Skoðun

Opið bréf til borgarstjóra Reykjavíkur

Kæri Dagur!

Ég heiti Linda og er áhyggjufullur tónlistarkennari. Mig langar að biðja þig um aðstoð. Þannig er að mér líður eins og ég sé á sökkvandi skipi og skipstjórinn og þeir hinir í brúnni virðast ekki taka eftir því.

Eins og við vitum eru tónlistarskólar flaggskip hvers sveitarfélags og þetta flaggskip er að sökkva.

Flaggskip borgarinnar okkar, borgarinnar þinnar, Dagur.

Þú ert skipstjórinn og borgarstjórnin er í brúnni. Nú þarf að rétta skipið af svo það farist ekki.

Ég bið þig því að gefa skipanir og láta stýrimanninn vita að hásetarnir rói nú lífróður og óttist um afdrif sín.

Ég kaus þig af því ég trúi á stjórnunarhæfileika þína. Kallaðu nú hátt og snjallt úr brúnni svo skipið rétti sig af og sigli sitt Heimsumból inn í aðventuna.

Með ósk um farsæla siglingu.




Skoðun

Sjá meira


×