út skýrslur um umhverfis- of samfélagsáhrif árið 2008. Noregur og Finnland hafa lagt mikla áherslu á að ríkisfyrirtæki sýni gott fordæmi þegar kemur að samfélagsábyrgð, t.d. með samfélagslega ábyrgum innkaupum. Noregur hefur einnig gegnt forystuhlutverki í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum í gegnum olíusjóðinn, sem er brautryðjandi í slíkum fjárfestingum. Danmörk hefur staðið framarlega í að auka ábyrgð danskra fyrirtækja á vernd mannréttinda á erlendum mörkuðum og hefur verið öðrum löndum fordæmi á því sviði. Nýliðin efnahagskreppa varpaði ljósi á bresti í rekstri hjá sumum íslenskum fyrirtækjum. Í enduruppbyggingu efnahagslífsins er eðililegt að krafa sé gerð um að fyrirtæki leggi áherslu á ábyrga starfsemi. Smæð íslensks efnahags og skyldleiki íslendinga gerir fyrirtæki hér sérstaklega viðkvæm fyrir hagsmunaárekstrum og þurfa fyrirtæki að standa vörð gegn þeim. Einnig er ávinningur falinn í auknu gagnsæi og ábyrgum stjórnarháttum. Þrátt fyrir að enn ríki óvissa í íslensku efnahagslífi eru mörg fyrirtæki að rétta úr kútnum og nýta aukinn meðbyr. Þetta á við meðal annars í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og orkuiðnaði. Á sama tíma gera erlendir kaupendur sjávarafurða sífellt meiri kröfur um sjálfbærar veiðar, orkukaupendur sækjast eftir orku sem unnin er á ábyrgan hátt og ferðamenn vilja áfram geta notið óspilltrar íslenskrar náttúru á sanngjarnan máta. Krafan um aukna samfélagsábyrgð er sá veruleiki sem blasir við íslenskum fyrirtækjum. Það er því mikilvægt að yfirvöld séu með á nótunum og skapi hér rekstrarskilyrði sem hvetja til og styðja við ábyrga starfshætti. Mikilvægt skref voru tekin í þessa átt með áætlun um grænt hagkerfi á árunum 2011-2012 og óskandi er að núverandi stjórnvöld dragi ekki umhverfisvernd og samfélagsábyrgð í pólitíska dilka heldur sjái nauðsyn og tækifækin sem felast í skýrri framtíðarsýn og stefnu um samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun